Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2020 19:00 Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Vegir voru víða ýmist ófærir eða lokaðir í dag. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Norðurlandi eystra, þar sem skyggni mjög lélegt og fyrir utan Akureyri mátti víða sjá yfirgefna bíla í vegkanti. Aflýsa þurfti flugferðum í morgun, bæði í Keflavík og innanlands. Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair ákveðið að flýta níu brottförum sem áætlaðar voru í fyrramálið. Þetta hefur áhrif á um 1.700 farþega og verða allar brottfarir rétt eftir miðnætti í kvöld. Talið er líklegt að flug raskist einnig á morgun og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með. Neyðarstjórn RARIK var virkjuð vegna óveðursins. „Við erum með fyrirtækið á hæsta viðbúnaðarstigi og við munum vera það út morgundaginn að minnsta kosti," segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Neyðarstjórnin var síðast virkjuð í óveðrinu í desember og er óvenjulegt að fyrirtækið fari tvisvar á svo skömmum tíma í hæsta viðbúnað. „Kerfið á Norðurlandi sérstaklega er svolítið laskað eftir þetta og við erum því kannski ennþá meira á varðbergi en venjulega," segir Helga. Ein rafmagnstruflun vegna seltu komm upp í Mýrdal í dag og er seltan eitt helsta áhyggjuefni RARIK næsta sólarhringinn. Mest var um rafmagnsleysi í Borgarfirði í morgun. Stuttar truflanir voru í nágrenni við Búðardal og einnig í Hörgársveit. Þá kom upp truflun í Norðfjarðarsveit og í Öræfum. „Þetta eru svona 2.400 viðskiptavinir sem hafa orðið rafmagnslausir í styttri eða lengri tíma. Þeir lengstu í upp í sjö til átta tíma," segir Helga. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Vegir voru víða ýmist ófærir eða lokaðir í dag. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Norðurlandi eystra, þar sem skyggni mjög lélegt og fyrir utan Akureyri mátti víða sjá yfirgefna bíla í vegkanti. Aflýsa þurfti flugferðum í morgun, bæði í Keflavík og innanlands. Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair ákveðið að flýta níu brottförum sem áætlaðar voru í fyrramálið. Þetta hefur áhrif á um 1.700 farþega og verða allar brottfarir rétt eftir miðnætti í kvöld. Talið er líklegt að flug raskist einnig á morgun og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með. Neyðarstjórn RARIK var virkjuð vegna óveðursins. „Við erum með fyrirtækið á hæsta viðbúnaðarstigi og við munum vera það út morgundaginn að minnsta kosti," segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Neyðarstjórnin var síðast virkjuð í óveðrinu í desember og er óvenjulegt að fyrirtækið fari tvisvar á svo skömmum tíma í hæsta viðbúnað. „Kerfið á Norðurlandi sérstaklega er svolítið laskað eftir þetta og við erum því kannski ennþá meira á varðbergi en venjulega," segir Helga. Ein rafmagnstruflun vegna seltu komm upp í Mýrdal í dag og er seltan eitt helsta áhyggjuefni RARIK næsta sólarhringinn. Mest var um rafmagnsleysi í Borgarfirði í morgun. Stuttar truflanir voru í nágrenni við Búðardal og einnig í Hörgársveit. Þá kom upp truflun í Norðfjarðarsveit og í Öræfum. „Þetta eru svona 2.400 viðskiptavinir sem hafa orðið rafmagnslausir í styttri eða lengri tíma. Þeir lengstu í upp í sjö til átta tíma," segir Helga.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira