Golf

Tiger ekki spilað á færri höggum á opnunar­hring síðan 2012

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger ásamt kylfusveininum Joe Lecava.
Tiger ásamt kylfusveininum Joe Lecava. vísir/getty

Tiger Woods náði sér vel á strik á fyrsta hring á PGA-meistaramótinu en hann lék á 68 höggum í gær.

Tiger hefur ekki spilað á lægra skori á opnunarhring síðan á The Open árið 2012 og gefur hringurinn í gær góð fyrirheit fyrir mótið.

„Stærsta hluta dagsins sló ég boltann á rétta staði. Á þessum velli, ef þú missir boltann út í hliðarnar eða út fyrir brautina, þá er enginn möguleiki á að koma boltanum inn á grínið. Mér fannst ég gera vel þar,“ sagði Tiger.

Tiger var á pari eftir tólf holur en náði svo í þrjá fugla á næstu fjórum holunum.

Tiger er í 20. sætinu á tveimur höggum undir pari en efstur eru þeir Jason Day og Brendon Todd á fimm höggum undir pari.

Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×