Enski boltinn

Chelsea gæti óvænt keypt Stones

Ísak Hallmundarson skrifar
Stones gæti farið til Chelsea.
Stones gæti farið til Chelsea. getty/Robbie Jay Barratt

Chelsea þarf að styrkja vörnina fyrir næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni en liðið fékk á sig 54 mörk á síðasta tímabili. Samkvæmt breska blaðinu Mirror gæti liðið endað á að kaupa John Stones frá Manchester City.

Stones hefur farið niður í goggunarröðinni hjá Pep Guardiola, þjálfara Man City. City keypti nýlega Nathan Ake frá Bournemouth og því ólíklegt að Stones fái mikinn spiltíma.

City þyrfti að vera tilbúið til að selja Stones á útsöluverði og koma út í tapi á þeim félagsskiptum, liðið keypti varnarmanninn frá Everton á 47 milljónir punda fyrir fjórum árum en Chelsea vill ekki kaupa hann á meira en 20 milljónir punda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×