Ást er að fara í sund með makanum þrátt fyrir að þú hatir það Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. ágúst 2020 20:06 Egill Ploder þáttastjórnandi í Brennslunni svarar spurningum um ástina í viðtalsliðnum Ást er. Aðsend mynd Makamál fengu Egill Ploder, einn þriggja þáttastjórnanda Brennslunar á FM957, til að svara nokkrum vel völdum spurningum tengdum ástinni. Þegar Makamál spurðu hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu er aldeilis ekki skortur á svörum. Ég er þáttastjórnandi í Brennslunni á FM957, þáttastjórnandi samfélagsmiðlaþáttarins Burning Questions, markaðsmaður, leikari, ástríðukokkur, semi atvinnumaður í handbolta, byrjandi í golfi, fótboltamaður sem hefði getað náð lengra að eigin mati, amatör rafíþróttamaður og einhverskonar tónlistarmaður. Hvorki meira né minna. Egill er í sambandi með Thelmu Gunnarsdóttur og eru þau búin að vera saman í sjö ár. Heyrum hvað Egill hefur að segja um ástina og rómantík. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Klassískt svar en alvöru ræma! - The Notebook. Fyrsti kossinn: Var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Margir góðir hlutir sem geta gerst þar! Uppáhalds ástarsorgar power ballaðan mín er: Home með Michael Bublé. Ekki beint ástarsorgar power-ballaða. Sorry. Bara innilega gott ástarlag. Lagið 18 með hljómsveitinni One Direction segir Egill vera lag hans og kærustunnar Thelmu. Aðsend mynd Lagið „okkar“ er: Lagið 18 með One Direction. Þegar við byrjuðum saman var Thelma ekki mikill aðdáandi þessarar mögnuðu hljómsveitar. Það tók svo sem ekki langan tíma að ná henni yfir á vagninn og við höfum sungið saman með þessu lagi í 7 ár. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þarna kemur mjúki Ploder vel inn, jafnvel einfaldi Ploder líka. Ég myndi elda eitthvað rosalegt heima. Kveikja á kertum og horfa á góða kvikmynd. Stoppað í miðjunni fyrir rauðvín og osta. Thelma og Egill á góðri stundu. Aðsend mynd Uppáhaldsmaturinn minn: Einfalt. Alvöru schnitzel að hætti Jóhönnu Ploder, með miklu grænolíusalati og kartöflum. Dýfum í kollara. Fyrsta gjöfinni sem ég gaf kærustunni minni: Ég held alveg örugglega að fyrsta gjöfin sem ég gaf henni hafi verið hálsmen með nafninu hennar. Fáranlega rómantískt! Hún er reyndar búinn að týna því. Það er eins og það er. Fyrsta gjöfin sem kærastan mín gaf mér: Svartir Converse skór. Fáranlega rómantískt! Ég elska að: Gera það sem ég geri á hverjum degi. Kærastan mín er: Metnaðarfull, ákveðin, skemmtileg og sæt. Aðsend mynd Rómantískasti staður á landinu er: Heimilið mitt í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi! Ást er: Að fara í sund með makanum þrátt fyrir að þú hatir það. Aðsend mynd Ástin og lífið Ást er... Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Halló, ég elska þig! Hvenær byrjar maður að elska? Veit maður það strax? Eftir tvær vikur? Hvenær má segja ég elska þig? 10. ágúst 2020 20:00 Erna Dís: „Nauðsynlegt að vera ástfangnir vitleysingar“ Þegar við erum bara tvö og barnlaus finnst mér nauðsynlegt að taka frá tíma til að vera bara ástfangnir vitleysingar. Þetta segir Erna Dís þáttastjórnandi á FM957 í viðtalsliðnum Ást er. 30. júní 2020 20:47 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Makamál fengu Egill Ploder, einn þriggja þáttastjórnanda Brennslunar á FM957, til að svara nokkrum vel völdum spurningum tengdum ástinni. Þegar Makamál spurðu hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu er aldeilis ekki skortur á svörum. Ég er þáttastjórnandi í Brennslunni á FM957, þáttastjórnandi samfélagsmiðlaþáttarins Burning Questions, markaðsmaður, leikari, ástríðukokkur, semi atvinnumaður í handbolta, byrjandi í golfi, fótboltamaður sem hefði getað náð lengra að eigin mati, amatör rafíþróttamaður og einhverskonar tónlistarmaður. Hvorki meira né minna. Egill er í sambandi með Thelmu Gunnarsdóttur og eru þau búin að vera saman í sjö ár. Heyrum hvað Egill hefur að segja um ástina og rómantík. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Klassískt svar en alvöru ræma! - The Notebook. Fyrsti kossinn: Var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Margir góðir hlutir sem geta gerst þar! Uppáhalds ástarsorgar power ballaðan mín er: Home með Michael Bublé. Ekki beint ástarsorgar power-ballaða. Sorry. Bara innilega gott ástarlag. Lagið 18 með hljómsveitinni One Direction segir Egill vera lag hans og kærustunnar Thelmu. Aðsend mynd Lagið „okkar“ er: Lagið 18 með One Direction. Þegar við byrjuðum saman var Thelma ekki mikill aðdáandi þessarar mögnuðu hljómsveitar. Það tók svo sem ekki langan tíma að ná henni yfir á vagninn og við höfum sungið saman með þessu lagi í 7 ár. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Þarna kemur mjúki Ploder vel inn, jafnvel einfaldi Ploder líka. Ég myndi elda eitthvað rosalegt heima. Kveikja á kertum og horfa á góða kvikmynd. Stoppað í miðjunni fyrir rauðvín og osta. Thelma og Egill á góðri stundu. Aðsend mynd Uppáhaldsmaturinn minn: Einfalt. Alvöru schnitzel að hætti Jóhönnu Ploder, með miklu grænolíusalati og kartöflum. Dýfum í kollara. Fyrsta gjöfinni sem ég gaf kærustunni minni: Ég held alveg örugglega að fyrsta gjöfin sem ég gaf henni hafi verið hálsmen með nafninu hennar. Fáranlega rómantískt! Hún er reyndar búinn að týna því. Það er eins og það er. Fyrsta gjöfin sem kærastan mín gaf mér: Svartir Converse skór. Fáranlega rómantískt! Ég elska að: Gera það sem ég geri á hverjum degi. Kærastan mín er: Metnaðarfull, ákveðin, skemmtileg og sæt. Aðsend mynd Rómantískasti staður á landinu er: Heimilið mitt í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi! Ást er: Að fara í sund með makanum þrátt fyrir að þú hatir það. Aðsend mynd
Ástin og lífið Ást er... Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Halló, ég elska þig! Hvenær byrjar maður að elska? Veit maður það strax? Eftir tvær vikur? Hvenær má segja ég elska þig? 10. ágúst 2020 20:00 Erna Dís: „Nauðsynlegt að vera ástfangnir vitleysingar“ Þegar við erum bara tvö og barnlaus finnst mér nauðsynlegt að taka frá tíma til að vera bara ástfangnir vitleysingar. Þetta segir Erna Dís þáttastjórnandi á FM957 í viðtalsliðnum Ást er. 30. júní 2020 20:47 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Sönn íslensk makamál: Halló, ég elska þig! Hvenær byrjar maður að elska? Veit maður það strax? Eftir tvær vikur? Hvenær má segja ég elska þig? 10. ágúst 2020 20:00
Erna Dís: „Nauðsynlegt að vera ástfangnir vitleysingar“ Þegar við erum bara tvö og barnlaus finnst mér nauðsynlegt að taka frá tíma til að vera bara ástfangnir vitleysingar. Þetta segir Erna Dís þáttastjórnandi á FM957 í viðtalsliðnum Ást er. 30. júní 2020 20:47