Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Eiður Þór Árnason skrifar 10. janúar 2020 08:00 Hér sést Öxnadalsheiði við talsvert betri aðstæður en í fyrrakvöld og traktor sambærilegur þeim sem Finnur notaði. Vegagerðin/Aðsend Starfsmenn Finns ehf og Motul á Akureyri létu ófærð ekki stoppa sig þegar ætluðu sér að flýja íslenska veturinn og skella sér í utanlandsferð á meðan óveður gekk yfir landið. Þegar það var útséð að þeir myndu ekki komast frá Akureyri til Keflavíkur vegna ófærðar á Öxnadalsheiði greip yfirmaður þeirra til þess ráðs að ryðja heiðina á eigin vegum. RÚV greindi fyrst frá. Á miðvikudagskvöld gerði Finnur Aðalbjörnsson sér lítið fyrir og fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir Öxnadalsheiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust á EM í handbolta og til Birmingham. Finnur Aðalbjörnsson, eigandi Finns ehf og hluthafi í Motul, kann vel við sig í snjónum.Aðsend Þaulvanur snjónum Finnur er ekki óvanur snjónum en samnefnt fyrirtæki hans er stórtækt í snjómokstri á Norðurlandi. Hann lagði þetta því til við Vegagerðina og var tekið vel í hugmyndina þar á bæ að hans sögn. „Ég þekki strákana sem moka heiðina og það var búið að stoppa þá af í mokstrinum út af veðri og ég talaði náttúrulega við þá líka. Ég ætlaði ekki að fara að gera eitthvað sem hefði verið vont bæði fyrir þá og Vegagerðina. Þetta var allt í fína lagi og allt í sátt og samlyndi.“ Að sögn Finns voru aðstæður á Öxnadalsheiðinni með versta móti þegar hann fór þar í gegn og jafnvel með því versta sem hann hafi séð. „Það var mjög slæmt. Veðrið, mikill snjór og rosa harður.“ Bílunum fjölgaði óvænt Verkið gekk þó vel og áður en hann vissi af var búið að fjölga verulega í bílalestinni. Þegar hann var kominn yfir heiðina taldi Finnur alls 23 bíla á eftir sér. „Ég ætlaði nú bara að fara með þessa fjóra bíla yfir sko, ekki neina fleiri.“ Finnur segist hafa verið um fjóra og hálfan tíma yfir heiðina í fyrra skiptið. Eftir það sneri hann við í Skagafirði og hjálpaði um sjö bílum til baka sem keyrðu á eftir honum norður. „Ég var miklu fljótari til baka því þá gat ég bara mokað sömu slóðina eftir mig. Þó að hún væri orðin full þá var snjórinn orðinn svo léttur að það var gott að blása.“ Vildi ekki skilja neinn eftir Hann segir að flestir bílarnir hafi verið vel búnir en þó hafi verið nokkur vandræði með einn þeirra sem var aðeins búinn eindrifi og fylgdi honum á leiðinni til baka. „Hann var bara alltaf fastur í slóðinni þó að það væri búið að moka, af því að hann sá ekki neitt. Hann keyrði út úr slóðinni og komst ekki inn í hana og við þurftum að hjálpa honum mjög oft á leiðinni.“ „Við gátum náttúrulega ekki skilið hann eftir þarna.“ Kom aftur heim níu klukkustundum síðar Finnur telur að klukkan hafi verið orðin um þrjú eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags þegar hann kom aftur til Akureyrar. Þá hafi verið liðnar um níu klukkustundir frá því að hann lagði af stað að heiman. Aðspurður segist Finnur vel geta hugsað sér að endurtaka leikinn. „Jájájá, það er alltaf gaman að fara í smá ævintýri maður. Það nennir enginn að horfa á vídeó öll kvöld eða DVD, maður verður eitthvað þreyttur á því.“ Akureyri Hörgársveit Samgöngur Veður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Starfsmenn Finns ehf og Motul á Akureyri létu ófærð ekki stoppa sig þegar ætluðu sér að flýja íslenska veturinn og skella sér í utanlandsferð á meðan óveður gekk yfir landið. Þegar það var útséð að þeir myndu ekki komast frá Akureyri til Keflavíkur vegna ófærðar á Öxnadalsheiði greip yfirmaður þeirra til þess ráðs að ryðja heiðina á eigin vegum. RÚV greindi fyrst frá. Á miðvikudagskvöld gerði Finnur Aðalbjörnsson sér lítið fyrir og fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir Öxnadalsheiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust á EM í handbolta og til Birmingham. Finnur Aðalbjörnsson, eigandi Finns ehf og hluthafi í Motul, kann vel við sig í snjónum.Aðsend Þaulvanur snjónum Finnur er ekki óvanur snjónum en samnefnt fyrirtæki hans er stórtækt í snjómokstri á Norðurlandi. Hann lagði þetta því til við Vegagerðina og var tekið vel í hugmyndina þar á bæ að hans sögn. „Ég þekki strákana sem moka heiðina og það var búið að stoppa þá af í mokstrinum út af veðri og ég talaði náttúrulega við þá líka. Ég ætlaði ekki að fara að gera eitthvað sem hefði verið vont bæði fyrir þá og Vegagerðina. Þetta var allt í fína lagi og allt í sátt og samlyndi.“ Að sögn Finns voru aðstæður á Öxnadalsheiðinni með versta móti þegar hann fór þar í gegn og jafnvel með því versta sem hann hafi séð. „Það var mjög slæmt. Veðrið, mikill snjór og rosa harður.“ Bílunum fjölgaði óvænt Verkið gekk þó vel og áður en hann vissi af var búið að fjölga verulega í bílalestinni. Þegar hann var kominn yfir heiðina taldi Finnur alls 23 bíla á eftir sér. „Ég ætlaði nú bara að fara með þessa fjóra bíla yfir sko, ekki neina fleiri.“ Finnur segist hafa verið um fjóra og hálfan tíma yfir heiðina í fyrra skiptið. Eftir það sneri hann við í Skagafirði og hjálpaði um sjö bílum til baka sem keyrðu á eftir honum norður. „Ég var miklu fljótari til baka því þá gat ég bara mokað sömu slóðina eftir mig. Þó að hún væri orðin full þá var snjórinn orðinn svo léttur að það var gott að blása.“ Vildi ekki skilja neinn eftir Hann segir að flestir bílarnir hafi verið vel búnir en þó hafi verið nokkur vandræði með einn þeirra sem var aðeins búinn eindrifi og fylgdi honum á leiðinni til baka. „Hann var bara alltaf fastur í slóðinni þó að það væri búið að moka, af því að hann sá ekki neitt. Hann keyrði út úr slóðinni og komst ekki inn í hana og við þurftum að hjálpa honum mjög oft á leiðinni.“ „Við gátum náttúrulega ekki skilið hann eftir þarna.“ Kom aftur heim níu klukkustundum síðar Finnur telur að klukkan hafi verið orðin um þrjú eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags þegar hann kom aftur til Akureyrar. Þá hafi verið liðnar um níu klukkustundir frá því að hann lagði af stað að heiman. Aðspurður segist Finnur vel geta hugsað sér að endurtaka leikinn. „Jájájá, það er alltaf gaman að fara í smá ævintýri maður. Það nennir enginn að horfa á vídeó öll kvöld eða DVD, maður verður eitthvað þreyttur á því.“
Akureyri Hörgársveit Samgöngur Veður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira