Mikil spenna á fyrsta risamóti ársins Ísak Hallmundarson skrifar 7. ágúst 2020 23:05 Li á hringnum í dag. getty/Christian Petersen Annar hringur PGA-Meistaramótsins í golfi hófst í dag. Mótið fer fram í Kaliforníu. Kínverjinn Haotong Li er efstur á mótinu þegar þetta er skrifað. Hann lék hringinn í dag á 65 höggum, fimm höggum undir pari, án þess að fá skolla. Hann er samtals átt höggum undir pari. Í öðru sæti er Ástralinn Jason Day á sjö höggum undir pari, en þegar þetta er skrifað er hann einungis búinn með níu holur af átján. Hann lék á fimm undir í gær og lék fyrri níu á tveimur höggum undir pari í dag. Englendingurinn Tommy Fleetwood er í þriðja sæti ásamt Xander Schauffele. Schauffele er í þessum orðum á níundu braut og er á tveimur höggum undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari. Fleetwood var á meðal fyrstu manna til að klára 18 holur í dag. Hann lék þær á 64 höggum og er samtals á sex höggum undir pari líkt og Schauffele. Tiger Woods sem var á tveimur höggum undir pari í gær er kominn niður í eitt högg undir par samtals, en hann er búinn með sex holur í dag. Það er nóg eftir af deginum en mótið er haldið á Vesturströnd Bandaríkjanna og verður því eitthvað fram eftir nóttu hér á landi. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Golf alla daga frá kl. 20:00. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Annar hringur PGA-Meistaramótsins í golfi hófst í dag. Mótið fer fram í Kaliforníu. Kínverjinn Haotong Li er efstur á mótinu þegar þetta er skrifað. Hann lék hringinn í dag á 65 höggum, fimm höggum undir pari, án þess að fá skolla. Hann er samtals átt höggum undir pari. Í öðru sæti er Ástralinn Jason Day á sjö höggum undir pari, en þegar þetta er skrifað er hann einungis búinn með níu holur af átján. Hann lék á fimm undir í gær og lék fyrri níu á tveimur höggum undir pari í dag. Englendingurinn Tommy Fleetwood er í þriðja sæti ásamt Xander Schauffele. Schauffele er í þessum orðum á níundu braut og er á tveimur höggum undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari. Fleetwood var á meðal fyrstu manna til að klára 18 holur í dag. Hann lék þær á 64 höggum og er samtals á sex höggum undir pari líkt og Schauffele. Tiger Woods sem var á tveimur höggum undir pari í gær er kominn niður í eitt högg undir par samtals, en hann er búinn með sex holur í dag. Það er nóg eftir af deginum en mótið er haldið á Vesturströnd Bandaríkjanna og verður því eitthvað fram eftir nóttu hér á landi. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Golf alla daga frá kl. 20:00.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira