Gamla Liverpool stjarnan vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:15 Daniel Sturridge endaði tíma sinn hjá Liverpool sem Evrópumeistari. Getty/Quality Sport Images Daniel Sturridge yfirgaf Liverpool og ensku úrvalsdeildina sem Evrópumeistari í júní 2019 en núna vill hann komast aftur til Englands. Daniel Sturridge er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa endað skyndilega tímabilið sitt með tyrkneska félaginu Trabzonspor þegar hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Sturridge hefur ekkert spilað síðan í mars en segist vera búinn að æfa vel á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sturridge fór í viðtal hjá Sky Sports og sagðist þar vera tilbúinn í næsta kafla á sínum ferli. "I really feel like I have unfinished business in the Premier League" @DanielSturridge is eyeing a return to England this summer More from the exclusive interview: https://t.co/t3H82QEX9M pic.twitter.com/XxHxJHRdQX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 11, 2020 „Ég á möguleika á því að spila út um allan heim en ég er enskur leikmaður og hef alltaf elskað að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Daniel Sturridge við Sky Sports. „Ég trúi því að ég hafi enn margt fram að færa fyrir ensku úrvalsdeildina og ég vil segja að hún sé fyrsti kostur hjá mér. Mér finnst ég eiga eitthvað óklárað þar og vil helst frá að spila þar aftur,“ sagði Sturridge. „Ég er tilbúinn til að spila í öðrum deildum svo að ég er ekki bara að skoða ensku úrvalsdeildina. Það væri góður kostur fyrir mig að koma aftur til Englands og gera mitt besta þar,“ sagði Sturridge. Daniel Sturridge segist eiga mikið eftir enn. Hann skoraði 4 mörk í 11 deildarleikjum með Trabzonspor. „Ég er mjög spenntur, hef aldrei verið hungraðri og er mjög einbeittur á næsta kafla á mínum ferli,“ sagði Sturridge. Sturridge verður 31 árs í næsta mánuði en hann hefur skorað 105 í 306 leikjum í enska boltanum með Manchester City, Chelsea, Bolton, Liverpool og West Brom. „Ég vil halda því fram að ég sé einn af betri kostunum fyrir liðin. Ég er með lausan samning og ég hef spilað fyrir mörg af stærstu félögum heimsins. Ég er klár í að hjálpa liði að ná árangri og vil fá að vera stór hluti af þeirra framtíðarplönum,“ sagði Sturridge. „Ég trúi því að það sé enn nóg eftir í þessum fótum. Ég hef vissulega verið lengi að en ég á nóg eftir,“ sagði Daniel Sturridge. Enski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Daniel Sturridge yfirgaf Liverpool og ensku úrvalsdeildina sem Evrópumeistari í júní 2019 en núna vill hann komast aftur til Englands. Daniel Sturridge er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa endað skyndilega tímabilið sitt með tyrkneska félaginu Trabzonspor þegar hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Sturridge hefur ekkert spilað síðan í mars en segist vera búinn að æfa vel á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sturridge fór í viðtal hjá Sky Sports og sagðist þar vera tilbúinn í næsta kafla á sínum ferli. "I really feel like I have unfinished business in the Premier League" @DanielSturridge is eyeing a return to England this summer More from the exclusive interview: https://t.co/t3H82QEX9M pic.twitter.com/XxHxJHRdQX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 11, 2020 „Ég á möguleika á því að spila út um allan heim en ég er enskur leikmaður og hef alltaf elskað að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Daniel Sturridge við Sky Sports. „Ég trúi því að ég hafi enn margt fram að færa fyrir ensku úrvalsdeildina og ég vil segja að hún sé fyrsti kostur hjá mér. Mér finnst ég eiga eitthvað óklárað þar og vil helst frá að spila þar aftur,“ sagði Sturridge. „Ég er tilbúinn til að spila í öðrum deildum svo að ég er ekki bara að skoða ensku úrvalsdeildina. Það væri góður kostur fyrir mig að koma aftur til Englands og gera mitt besta þar,“ sagði Sturridge. Daniel Sturridge segist eiga mikið eftir enn. Hann skoraði 4 mörk í 11 deildarleikjum með Trabzonspor. „Ég er mjög spenntur, hef aldrei verið hungraðri og er mjög einbeittur á næsta kafla á mínum ferli,“ sagði Sturridge. Sturridge verður 31 árs í næsta mánuði en hann hefur skorað 105 í 306 leikjum í enska boltanum með Manchester City, Chelsea, Bolton, Liverpool og West Brom. „Ég vil halda því fram að ég sé einn af betri kostunum fyrir liðin. Ég er með lausan samning og ég hef spilað fyrir mörg af stærstu félögum heimsins. Ég er klár í að hjálpa liði að ná árangri og vil fá að vera stór hluti af þeirra framtíðarplönum,“ sagði Sturridge. „Ég trúi því að það sé enn nóg eftir í þessum fótum. Ég hef vissulega verið lengi að en ég á nóg eftir,“ sagði Daniel Sturridge.
Enski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira