Ný vefsíða gerir fólki kleift að máta húsgögn inn á heimilið í þrívídd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2020 20:30 Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað. Vefverslun hefur aukist hratt undanfarið og kom hún mörgum vel í faraldri kórónuveirunnar. Auðveldara er orðið að versla föt og innbú á netinu en áður. Hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hefur þó stigið skrefinu lengra en það er fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða upp á aukinn veruleika á vef sínum. Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu. „Þannig að varan í rauninni birtist heima hjá þér eða í skrifstofurýminu eða hvar sem er,“ sagði Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík. Verkefnið er unnið af FÓLK Reykjavík í samstarfi við KoiKoi, Undireins og Shopify. Í myndbandinu sjáum við hvernig þetta virkar fyrir sig. Þegar búið er að velja vöruna þarf að hreyfa símann svo að hann skynji rýmið. Nokkrum sekúndum seinna birtist varan og hægt er að hreyfa hana til - og sjá hvort hún passi inn í rýmið. Með þessu er fyrirtækið að bregðast við nýjum viðskipavenjum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Fólk á erfiðara með að fara í verslun. Það hefur líka kannski minni áhuga á því það vill ekki smitast, það er að huga að sóttvörnum. Þannig með þessari síðu getur þú bara farið inn í gegnum iphone þinn. Kikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara. Nýjungin virkar einungis í gegnum iphone síma en stefnt er á að gera hana aðgengilega í gegnum aðrar tegundir síma. „Eina sem við getum ekki boðið upp á, það er að snerta vöruna og koma við áferðina og slíkt. En þú getur vissulega séð stærðina, lengdina útlitið og hvernig þetta passar við annað heima hjá þér,“ sagði Ragna Sara. Síðan opnaði í dag og segist hún spennt fyrir viðbrögðum neytenda. Samkvæmt alþjóðlegum gögnum frá Shopify eykur þrívídd og aukinn veruleiki líkur á kaupum á vöru umtalsvert. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig faraldur kórónuveirunnar hefur farið með fyrirtæki og fyrirtækjarekstur. Við vorum í samtali við bæði þekkta verslunarkeðju erlendis og stóra vefverslun erlendis á sama tíma. Verslunarkeðjan lokaði samningum og sagði okkur að bíða í ár á meðan við kláruðum samningana við vefverslunina.“ Vefverslun hafi aukist gríðarlega að sögn Rögnu Söru. „Það er talað um að í Bandaríkjunum hafi vefverslun aukist jafn mikið á síðustu mánuðum og hún hefur gert á síðustu fimm til tíu árum. Það eru því gríðarlega hraðar breytingar að eiga sér stað núna og við erum afar þakklát að hafa samstarfsaðila hér á Íslandi sem geta hjálpað okkur að nýta þetta tækifæri sem felst í þessari krísu,“ sagði Ragna Sara. Verslun Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað. Vefverslun hefur aukist hratt undanfarið og kom hún mörgum vel í faraldri kórónuveirunnar. Auðveldara er orðið að versla föt og innbú á netinu en áður. Hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hefur þó stigið skrefinu lengra en það er fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða upp á aukinn veruleika á vef sínum. Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu. „Þannig að varan í rauninni birtist heima hjá þér eða í skrifstofurýminu eða hvar sem er,“ sagði Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík. Verkefnið er unnið af FÓLK Reykjavík í samstarfi við KoiKoi, Undireins og Shopify. Í myndbandinu sjáum við hvernig þetta virkar fyrir sig. Þegar búið er að velja vöruna þarf að hreyfa símann svo að hann skynji rýmið. Nokkrum sekúndum seinna birtist varan og hægt er að hreyfa hana til - og sjá hvort hún passi inn í rýmið. Með þessu er fyrirtækið að bregðast við nýjum viðskipavenjum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Fólk á erfiðara með að fara í verslun. Það hefur líka kannski minni áhuga á því það vill ekki smitast, það er að huga að sóttvörnum. Þannig með þessari síðu getur þú bara farið inn í gegnum iphone þinn. Kikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara. Nýjungin virkar einungis í gegnum iphone síma en stefnt er á að gera hana aðgengilega í gegnum aðrar tegundir síma. „Eina sem við getum ekki boðið upp á, það er að snerta vöruna og koma við áferðina og slíkt. En þú getur vissulega séð stærðina, lengdina útlitið og hvernig þetta passar við annað heima hjá þér,“ sagði Ragna Sara. Síðan opnaði í dag og segist hún spennt fyrir viðbrögðum neytenda. Samkvæmt alþjóðlegum gögnum frá Shopify eykur þrívídd og aukinn veruleiki líkur á kaupum á vöru umtalsvert. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig faraldur kórónuveirunnar hefur farið með fyrirtæki og fyrirtækjarekstur. Við vorum í samtali við bæði þekkta verslunarkeðju erlendis og stóra vefverslun erlendis á sama tíma. Verslunarkeðjan lokaði samningum og sagði okkur að bíða í ár á meðan við kláruðum samningana við vefverslunina.“ Vefverslun hafi aukist gríðarlega að sögn Rögnu Söru. „Það er talað um að í Bandaríkjunum hafi vefverslun aukist jafn mikið á síðustu mánuðum og hún hefur gert á síðustu fimm til tíu árum. Það eru því gríðarlega hraðar breytingar að eiga sér stað núna og við erum afar þakklát að hafa samstarfsaðila hér á Íslandi sem geta hjálpað okkur að nýta þetta tækifæri sem felst í þessari krísu,“ sagði Ragna Sara.
Verslun Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira