Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 12:03 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Rússlandi. AP/Pavel Golovkin Vísindamenn hafa áhyggjur af yfirlýsingum Rússa um þeir verði fyrstir til að bólusetja íbúa landsins. Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. Yfirvöld í Moskvu sjá mikinn áróðurssigur í því að verða fyrstir að hefja bólusetningar. Tilraunir á mönnum hófust hins vegar fyrir minna en tveimur mánuðum og þá á mjög fáum aðilum, eða alls 76 manns. Samkvæmt AP fréttaveitunni er engar vísindalegar vísbendingar sem styðja það hefja bólusetningar svo snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í síðustu viku út yfirlit fyrir 26 bóluefni sem verið væri að þróa. Þar voru 26 bóluefni sem byrjað er að prófa á mönnum. Bóluefni Rússa, sem þróað er af Gamaleya rannsóknarstofnuninni, var þar skráð á þann veg að tilraunir væru í fyrsta fasa, af þremur. 139 bóluefni hafa ekki enn náð í tilraunir á mönnum. Þrátt fyrir að þróunarvinna Rússa hafi byrjað seinna en víða annarsstaðar segir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa, að meðferðarrannsóknum á bóluefni þeirra sé lokið. Eftir yfirlýsingar Murashko gaf WHO út yfirlýsingu um að Rússar ættu að fylgja hefðbundnum ferlum til að tryggja virkni og öryggi bóluefna. Í frétt Moscow Times segir enn fremur að talsmaður WHO hafi sagt blaðamönnum að stofnuninni hafi ekki borist opinber tilkynning um bóluefni Rússa væri svo langt komið í tilraunaferlinu. Þriðja fasa rannsóknir á bóluefnum ná yfirleitt til tuga þúsunda einstaklinga og er það í raun eina leiðin til að sannreyna að bóluefni virki eins og skyldi og séu örugg. Þeim fasa hefur ekki verið lokið í Rússlandi en samt stendur til að samþykkja bóluefnið á næstu dögum. Gamaleya ætlar að framkvæma þriðja fasa prófanir eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt og þá á einungis 1.600 manns. Framkvæmdastjóri rússnesku samtakanna Association of Clinical Trials Organizations, sem eru samtök fyrirtækja og stofnanna sem eiga í tilraunum á lyfjum, sagði AP að það tæki yfirleitt nokkur ár að þróa lyf. Það að Gamaleya ætlaði að nota lyf sem hafi verið prófað á 76 sjálfboðaliðum í fyrstu og annars fasa tilraunum sem fullkláraða vöru sé alvarlegt. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Vísindamenn hafa áhyggjur af yfirlýsingum Rússa um þeir verði fyrstir til að bólusetja íbúa landsins. Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. Yfirvöld í Moskvu sjá mikinn áróðurssigur í því að verða fyrstir að hefja bólusetningar. Tilraunir á mönnum hófust hins vegar fyrir minna en tveimur mánuðum og þá á mjög fáum aðilum, eða alls 76 manns. Samkvæmt AP fréttaveitunni er engar vísindalegar vísbendingar sem styðja það hefja bólusetningar svo snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í síðustu viku út yfirlit fyrir 26 bóluefni sem verið væri að þróa. Þar voru 26 bóluefni sem byrjað er að prófa á mönnum. Bóluefni Rússa, sem þróað er af Gamaleya rannsóknarstofnuninni, var þar skráð á þann veg að tilraunir væru í fyrsta fasa, af þremur. 139 bóluefni hafa ekki enn náð í tilraunir á mönnum. Þrátt fyrir að þróunarvinna Rússa hafi byrjað seinna en víða annarsstaðar segir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa, að meðferðarrannsóknum á bóluefni þeirra sé lokið. Eftir yfirlýsingar Murashko gaf WHO út yfirlýsingu um að Rússar ættu að fylgja hefðbundnum ferlum til að tryggja virkni og öryggi bóluefna. Í frétt Moscow Times segir enn fremur að talsmaður WHO hafi sagt blaðamönnum að stofnuninni hafi ekki borist opinber tilkynning um bóluefni Rússa væri svo langt komið í tilraunaferlinu. Þriðja fasa rannsóknir á bóluefnum ná yfirleitt til tuga þúsunda einstaklinga og er það í raun eina leiðin til að sannreyna að bóluefni virki eins og skyldi og séu örugg. Þeim fasa hefur ekki verið lokið í Rússlandi en samt stendur til að samþykkja bóluefnið á næstu dögum. Gamaleya ætlar að framkvæma þriðja fasa prófanir eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt og þá á einungis 1.600 manns. Framkvæmdastjóri rússnesku samtakanna Association of Clinical Trials Organizations, sem eru samtök fyrirtækja og stofnanna sem eiga í tilraunum á lyfjum, sagði AP að það tæki yfirleitt nokkur ár að þróa lyf. Það að Gamaleya ætlaði að nota lyf sem hafi verið prófað á 76 sjálfboðaliðum í fyrstu og annars fasa tilraunum sem fullkláraða vöru sé alvarlegt.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira