Golf

Dustin Johnson leiðir fyrir lokadaginn | Tiger ekki í toppbaráttu í þetta skipti

Ísak Hallmundarson skrifar
Dustin Johnson er efstur fyrir lokadaginn.
Dustin Johnson er efstur fyrir lokadaginn. getty/Jamie Squire

Þremur hringjum af fjórum er lokið á PGA meistaramótinu í golf. Lokahringurinn fer fram í dag.

Dustin Johnson er efsti maður fyrir lokadaginn. Hann lék á fimm höggum undir pari í gær og er samanlagt á níu höggum undir pari á hringjunum þremur. Eftir tvöfaldan skolla á níundu braut í gær fékk hann fjóra fugla og engan skolla á seinni níu holunum.

Einu höggi á eftir Johnson eru Scottie Scheffler og Cameron Champ á átta höggum undir pari. Höggi á eftir þeim eru Collin Morikawa, Paul Casey og Brooks Koepka á sjö undir.

Haotong Li sem var efstur fyrir gærdaginn náði sér ekki á strik í gær. Hann spilaði á þremur yfir pari og er samanlagt á fimm höggum undir pari.

Tiger Woods er ekki með í toppbaráttunni í ár. Hann er ellefu höggum frá efsta manni, spilaði á tveimur höggum yfir pari í gær og er samanlagt á tveimur yfir. Rory McIlroy er á einu höggi undir pari.

Bein útsending frá mótinu hefst kl. 20:00 í kvöld á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×