Fjórði besti árangur Valdísar Þóru | Næsta mótið frestað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2020 13:30 Valdís Þóra gat leyft sér að brosa eftir að ná 4. besta árangri sínum um helgina. Mark Runnacles/Getty Images Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir náði sínum 4. besta árangri á South Africa Women´s Open mótinu sem fram hefur farið í Suður-Afríku síðustu daga. Valdís Þóra var í toppbaráttu mótsins framan af en eftir harða baráttu á lokahring mótsins sem leikinn var í gær þurfti hún að sætta sig við 7. sæti mótsins. Er það hennar 4. besti árangur á Evrópumótaröð kvenna en þó keppt sér í Suður-Afríku er mótið samt sem áður hluti af Evrópumótaröðinni. Fyrir hringinn í gær var Valdís fimm höggum á eftir efsta kylfingi mótsins. Tveir fuglar á fyrri níu holum dagsins þýddu að Valdís var allt í einu aðeins höggi á eftir toppsætinu. Tveir skollar á síðari níu gerðu hins vegar út um vonir hennar á sigri. Valdís lék síðasta hringinn á 72 höggum eða pari vallarins. Þýðir það að hún lék mótið allt á tveimur höggum undir pari og lauk þar með leik aðeins þremur höggum á eftir Alice Hewson sem vann mótið. Valdís hefur aðeins þrisvar náð betri árangri en hún hefur tvisvar sinnum endaði í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti. Næsta mót í Evrópumótaröð kvenna átti að fara fram í Sádi-Arabíu frá 19. til 22. mars en því hefur nú verið frestað vegna kórónuveirunnar. Bæði Valdís og Guðrún Brá Björgvinsdóttir áttu að taka þátt í mótinu. Reynt verður að halda mótið síðar á árinu en sem stendur er næsta mót þeirra Guðrúnar og Valdísar í Frakklandi frá 7. til 9. maí. Kylfingur.is greindi frá. Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra í toppbaráttu fyrir lokahringinn Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu fyrir lokadaginn á Opna Suður-Afríska mótinu í golfi. 14. mars 2020 14:15 Valdís Þóra í toppbaráttu í Suður-Afríku Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í toppbaráttu South Africa Women´s Open mótinu sem fram fer í Höfðaborg. 13. mars 2020 13:45 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir náði sínum 4. besta árangri á South Africa Women´s Open mótinu sem fram hefur farið í Suður-Afríku síðustu daga. Valdís Þóra var í toppbaráttu mótsins framan af en eftir harða baráttu á lokahring mótsins sem leikinn var í gær þurfti hún að sætta sig við 7. sæti mótsins. Er það hennar 4. besti árangur á Evrópumótaröð kvenna en þó keppt sér í Suður-Afríku er mótið samt sem áður hluti af Evrópumótaröðinni. Fyrir hringinn í gær var Valdís fimm höggum á eftir efsta kylfingi mótsins. Tveir fuglar á fyrri níu holum dagsins þýddu að Valdís var allt í einu aðeins höggi á eftir toppsætinu. Tveir skollar á síðari níu gerðu hins vegar út um vonir hennar á sigri. Valdís lék síðasta hringinn á 72 höggum eða pari vallarins. Þýðir það að hún lék mótið allt á tveimur höggum undir pari og lauk þar með leik aðeins þremur höggum á eftir Alice Hewson sem vann mótið. Valdís hefur aðeins þrisvar náð betri árangri en hún hefur tvisvar sinnum endaði í 3. sæti og einu sinni í 5. sæti. Næsta mót í Evrópumótaröð kvenna átti að fara fram í Sádi-Arabíu frá 19. til 22. mars en því hefur nú verið frestað vegna kórónuveirunnar. Bæði Valdís og Guðrún Brá Björgvinsdóttir áttu að taka þátt í mótinu. Reynt verður að halda mótið síðar á árinu en sem stendur er næsta mót þeirra Guðrúnar og Valdísar í Frakklandi frá 7. til 9. maí. Kylfingur.is greindi frá.
Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra í toppbaráttu fyrir lokahringinn Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu fyrir lokadaginn á Opna Suður-Afríska mótinu í golfi. 14. mars 2020 14:15 Valdís Þóra í toppbaráttu í Suður-Afríku Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í toppbaráttu South Africa Women´s Open mótinu sem fram fer í Höfðaborg. 13. mars 2020 13:45 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Valdís Þóra í toppbaráttu fyrir lokahringinn Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu fyrir lokadaginn á Opna Suður-Afríska mótinu í golfi. 14. mars 2020 14:15
Valdís Þóra í toppbaráttu í Suður-Afríku Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í toppbaráttu South Africa Women´s Open mótinu sem fram fer í Höfðaborg. 13. mars 2020 13:45