Tiger rétt náði í gegnum niðurskurðinn Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 08:00 Tiger náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta hring í gær. getty/Harry How Öðrum hring PGA meistaramótsins í golfi, sem fram fer á Harding Park í Kaliforníu, lauk þegar klukkan var farin að ganga þrjú á íslenskum tíma í nótt. Tiger Woods sem byrjaði vel á fyrsta hring náði sér ekki á strik í gær. Hann endaði hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari, og er samanlagt á pari vallarins eftir þessa fyrstu tvo hringi. Niðurskurður er ávallt eftir tvo daga og í þetta sinn miðaðist hann við eitt högg yfir pari. Tiger mun því halda áfram keppni um helgina. Með Tiger í ráshóp voru þeir Justin Thomas og Rory McIlroy. Eftir hæga byrjun náði McIlroy fjórum fuglum í röð á 7. - 10. holu. Hann fékk hinsvegar sjaldséðan þrefaldan skolla á 12. holu og endaði hringinn á einu höggi undir pari, einu höggi betra en fyrri daginn. Justin Thomas var í mikilli hættu á að missa af helginni þegar hann fékk sinn þriðja tvöfalda skolla á tveimur hringjum og var þá samanlagt á +2 í mótinu. Hann náði hinsvegar að setja niður fuglapútt á 16. flöt til að koma sér niður í eitt högg yfir par og verður með um helgina. Kínverjinn Haotong Li er efstur fyrir daginn í dag á átta höggum undir pari. Sex kylfingar eru í öðru sæti á sex höggum undir pari, þar á meðal Brooks Koepka, sigurvegari síðustu tveggja ára á PGA meistaramótinu. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Öðrum hring PGA meistaramótsins í golfi, sem fram fer á Harding Park í Kaliforníu, lauk þegar klukkan var farin að ganga þrjú á íslenskum tíma í nótt. Tiger Woods sem byrjaði vel á fyrsta hring náði sér ekki á strik í gær. Hann endaði hringinn á 72 höggum, tveimur yfir pari, og er samanlagt á pari vallarins eftir þessa fyrstu tvo hringi. Niðurskurður er ávallt eftir tvo daga og í þetta sinn miðaðist hann við eitt högg yfir pari. Tiger mun því halda áfram keppni um helgina. Með Tiger í ráshóp voru þeir Justin Thomas og Rory McIlroy. Eftir hæga byrjun náði McIlroy fjórum fuglum í röð á 7. - 10. holu. Hann fékk hinsvegar sjaldséðan þrefaldan skolla á 12. holu og endaði hringinn á einu höggi undir pari, einu höggi betra en fyrri daginn. Justin Thomas var í mikilli hættu á að missa af helginni þegar hann fékk sinn þriðja tvöfalda skolla á tveimur hringjum og var þá samanlagt á +2 í mótinu. Hann náði hinsvegar að setja niður fuglapútt á 16. flöt til að koma sér niður í eitt högg yfir par og verður með um helgina. Kínverjinn Haotong Li er efstur fyrir daginn í dag á átta höggum undir pari. Sex kylfingar eru í öðru sæti á sex höggum undir pari, þar á meðal Brooks Koepka, sigurvegari síðustu tveggja ára á PGA meistaramótinu. Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira