Kylfa kraftakarlsins gaf sig á PGA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2020 11:30 Bryson DeChambeau með brotnu kylfuna. getty/Sean M. Haffey Bryson DeChambeau varð fyrir því óláni að brjóta kylfu á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi í gær. Eftir upphafshögg á sjöundu holu á TPC Harding vellinum í San Francisco studdi DeChambeau sig við kylfuna þegar hann beygði sig til að taka upp tí. DeChambeau hefur bætt á 20 kg á síðustu níu mánuðum og er nánast vaxinn eins og vaxtarræktarkappi. Það hefur skilað sér í lengri upphafshöggum. Kílóin sem DeChambeau hefur bætt á sig virtust hins vegar of mikið fyrir dræverinn hans sem gaf sig og hausinn datt af eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Braut kylfu á PGA-meistaramótinu Þar sem þetta var óhapp og DeChambeau braut kylfuna ekki í bræðiskasti fékk hann nýtt skaft sem hann setti hausinn á. Hann þurfti þó ekki á drævernum að halda fyrr en á níundu holu. Þar fékk hann einn af fimm fuglum sínum á fyrsta hringnum. Eftir fyrsta keppnisdaginn sagði DeChambeau að hann hefði notað dræverinn í rúmt ár áður en hann brotnaði. Hann sagðist þó alltaf vera varaskaft og hefði æft með það fyrr í vikunni. DeChambeau lék á 68 höggum í gær, eða á tveimur höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jason Day og Brendon Todd. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bryson DeChambeau varð fyrir því óláni að brjóta kylfu á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi í gær. Eftir upphafshögg á sjöundu holu á TPC Harding vellinum í San Francisco studdi DeChambeau sig við kylfuna þegar hann beygði sig til að taka upp tí. DeChambeau hefur bætt á 20 kg á síðustu níu mánuðum og er nánast vaxinn eins og vaxtarræktarkappi. Það hefur skilað sér í lengri upphafshöggum. Kílóin sem DeChambeau hefur bætt á sig virtust hins vegar of mikið fyrir dræverinn hans sem gaf sig og hausinn datt af eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Braut kylfu á PGA-meistaramótinu Þar sem þetta var óhapp og DeChambeau braut kylfuna ekki í bræðiskasti fékk hann nýtt skaft sem hann setti hausinn á. Hann þurfti þó ekki á drævernum að halda fyrr en á níundu holu. Þar fékk hann einn af fimm fuglum sínum á fyrsta hringnum. Eftir fyrsta keppnisdaginn sagði DeChambeau að hann hefði notað dræverinn í rúmt ár áður en hann brotnaði. Hann sagðist þó alltaf vera varaskaft og hefði æft með það fyrr í vikunni. DeChambeau lék á 68 höggum í gær, eða á tveimur höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jason Day og Brendon Todd. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira