Enski boltinn

Arsenal sagt hafa náð samkomulagi við Coutinho

Ísak Hallmundarson skrifar
Coutinho gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina, í þetta sinn með Arsenal.
Coutinho gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina, í þetta sinn með Arsenal. getty/Sebastian Widmann

Arsenal ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð, sem verður fyrsta heila tímabil Mikel Arteta sem þjálfara liðsins. 

Liðið hefur verið orðað við marga öfluga leikmenn í sumar, einkum Brasilíumenn. Philippe Coutinho er einn þeirra og nú undanfarið hefur orðrómurinn um að hann gangi í raðir Arsenal aukist.

Coutinho er sem stendur á láni hjá Bayern Munchen frá Barcelona en mun fara aftur til Katalóníu þegar Meistaradeildarævintýri Bæjara lýkur. 

Samkvæmt Catalan Sport hefur Arsenal náð samkomulagi við leikmanninn sjálfan um að koma til liðsins á eins árs láni frá Barcelona. Hinn 28 ára gamli Coutinho er ekki í framtíðarplönum Barca en hefur verið í góðu formi með Bayern á leiktíðinni og skorað níu mörk og lagt upp önnur átta. 

Arsenal hefur einnig verið sterklega orðað við Willian, leikmann Chelsea, sem er samningslaus eftir tímabilið og er Arsenal sagt hafa boðið honum samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×