Einu mistök dagsins hjá nýja meistaranum voru þegar hann lyfti bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 09:00 Collin Morikawa er ekki vanur að lyfta bikurum eins og sást í nótt. Getty/Sean M. Haffey/ Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa tryggði sér í nótt sigur á fyrsta risamóti ársins í golfi þegar hann vann PGA-mótið í Kaliforníu. Spennan var mikil á lokahringnum og um tíma voru sex kylfingar jafnir á toppnum á lokasprettinum. Collin Morikawa náði hins vegar erni á sextándu holunni og vann að lokum með tveggja högga forskoti. Morikawa komst þar með í hóp með Tiger Woods, Jack Nicklaus og Rory McIlroy eins og sjá má hér fyrir neðan. "The California kid is the new star in the game of golf!"@Collin_Morikawa is the winner of the 2020 PGA Championship. pic.twitter.com/KyCXV8cvyG— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa spilaði holurnar 72 á þrettán höggum undir pari en næstir komu Englendingurinn Paul Casey og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á ellefu höggum undir pari. Dustin Johnson var efstur fyrir lokadaginn. Collin Morikawa var aðeins að taka þátt í sínu öðru risamóti á ferlinum en góð spilamennska í sumar var búin að koma honum upp í tólfta sætið á heimslistanum. Hinn 23 ára gamli Collin Morikawa varð í öðru sæti á Charles Schwab Challenge í júní og vann síðan Workday Charity Open í síðasta mánuði. Hann var ekki í toppbaráttunni framan af móti en blandaði sér í baráttuna með því að spila þriðja daginn á 65 höggum. Fylgdi því síðan eftir með að spila lokahringinn á 64 höggum. Collin Morikawa var tveimur höggum á eftir Dustin Johnson fyrir síðasta daginn. Morikawa spilaði lokahringinn síðan á sex höggum undir pari, fékk einn örn, fjóra fugla og paraði síðan hinar holurnar. Jack.Tiger.Rory. and now ...Collin. pic.twitter.com/iw2LBXEgrO— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa kom þannig í veg fyrir að Paul Casey ynni loksins sitt fyrsta risamót á ferlinum. Morikawa var aðeins fjögurra ára gamall þegar Casey vann sitt fyrsta mót á Evróputúrnum árið 2001. Paul Casey hefur oftast verið meðal fimmtíu efstu á heimslistanum síðan. Casey átti bara ekki svör við frábærri spilamennsku Collin Morikawa sem gerði engin mistök á lokadeginum. Reyndar gerði Morikawa ein mistök en það var bara þegar hann var að lyfta bikarnum eins og sjá má hér fyrir neðan. CongratulatiOH NO! #PGAChamp pic.twitter.com/p6NjsSNs7G— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa tryggði sér í nótt sigur á fyrsta risamóti ársins í golfi þegar hann vann PGA-mótið í Kaliforníu. Spennan var mikil á lokahringnum og um tíma voru sex kylfingar jafnir á toppnum á lokasprettinum. Collin Morikawa náði hins vegar erni á sextándu holunni og vann að lokum með tveggja högga forskoti. Morikawa komst þar með í hóp með Tiger Woods, Jack Nicklaus og Rory McIlroy eins og sjá má hér fyrir neðan. "The California kid is the new star in the game of golf!"@Collin_Morikawa is the winner of the 2020 PGA Championship. pic.twitter.com/KyCXV8cvyG— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa spilaði holurnar 72 á þrettán höggum undir pari en næstir komu Englendingurinn Paul Casey og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á ellefu höggum undir pari. Dustin Johnson var efstur fyrir lokadaginn. Collin Morikawa var aðeins að taka þátt í sínu öðru risamóti á ferlinum en góð spilamennska í sumar var búin að koma honum upp í tólfta sætið á heimslistanum. Hinn 23 ára gamli Collin Morikawa varð í öðru sæti á Charles Schwab Challenge í júní og vann síðan Workday Charity Open í síðasta mánuði. Hann var ekki í toppbaráttunni framan af móti en blandaði sér í baráttuna með því að spila þriðja daginn á 65 höggum. Fylgdi því síðan eftir með að spila lokahringinn á 64 höggum. Collin Morikawa var tveimur höggum á eftir Dustin Johnson fyrir síðasta daginn. Morikawa spilaði lokahringinn síðan á sex höggum undir pari, fékk einn örn, fjóra fugla og paraði síðan hinar holurnar. Jack.Tiger.Rory. and now ...Collin. pic.twitter.com/iw2LBXEgrO— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa kom þannig í veg fyrir að Paul Casey ynni loksins sitt fyrsta risamót á ferlinum. Morikawa var aðeins fjögurra ára gamall þegar Casey vann sitt fyrsta mót á Evróputúrnum árið 2001. Paul Casey hefur oftast verið meðal fimmtíu efstu á heimslistanum síðan. Casey átti bara ekki svör við frábærri spilamennsku Collin Morikawa sem gerði engin mistök á lokadeginum. Reyndar gerði Morikawa ein mistök en það var bara þegar hann var að lyfta bikarnum eins og sjá má hér fyrir neðan. CongratulatiOH NO! #PGAChamp pic.twitter.com/p6NjsSNs7G— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020
Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira