Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2020 10:45 Drottningin er sögð í miklu uppnámi vegna ákvörðunar hjónanna og faðir og bróðir Harry eru sagðir vera þeim afar reiðir vegna málsins. vísir/epa Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. Slúðurblaðið The Sun býr til nokkurs konar nýyrði úr málinu með vísan til Brexit á forsíðu sinni í dag og kallar málið „Megxit.“ Blaðið kveðst hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, amma Harry, sé í miklu uppnámi vegna málsins og þá séu faðir hans, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, afar reiðir hjónunum. Á forsíðu slúðurblaðsins Daily Mail er síðan sagt frá því að drottningin sé þeim bálreið. Tomorrow's front page: Queen ‘deeply upset’ at Harry and Meghan’s Royal exit sparking ‘civil war’ – with Charles and Wills ‘incadescent with rage’ https://t.co/xo6t5qdpsOpic.twitter.com/ZYEfjlEmwN— The Sun (@TheSun) January 8, 2020 Ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar að gera hlutina eftir sínu höfði Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við neinn né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni í gær. Sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, ævisagnaritarar og blaðamenn hafa undanfarinn hálfan sólarhring greint stöðuna í breskum fjölmiðlum. Engum blöðum er um það fletta að þeir telja ákvörðun hjónanna stórmál auk þess sem það þykir afar undarlegt að þau hafi ekki leitað ráða hjá neinum eða upplýst neinn um hana. Er konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin með hjónin. Dickie Arbiter, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Buckingham-hallar, segir að svo virðist sem Harry og Meghan hafi þann háttinn á að gera hlutina eftir sínu höfði. Það sé ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar. Þá gagnrýnir hann þau fyrir þau áform að ætla að verja tíma sínum jafnt í Bretlandi og Norður-Ameríku. „Þau ætla að hafa annan fótinn í Kanada og hinn fótinn í Bretlandi. Hvernig á það að ganga upp? Þau tala um loftslagsbreytingar en ætla samt sem áður að vera að fljúga þvert yfir Atlantshafið á þotum,“ segir Arbiter. Hann segir að Harry hafi alist upp í fjölmiðlum og viti betur en nokkur annar hvernig eigi að höndla þá, en hjónin hafi átt í afar stormasömum samskiptum við gulu pressunni á Bretlandi og meðal annars höfðað mál gegn Mail on Sunday. „Meghan var leikkona. Leikarar og fólk sem starfar í leikhúsheiminum þrífst á athyglinni. Ég held að málið sé að Meghan fær það sem hún vill. Ég held að margir muni horfa á það sem hefur gerst og kenna henni um það hvernig hefur farið,“ segir Arbiter. „Algjörlega fáránlegt“ að ráðfæra sig ekki við neinn Sagnfræðiprófessorinn Kate Williams, sem hefur sérhæft sig í sögu bresku konungsfjölskyldunnar, segir að það verði erfitt fyrir Harry og Meghan að eiga eðlilegt líf þar sem fjölmiðlaathyglin muni aðeins aukast við þessa fordæmalausu ákvörðun þeirra. Hún segir Meghan og Harry alþjóðlegar stjörnur og bæði hafi þau verið fræg áður en þau gengu í hjónaband. Harry muni síðan koma til með að „skipta meira máli“ þegar fyrst faðir hans og síðan bróðir taka við embætti Bretakonungs. „Hann verður alltaf náinn konungsfjölskyldunni. Það verður erfitt fyrir þau að búa í Kanada í ákveðinn tíma og reyna að halda áfram sem venjulegir stjórnendur í góðgerðarsamtökum. Þau munu þurfa öryggisgæslu því ég sé ekki að fjölmiðlaathyglin muni dvína heldur aukast ef eitthvað er vegna þessarar fordæmalausu ákvörðunar,“ segir Williams. Penny Junor, sem ritað hefur ævisögur um meðlimi konungsfjölskyldunnar, segir málið minna á það þegar Díana prinsessa, mamma Harry, ákvað að hætta afskiptum af 50 góðgerðarsamtökum án þess að ráðfæra sig við neinn eftir að hún og Karl skildu. Þá segir Junor það „algjörlega fáránlegt“ ef Harry og Meghan hafi ekki ráðfært sig við neinn innan konungsfjölskyldunnar vegna ákvörðunarinnar. Ævisagnahöfundurinn Angela Levin segist telja að Englandsdrottning sé miður sín vegna málsins. „Drottningin mun vera í miklu uppnámi og ég held raunar að hún hafi hvorki hugrekki né viljann til þess að takast á við svona mál vegna hás aldurs. En Harry er einstaklingur sem getur tekið sínar eigin ákvarðanir. Sú staðreynd að hann er sá sjötti í röðinni til að erfa krúnuna þýðir að hann þarf ekki að mæta á jafnmarga opinbera viðburði og að hann þyrfti að gera ef hann væri framar í röðinni,“ segir hún.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Harry og Meghan fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, hafa ákveðið að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð. 8. janúar 2020 19:15 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. Slúðurblaðið The Sun býr til nokkurs konar nýyrði úr málinu með vísan til Brexit á forsíðu sinni í dag og kallar málið „Megxit.“ Blaðið kveðst hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, amma Harry, sé í miklu uppnámi vegna málsins og þá séu faðir hans, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, afar reiðir hjónunum. Á forsíðu slúðurblaðsins Daily Mail er síðan sagt frá því að drottningin sé þeim bálreið. Tomorrow's front page: Queen ‘deeply upset’ at Harry and Meghan’s Royal exit sparking ‘civil war’ – with Charles and Wills ‘incadescent with rage’ https://t.co/xo6t5qdpsOpic.twitter.com/ZYEfjlEmwN— The Sun (@TheSun) January 8, 2020 Ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar að gera hlutina eftir sínu höfði Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við neinn né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni í gær. Sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, ævisagnaritarar og blaðamenn hafa undanfarinn hálfan sólarhring greint stöðuna í breskum fjölmiðlum. Engum blöðum er um það fletta að þeir telja ákvörðun hjónanna stórmál auk þess sem það þykir afar undarlegt að þau hafi ekki leitað ráða hjá neinum eða upplýst neinn um hana. Er konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin með hjónin. Dickie Arbiter, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Buckingham-hallar, segir að svo virðist sem Harry og Meghan hafi þann háttinn á að gera hlutina eftir sínu höfði. Það sé ekki rétta leiðin innan konungsfjölskyldunnar. Þá gagnrýnir hann þau fyrir þau áform að ætla að verja tíma sínum jafnt í Bretlandi og Norður-Ameríku. „Þau ætla að hafa annan fótinn í Kanada og hinn fótinn í Bretlandi. Hvernig á það að ganga upp? Þau tala um loftslagsbreytingar en ætla samt sem áður að vera að fljúga þvert yfir Atlantshafið á þotum,“ segir Arbiter. Hann segir að Harry hafi alist upp í fjölmiðlum og viti betur en nokkur annar hvernig eigi að höndla þá, en hjónin hafi átt í afar stormasömum samskiptum við gulu pressunni á Bretlandi og meðal annars höfðað mál gegn Mail on Sunday. „Meghan var leikkona. Leikarar og fólk sem starfar í leikhúsheiminum þrífst á athyglinni. Ég held að málið sé að Meghan fær það sem hún vill. Ég held að margir muni horfa á það sem hefur gerst og kenna henni um það hvernig hefur farið,“ segir Arbiter. „Algjörlega fáránlegt“ að ráðfæra sig ekki við neinn Sagnfræðiprófessorinn Kate Williams, sem hefur sérhæft sig í sögu bresku konungsfjölskyldunnar, segir að það verði erfitt fyrir Harry og Meghan að eiga eðlilegt líf þar sem fjölmiðlaathyglin muni aðeins aukast við þessa fordæmalausu ákvörðun þeirra. Hún segir Meghan og Harry alþjóðlegar stjörnur og bæði hafi þau verið fræg áður en þau gengu í hjónaband. Harry muni síðan koma til með að „skipta meira máli“ þegar fyrst faðir hans og síðan bróðir taka við embætti Bretakonungs. „Hann verður alltaf náinn konungsfjölskyldunni. Það verður erfitt fyrir þau að búa í Kanada í ákveðinn tíma og reyna að halda áfram sem venjulegir stjórnendur í góðgerðarsamtökum. Þau munu þurfa öryggisgæslu því ég sé ekki að fjölmiðlaathyglin muni dvína heldur aukast ef eitthvað er vegna þessarar fordæmalausu ákvörðunar,“ segir Williams. Penny Junor, sem ritað hefur ævisögur um meðlimi konungsfjölskyldunnar, segir málið minna á það þegar Díana prinsessa, mamma Harry, ákvað að hætta afskiptum af 50 góðgerðarsamtökum án þess að ráðfæra sig við neinn eftir að hún og Karl skildu. Þá segir Junor það „algjörlega fáránlegt“ ef Harry og Meghan hafi ekki ráðfært sig við neinn innan konungsfjölskyldunnar vegna ákvörðunarinnar. Ævisagnahöfundurinn Angela Levin segist telja að Englandsdrottning sé miður sín vegna málsins. „Drottningin mun vera í miklu uppnámi og ég held raunar að hún hafi hvorki hugrekki né viljann til þess að takast á við svona mál vegna hás aldurs. En Harry er einstaklingur sem getur tekið sínar eigin ákvarðanir. Sú staðreynd að hann er sá sjötti í röðinni til að erfa krúnuna þýðir að hann þarf ekki að mæta á jafnmarga opinbera viðburði og að hann þyrfti að gera ef hann væri framar í röðinni,“ segir hún.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Harry og Meghan fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, hafa ákveðið að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð. 8. janúar 2020 19:15 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15
Harry og Meghan fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar Hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan, hafa ákveðið að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og verða fjárhagslega sjálfstæð. 8. janúar 2020 19:15