Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 23:15 Elísabet II Englandsdrottning, Meghan og Harry og Vilhjálmur og Katrín á góðri stund. Það er spurning hvort allt leiki í jafnmiklu lyndi nú. vísir/ap Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. Þannig létu þau hvorki Elísabetu II Englandsdrottningu, ömmu Harry, vita né Vilhjálm Bretaprins, bróður Harry, vita af því að þetta stæði til.Frá þessu er greint á vef BBC þar sem segir að meðlimir konungsfjölskyldunnar séu vonsviknir og sárir vegna ákvörðunarinnar. Talsmaður Buckingham-hallar sagði í kvöld að viðræður við hjónin um að þau myndu draga sig í hlé væru á byrjunarstigi. „Við skiljum að þau vilja gera aðra hluti en þetta eru flóknir hlutir sem tekur tíma að vinna úr,“ sagði talsmaður hallarinnar. Harry og Meghan hafa undanfarið átt í miklum deilum við fjölmiðla vegna þess sem þau vilja að meina að sé óvægin umfjöllun í þeirra garð og þá ekki hvað síst gagnvart hertogaynjunni. Þannig höfðaði Meghan mál gegn Mail on Sunday eftir að blaðið birti handskrifað bréf sem hún hafði skrifað föður sínum, en þau feðgin talast ekki við. Á sama tíma birti Harry yfirlýsingu þar sem hann sagði fjölmiðla leggja eiginkonu sína í einelti og líkti hegðuninni við það hvernig komið var fram við móður hans heitna, Díönu prinsessu. Þá vakti heimildarmynd um hjónin sem sýnd var í bresku sjónvarpi í október síðastliðnum mikla athygli. Þar opnuðu þau sig í viðtali og var til að mynda augljóst að það fékk á Meghan að ræða það hvaða áhrif hin mikla fjölmiðlaathygli hefur haft á hana eftir að hún eignaðist son sinn. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. Þannig létu þau hvorki Elísabetu II Englandsdrottningu, ömmu Harry, vita né Vilhjálm Bretaprins, bróður Harry, vita af því að þetta stæði til.Frá þessu er greint á vef BBC þar sem segir að meðlimir konungsfjölskyldunnar séu vonsviknir og sárir vegna ákvörðunarinnar. Talsmaður Buckingham-hallar sagði í kvöld að viðræður við hjónin um að þau myndu draga sig í hlé væru á byrjunarstigi. „Við skiljum að þau vilja gera aðra hluti en þetta eru flóknir hlutir sem tekur tíma að vinna úr,“ sagði talsmaður hallarinnar. Harry og Meghan hafa undanfarið átt í miklum deilum við fjölmiðla vegna þess sem þau vilja að meina að sé óvægin umfjöllun í þeirra garð og þá ekki hvað síst gagnvart hertogaynjunni. Þannig höfðaði Meghan mál gegn Mail on Sunday eftir að blaðið birti handskrifað bréf sem hún hafði skrifað föður sínum, en þau feðgin talast ekki við. Á sama tíma birti Harry yfirlýsingu þar sem hann sagði fjölmiðla leggja eiginkonu sína í einelti og líkti hegðuninni við það hvernig komið var fram við móður hans heitna, Díönu prinsessu. Þá vakti heimildarmynd um hjónin sem sýnd var í bresku sjónvarpi í október síðastliðnum mikla athygli. Þar opnuðu þau sig í viðtali og var til að mynda augljóst að það fékk á Meghan að ræða það hvaða áhrif hin mikla fjölmiðlaathygli hefur haft á hana eftir að hún eignaðist son sinn.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira