Sá yngsti á Íslandsmótinu í golfi er þrettán ára og datt inn daginn áður en mótið hófst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 16:00 Markús Marelsson á Íslandsmótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbænum. Mynd/GSÍ/seth@golf.is Markús Marelsson er yngsti kylfingurinn á Íslandsmótinu í golfi og hann er líklegur til að ná niðurskurðinum eftir flotta spilamennsku á öðrum deginum í dag. Markús Marelsson kláraði annan hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er þar með á tíu höggum yfir pari samtals. Niðurskurðarlínan er núna við nítján högg yfir pari og það þarf því mikið að gerast til þess að Markús Marelsson fái ekki að keppa um helgina. Markús Marelsson var í viðtali við heimasíðu Golfsambands Íslands þar sem kom meðal annars fram að hann var á biðlista fyrir Íslandsmótið í golfi í ár. Markús beið því spenntur eftir því að fá tækifæri til að keppa ef einhver forföll yrðu í keppendahópnum. Markús, sem er fæddur árið 2007, fékk símtalið sem hann hafði beðið eftir daginn fyrir fyrsta keppnisdaginn. Yngsti keppandinn á Íslandsmótinu var hoppandi glaður að komast inn í mótið - Golfsamband Íslands https://t.co/pRpo3vZ0rV— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 7, 2020 „Ég var alltaf að skoða keppendalistann og sjá hvort einhverjar breytingar væru á honum. Síðan fékk mamma símtal frá mótsstjórninni og ég hoppaði og fagnaði þegar hún sagði mér fréttirnar. Ég var mjög glaður að fá tækifærið að keppa á þessu móti,“ segir Markús í viðtali á heimasíðu GSÍ. Markús keppir fyrir Keili í Hafnarfirði en hann er búsettur á Álftanesi. Markús hóf golfferilinn hjá GKG en hann valdi að fara í Hafnarfjörðinn þar sem að Hvaleyrarvöllurinn heillaði hann mikið. Markús lék frábært golf á öðrum keppnisdeginum í morgun og bætti hann sig um 6 högg frá fyrsta hringnum. Markús lék á 10 höggum yfir pari vallar samtals og í dag lék hann á +2 þrátt fyrir að hafa fengið þrefaldan skolla á 11. Markús ætlar sér eins langt og hægt er í golfíþróttinni og hann nýtir hverja stund til að æfa sig. „Ég er með gott æfingasvæði á Álftanesi en ég fer mjög oft út á tún sem er við golfvöllinn til að slá á grasi. Þar slæ ég kannski 100-200 bolta. Annars er ég mest úti í Keili að æfa mig,“ sagði Markús Marelsson við golf.is en það má lesa allt viðtalið hér. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Markús Marelsson er yngsti kylfingurinn á Íslandsmótinu í golfi og hann er líklegur til að ná niðurskurðinum eftir flotta spilamennsku á öðrum deginum í dag. Markús Marelsson kláraði annan hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er þar með á tíu höggum yfir pari samtals. Niðurskurðarlínan er núna við nítján högg yfir pari og það þarf því mikið að gerast til þess að Markús Marelsson fái ekki að keppa um helgina. Markús Marelsson var í viðtali við heimasíðu Golfsambands Íslands þar sem kom meðal annars fram að hann var á biðlista fyrir Íslandsmótið í golfi í ár. Markús beið því spenntur eftir því að fá tækifæri til að keppa ef einhver forföll yrðu í keppendahópnum. Markús, sem er fæddur árið 2007, fékk símtalið sem hann hafði beðið eftir daginn fyrir fyrsta keppnisdaginn. Yngsti keppandinn á Íslandsmótinu var hoppandi glaður að komast inn í mótið - Golfsamband Íslands https://t.co/pRpo3vZ0rV— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 7, 2020 „Ég var alltaf að skoða keppendalistann og sjá hvort einhverjar breytingar væru á honum. Síðan fékk mamma símtal frá mótsstjórninni og ég hoppaði og fagnaði þegar hún sagði mér fréttirnar. Ég var mjög glaður að fá tækifærið að keppa á þessu móti,“ segir Markús í viðtali á heimasíðu GSÍ. Markús keppir fyrir Keili í Hafnarfirði en hann er búsettur á Álftanesi. Markús hóf golfferilinn hjá GKG en hann valdi að fara í Hafnarfjörðinn þar sem að Hvaleyrarvöllurinn heillaði hann mikið. Markús lék frábært golf á öðrum keppnisdeginum í morgun og bætti hann sig um 6 högg frá fyrsta hringnum. Markús lék á 10 höggum yfir pari vallar samtals og í dag lék hann á +2 þrátt fyrir að hafa fengið þrefaldan skolla á 11. Markús ætlar sér eins langt og hægt er í golfíþróttinni og hann nýtir hverja stund til að æfa sig. „Ég er með gott æfingasvæði á Álftanesi en ég fer mjög oft út á tún sem er við golfvöllinn til að slá á grasi. Þar slæ ég kannski 100-200 bolta. Annars er ég mest úti í Keili að æfa mig,“ sagði Markús Marelsson við golf.is en það má lesa allt viðtalið hér.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira