Appelsínugular viðvaranir, vegalokanir og snjóflóð Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 10:13 Svona er staðan á viðvörunum veðurstofu á hádegi í dag. Skjáskot/veðurstofa íslands Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka þegar gildi og renna ekki út fyrr en síðdegis. Vindur nær hámarki norðaustan og austanlands frá hádegi í dag og þar til undir kvöld, að því er fram kemur í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búist er við hviðum allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum. Aðstæður verða mjög varasamar á vegum, þar sem hált er eða snjóþekja. Þá verður hríðarveður á Norðurlandi, víða 20-28 m/s og víðtækar samgöngutruflanir, einkum á Norðurlandi vestra. Ekkert ferðaveður verður í landshlutanum á meðan viðvörunin er í gildi, eða þar til klukkan 2 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að búið sé að loka veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur vegna mikils skafrennings og lélegs skyggnis. Þá er einnig lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem féll á veginn í morgun. Mælst er til þess að vegfarendur fylgist vel með veðurspám. Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli en enn er þó hvasst á svæðinu og Mosfellsheiði er enn lokuð, sem og Lyngdalsheiði og vegir í kringum Þingvallavatn. Þá er enn lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og ófært um Svínadal. Flestir vegir á Snæfellsnesi eru jafnframt ýmist ófærir eða lokaðir. Á Vestfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir og beðið verður með mokstur. Þá er vegum lokað á utanverðum Tröllaskaga vegna snjóflóðahættu en einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni og sumstaðar yfirgefnir bílar í vegkanti. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum. Gular viðvaranir eru jafnframt enn í gildi í öðrum landshlutum þangað til síðdegis í dag. Skólaakstur hefur raskast og þá féllu allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður í morgun. Veður Tengdar fréttir Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka þegar gildi og renna ekki út fyrr en síðdegis. Vindur nær hámarki norðaustan og austanlands frá hádegi í dag og þar til undir kvöld, að því er fram kemur í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búist er við hviðum allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum. Aðstæður verða mjög varasamar á vegum, þar sem hált er eða snjóþekja. Þá verður hríðarveður á Norðurlandi, víða 20-28 m/s og víðtækar samgöngutruflanir, einkum á Norðurlandi vestra. Ekkert ferðaveður verður í landshlutanum á meðan viðvörunin er í gildi, eða þar til klukkan 2 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að búið sé að loka veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur vegna mikils skafrennings og lélegs skyggnis. Þá er einnig lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem féll á veginn í morgun. Mælst er til þess að vegfarendur fylgist vel með veðurspám. Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli en enn er þó hvasst á svæðinu og Mosfellsheiði er enn lokuð, sem og Lyngdalsheiði og vegir í kringum Þingvallavatn. Þá er enn lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og ófært um Svínadal. Flestir vegir á Snæfellsnesi eru jafnframt ýmist ófærir eða lokaðir. Á Vestfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir og beðið verður með mokstur. Þá er vegum lokað á utanverðum Tröllaskaga vegna snjóflóðahættu en einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni og sumstaðar yfirgefnir bílar í vegkanti. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum. Gular viðvaranir eru jafnframt enn í gildi í öðrum landshlutum þangað til síðdegis í dag. Skólaakstur hefur raskast og þá féllu allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður í morgun.
Veður Tengdar fréttir Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50