Austurrískur bæjarstjóri biðlar til Frozen-aðdáenda að halda sig fjarri Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2020 08:41 Bænum var bætt á heimsminjaskrá UNESCO árið 1997. Getty Straumur ferðamanna til austurríska alpabæjarins Hallstatt hefur stóraukist að undanförnu eftir að orðrómur fór á flug um að bærinn sé fyrirmynd Arendelle úr Frozen-myndunum. Hallstatt er að finna um sjötíu kílómetrum suðaustur af Salzburg og telja íbúarnir um 780. Bæjarbúar hafa síðustu áratugina búið við mikinn ferðamannafjölda, en aukningin er nú slík að um 10 þúsund manns heimsækja bæinn daglega, að því er fram kemur í frétt Independent. Bæjarstjórinn Alexander Scheutz segir að heimsóknir ferðamanna hafi að langstærstum hluta staðið yfir yfir sumarmánuðina og bærinn jafnan lagst í ákveðinn vetrardvala. Nú hafi hins vegar orðið mikil aukning yfir vetrarmánuðina, borið saman við fyrri ár. The town Arendelle was inspired by! pic.twitter.com/TJxTibfaAN— ᴍs. sᴄʜɪʟʟɪɴɢ (@crackheadpipes) January 7, 2020 Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki og er áætlað að um milljón manns heimsæki bæinn á hverju ári. Þar er meðal annars að finna eina elstu saltnámu í heimi, en staðsetning og umhverfi bæjarins þykja einstaklega fögur. „Markmiðið er að fækka um þriðjung,“ segir Scheutz í samtali við Times, en viðurkennir þó að bærinn hafi enga leið til að stöðva komu þeirra. „Hallstatt er mikilvægur hluti menningarsögunni, ekki safn.“ Arendelle í Frozen-myndunum. Þó að íbúar Hallstatt hafi vissulega hagnast að mörgu leyti á þessum mikla straumi ferðamanna, til að mynda að búðir geta haft opið allan ársins hring og skólar og menningarstofnanir eru enn starfræktar, ólíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum austurrískum smábæjum í Ölpunum, þá hefur það ekki einungis verið tekið út með sældinni. „Þetta er stórslys,“ segir Verena Lobisser, eigandi gistiheimilis í bænum, í samtali við Washington Post. „Margir telja í alvörunni að þetta sé skemmtigarður.“ Austurríki Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Straumur ferðamanna til austurríska alpabæjarins Hallstatt hefur stóraukist að undanförnu eftir að orðrómur fór á flug um að bærinn sé fyrirmynd Arendelle úr Frozen-myndunum. Hallstatt er að finna um sjötíu kílómetrum suðaustur af Salzburg og telja íbúarnir um 780. Bæjarbúar hafa síðustu áratugina búið við mikinn ferðamannafjölda, en aukningin er nú slík að um 10 þúsund manns heimsækja bæinn daglega, að því er fram kemur í frétt Independent. Bæjarstjórinn Alexander Scheutz segir að heimsóknir ferðamanna hafi að langstærstum hluta staðið yfir yfir sumarmánuðina og bærinn jafnan lagst í ákveðinn vetrardvala. Nú hafi hins vegar orðið mikil aukning yfir vetrarmánuðina, borið saman við fyrri ár. The town Arendelle was inspired by! pic.twitter.com/TJxTibfaAN— ᴍs. sᴄʜɪʟʟɪɴɢ (@crackheadpipes) January 7, 2020 Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki og er áætlað að um milljón manns heimsæki bæinn á hverju ári. Þar er meðal annars að finna eina elstu saltnámu í heimi, en staðsetning og umhverfi bæjarins þykja einstaklega fögur. „Markmiðið er að fækka um þriðjung,“ segir Scheutz í samtali við Times, en viðurkennir þó að bærinn hafi enga leið til að stöðva komu þeirra. „Hallstatt er mikilvægur hluti menningarsögunni, ekki safn.“ Arendelle í Frozen-myndunum. Þó að íbúar Hallstatt hafi vissulega hagnast að mörgu leyti á þessum mikla straumi ferðamanna, til að mynda að búðir geta haft opið allan ársins hring og skólar og menningarstofnanir eru enn starfræktar, ólíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum austurrískum smábæjum í Ölpunum, þá hefur það ekki einungis verið tekið út með sældinni. „Þetta er stórslys,“ segir Verena Lobisser, eigandi gistiheimilis í bænum, í samtali við Washington Post. „Margir telja í alvörunni að þetta sé skemmtigarður.“
Austurríki Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40