Enski boltinn

Twitter neyddist til að biðja Man. United af­sökunar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Phil Jones
Phil Jones vísir/getty

Phil Jones, varnarmaður Manchester United, hefur fengið afsökunarbeiðni frá Twitter eftir færslu samfélagsmiðilsins í gær.

Aðgangur Twiter tísti í gær þar sem þeir báðu notendur miðilsins að nefna betri leikmenn en Phil Jones, varnarmanns Manchester United.

Í reglum Twitter segir að það megi ekki setja eitthvað inn sem gæti skaðað eða sært annan aðila og má segja að miðillinn hafi farið gegn sínum eigin reglum þarna.

Man. United kvartaði til Twitter undan tístinu og nú hefur bæði Jones og United fengið afsökunarbeiðni. Tístinu hefur einnig verið eytt.

Jones, sem á 27 landsleiki á bakinu, hefur ekki spilað fótbolta síðan kórónuveiran skall á en hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá United að undanförnu.

Hann spilaði einungis tvo deildarleiki á tímabilinu og er líklegt að hann yfirgefi herbúðir United í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×