Mikill viðbúnaður er nú nærri Stonehaven í Aberdeen-skírí Skotlands þar sem farþegalest virðist hafa farið af spornum. Fyrstu fregnir benda til þess að um alvarlegt slys sé að ræða.
Í frétt BBC segir að um 30 tæki viðbragðsaðila séu nú á vettvangi og mikill fjöldi viðbragðsaðila hafi brugðist við slysinu en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, lýsir slysinu sem mjög alvarlegu atviki á Twitter-síðu hennar.
This is an extremely serious incident. I’ve had an initial report from Network Rail and the emergency services and am being kept updated. All my thoughts are with those involved. https://t.co/veKAgMwZ36
— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) August 12, 2020
Á myndum frá vettvangi má sjá reyk stíga upp frá slysstað en svo virðist sem að um sé að ræða farþegalest með fjóra farþegavagna að því er fram kemur í frétt Sky News.
Þar segir að slysið sé rakið til einhvers konar jarðrasks en mikil úrkoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga.