Golf

Ólafía Þórunn leiðir eftir fyrsta hring

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafía Þórunn leiðir eftir fyrsta hring Íslandsmótsins.
Ólafía Þórunn leiðir eftir fyrsta hring Íslandsmótsins. Jorge Lemus/Getty Images

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leiðir á Íslandsmótinu í golfi eftir fyrsta hring mótsins. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari síðustu tveggja ára, situr sem stendur í þriðja sæti.

Leikið er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni en þar hóf Ólafía Þórunn feril sinn.

Ólafía Þórunn átti góðan hring þó hún sé eflaust ósátt með fjölda skolla sem hún fékk á hringnum. Hún lék átta holur á pari, fékk fimm fugla, einn örn og fjóra skolla. Það þýðir að alls lék hún hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Ragnhildur Kristinsdóttir kemur þar á eftir en hún fór hring dagsins á 70 höggum og því munar aðeins einu höggi á þeim. Þá er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára – Guðrún Brá Björgvinsdóttir – á einu höggi undir pari, líkt og Saga Traustadóttir.

Það stefnir því í hörkukeppni í kvennaflokki en skoða má stöðu mótsins á vefsíðu Golfsambandsins.


Tengdar fréttir

Enginn atvinnukylfingur í efstu þremur sætunum

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×