Tiger rétt náði í gegnum niðurskurðinn Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 08:00 Tiger náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta hring í gær. getty/Harry How Öðrum hring PGA meistaramótsins í golfi, sem fram fer á Harding Park í Kaliforníu, lauk þegar klukkan var farin að ganga þrjú á íslenskum tíma í nótt. Tiger Woods sem byrjaði vel á fyrsta hring náði sér ekki á strik í gær. Hann endaði hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari, og er samanlagt á pari vallarins eftir þessa fyrstu tvo hringi. Niðurskurður er ávallt eftir tvo daga og í þetta sinn miðaðist hann við eitt högg yfir pari. Tiger mun því halda áfram keppni um helgina. Með Tiger í ráshóp voru þeir Justin Thomas og Rory McIlroy. Eftir hæga byrjun náði McIlroy fjórum fuglum í röð á 7. - 10. holu. Hann fékk hinsvegar sjaldséðan þrefaldan skolla á 12. holu og endaði hringinn á einu höggi undir pari, einu höggi betra en fyrri daginn. Justin Thomas var í mikilli hættu á að missa af helginni þegar hann fékk sinn þriðja tvöfalda skolla á tveimur hringjum og var þá samanlagt á +2 í mótinu. Hann náði hinsvegar að setja niður fuglapútt á 16. flöt til að koma sér niður í eitt högg yfir par og verður með um helgina. Kínverjinn Haotong Li er efstur fyrir daginn í dag á átta höggum undir pari. Sex kylfingar eru í öðru sæti á sex höggum undir pari, þar á meðal Brooks Koepka, sigurvegari síðustu tveggja ára á PGA meistaramótinu. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Öðrum hring PGA meistaramótsins í golfi, sem fram fer á Harding Park í Kaliforníu, lauk þegar klukkan var farin að ganga þrjú á íslenskum tíma í nótt. Tiger Woods sem byrjaði vel á fyrsta hring náði sér ekki á strik í gær. Hann endaði hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari, og er samanlagt á pari vallarins eftir þessa fyrstu tvo hringi. Niðurskurður er ávallt eftir tvo daga og í þetta sinn miðaðist hann við eitt högg yfir pari. Tiger mun því halda áfram keppni um helgina. Með Tiger í ráshóp voru þeir Justin Thomas og Rory McIlroy. Eftir hæga byrjun náði McIlroy fjórum fuglum í röð á 7. - 10. holu. Hann fékk hinsvegar sjaldséðan þrefaldan skolla á 12. holu og endaði hringinn á einu höggi undir pari, einu höggi betra en fyrri daginn. Justin Thomas var í mikilli hættu á að missa af helginni þegar hann fékk sinn þriðja tvöfalda skolla á tveimur hringjum og var þá samanlagt á +2 í mótinu. Hann náði hinsvegar að setja niður fuglapútt á 16. flöt til að koma sér niður í eitt högg yfir par og verður með um helgina. Kínverjinn Haotong Li er efstur fyrir daginn í dag á átta höggum undir pari. Sex kylfingar eru í öðru sæti á sex höggum undir pari, þar á meðal Brooks Koepka, sigurvegari síðustu tveggja ára á PGA meistaramótinu. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira