Rauði krossinn á Íslandi: Yfir 40 milljónir til Sýrlands í lok árs Heimsljós kynnir 9. janúar 2020 15:15 Frá Sýrlandi. Cynthia Lee Rauði krossinn á Íslandi varði rúmum 42 milljónum króna undir lok síðasta árs í þágu þolenda átakanna í Sýrlandi. Með framlögum frá almenningi, utanríkisráðuneytinu og af sjálfsaflafé Rauða krossins gat Rauði krossinn á Íslandi safnað fjármagni til þess að leggja mannúðarstarfi Alþjóðaráðs Rauða krossins lið og sent fimm sendifulltrúa til starfa á vettvangssjúkrahús Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Al Hol flóttamannabúðunum sem hafa mikið verið til umfjöllunar undanfarna mánuði. „Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu söfnun Rauða krossins, sem lauk 1. desember síðastliðinn, lið. Fjármagnið sem safnaðist verður notað til að halda áfram að tryggja grunnþarfir fólks í Sýrlandi sem hefur þurft að líða mikinn skort undanfarin ár þegar kemur að aðgangi að mat og hreinu drykkjarvatni, ásamt læknisaðstoð og lyfjum. Til þess að setja þessar tölur í samhengi er hægt að útvega 14.500 börnum mat í mánuð fyrir 42 milljónir króna og er aðstoðin og hver króna því mjög mikilvæg,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Með hjálp Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi undanfarið stutt við mannúðaraðgerðir sýrlenska Rauða hálfmánans og Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Sýrlandi, meðal annars í Al Hol búðunum í norðaustur Sýrlandi, en þar búa meira en 70 þúsund einstaklingar sem flúið hafa heimili sín vegna átaka, en um það bil helmingur íbúanna eru börn. Sýrlenski Rauði hálfmáninn sinnir umfangsmiklu hjálparstarfi í Sýrlandi og stýrir lykilhlutverki í samhæfingu alþjóðlegs hjálparstarfs í landinu og kemur stórum hluta hjálpargagna frá Sameinuðu þjóðunum í hendur þolenda átaka. Starfsfólk og sjálfboðaliðar sýrlenska Rauða hálfmánans eru 9.400 talsins og dreifast milli 59 deilda um allt Sýrland. Fimm íslenskir sendifulltrúar hafa farið til starfa á vettvangssjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hol búðunum í norðaustur Sýrlandi, en Elín Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og margreyndur sendifulltrúi er þar við störf á vegum Alþjóðaráðsins næstu vikurnar. Grípa hefur þurft til neyðaraðgerða í búðunum vegna verulegs skorts á vatni. Komið hefur verið upp matareldhúsi í búðunum svo íbúar hafi aðgang að heitri máltíð daglega. „Það er mjög brýnt að halda áfram að veita mannúðaraðstoð til þolenda átakanna í Sýrlandi,“ segir Atli. „Þarfirnar þar eru enn miklar og ekki sér fyrir enda átakanna í landinu. Síðan um miðjan desember hafa um 300.000 börn, konur og karlar orðið að flýja heimili sín í Idlib héraði Sýrland. Það eru skelfilegar tölur og samsvara nærri því íbúafjölda Íslands. Vonandi kemst friður á sem fyrst, en þangað til verður Rauði krossinn að standa vaktina því oft eru sjálfboðaliðar og starfsmenn hreyfingarinnar þeir einu sem komast með lífsbjargandi aðstoð síðasta kílómetrann til þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda.” Rauði krossinn hvetur deiluaðila til að virða líf almennra borgara, ásamt innviðum samfélaga og veita aðgang að mannúðaraðstoð í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög,“ segir í frétt frá samtökunum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Rauði krossinn á Íslandi varði rúmum 42 milljónum króna undir lok síðasta árs í þágu þolenda átakanna í Sýrlandi. Með framlögum frá almenningi, utanríkisráðuneytinu og af sjálfsaflafé Rauða krossins gat Rauði krossinn á Íslandi safnað fjármagni til þess að leggja mannúðarstarfi Alþjóðaráðs Rauða krossins lið og sent fimm sendifulltrúa til starfa á vettvangssjúkrahús Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Al Hol flóttamannabúðunum sem hafa mikið verið til umfjöllunar undanfarna mánuði. „Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu söfnun Rauða krossins, sem lauk 1. desember síðastliðinn, lið. Fjármagnið sem safnaðist verður notað til að halda áfram að tryggja grunnþarfir fólks í Sýrlandi sem hefur þurft að líða mikinn skort undanfarin ár þegar kemur að aðgangi að mat og hreinu drykkjarvatni, ásamt læknisaðstoð og lyfjum. Til þess að setja þessar tölur í samhengi er hægt að útvega 14.500 börnum mat í mánuð fyrir 42 milljónir króna og er aðstoðin og hver króna því mjög mikilvæg,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Með hjálp Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi undanfarið stutt við mannúðaraðgerðir sýrlenska Rauða hálfmánans og Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Sýrlandi, meðal annars í Al Hol búðunum í norðaustur Sýrlandi, en þar búa meira en 70 þúsund einstaklingar sem flúið hafa heimili sín vegna átaka, en um það bil helmingur íbúanna eru börn. Sýrlenski Rauði hálfmáninn sinnir umfangsmiklu hjálparstarfi í Sýrlandi og stýrir lykilhlutverki í samhæfingu alþjóðlegs hjálparstarfs í landinu og kemur stórum hluta hjálpargagna frá Sameinuðu þjóðunum í hendur þolenda átaka. Starfsfólk og sjálfboðaliðar sýrlenska Rauða hálfmánans eru 9.400 talsins og dreifast milli 59 deilda um allt Sýrland. Fimm íslenskir sendifulltrúar hafa farið til starfa á vettvangssjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hol búðunum í norðaustur Sýrlandi, en Elín Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og margreyndur sendifulltrúi er þar við störf á vegum Alþjóðaráðsins næstu vikurnar. Grípa hefur þurft til neyðaraðgerða í búðunum vegna verulegs skorts á vatni. Komið hefur verið upp matareldhúsi í búðunum svo íbúar hafi aðgang að heitri máltíð daglega. „Það er mjög brýnt að halda áfram að veita mannúðaraðstoð til þolenda átakanna í Sýrlandi,“ segir Atli. „Þarfirnar þar eru enn miklar og ekki sér fyrir enda átakanna í landinu. Síðan um miðjan desember hafa um 300.000 börn, konur og karlar orðið að flýja heimili sín í Idlib héraði Sýrland. Það eru skelfilegar tölur og samsvara nærri því íbúafjölda Íslands. Vonandi kemst friður á sem fyrst, en þangað til verður Rauði krossinn að standa vaktina því oft eru sjálfboðaliðar og starfsmenn hreyfingarinnar þeir einu sem komast með lífsbjargandi aðstoð síðasta kílómetrann til þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda.” Rauði krossinn hvetur deiluaðila til að virða líf almennra borgara, ásamt innviðum samfélaga og veita aðgang að mannúðaraðstoð í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög,“ segir í frétt frá samtökunum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent