Guaidó komst inn í þinghúsið ásamt hópi þingmanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 16:30 Hermenn komu í veg fyrir að Guaidó kæmist inn í þinghúsið þegar atkvæði voru greidd um þingforseta á sunnudag. AP/Andrea Hernández Briceño Hópi um hundrað stjórnarandstöðuþingmanna undir forystu Juans Guaidó, annar þeirra tveggja sem gera tilkall til embættis þingforseta, brutu sér leið í gegnum röð þjóðvarðliða og inn í þinghús Venesúela í dag. Þingfundi undir stjórn fulltrúa ríkisstjórnar Nicolásar Maduro forseta var þá nýlokið. Guaidó var meinaður aðgangur að þinghúsinu á sunnudag þegar til stóð að greiða atkvæði um þingforseta. Stjórnarþingmenn sættu þá lags og kusu Luis Parra nýjan þingforseta í stað Guaidó. Stjórnarandstaðan hefur sakað Parra um „þinglegt valdarán“. Þingið er eina stofnun ríkisins sem Maduro hefur ekki haft stjórn á undanfarið. Í krafti embættis síns hefur Guaidó gert tilkall til þess að vera talinn réttmætur forseti Venesúela þar sem Maduro hafi verið endurkjörinn með ólögmætum hætti árið 2018. Mörg vestræn og rómönsk amerísk ríki hafa viðurkennt Guaidó sem forseta. Guaidó ætlaði að stýra þingfundi í dag þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu á sunnudag. Stuðningsmenn hans á þingi héldu atkvæðagreiðslu á skrifstofu stjórnarandstöðublaðs á sunnudag þar sem þeir sögðust hafa endurkjörið hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Guaidó og þingmennirnir hafi komist í gegnum nokkra öryggispunkta á leið sinni að þinghúsinu en röð þjóðvarðliða í óeirðarbúningum lokaði leið þeirra inn í það. Eftir um þrjátíu mínútna orðaskak þröngvuðu þingmennirnir sér fram hjá vörðunum. Þá var þingfundi undir stjórn Parra hins vegar lokið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Parra hefur sagst ætla að leggja áherslu á að stofna nýja kjörstjórn sem á að hafa umsjón með frjálsum kosningum. Venesúela Tengdar fréttir Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hópi um hundrað stjórnarandstöðuþingmanna undir forystu Juans Guaidó, annar þeirra tveggja sem gera tilkall til embættis þingforseta, brutu sér leið í gegnum röð þjóðvarðliða og inn í þinghús Venesúela í dag. Þingfundi undir stjórn fulltrúa ríkisstjórnar Nicolásar Maduro forseta var þá nýlokið. Guaidó var meinaður aðgangur að þinghúsinu á sunnudag þegar til stóð að greiða atkvæði um þingforseta. Stjórnarþingmenn sættu þá lags og kusu Luis Parra nýjan þingforseta í stað Guaidó. Stjórnarandstaðan hefur sakað Parra um „þinglegt valdarán“. Þingið er eina stofnun ríkisins sem Maduro hefur ekki haft stjórn á undanfarið. Í krafti embættis síns hefur Guaidó gert tilkall til þess að vera talinn réttmætur forseti Venesúela þar sem Maduro hafi verið endurkjörinn með ólögmætum hætti árið 2018. Mörg vestræn og rómönsk amerísk ríki hafa viðurkennt Guaidó sem forseta. Guaidó ætlaði að stýra þingfundi í dag þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu á sunnudag. Stuðningsmenn hans á þingi héldu atkvæðagreiðslu á skrifstofu stjórnarandstöðublaðs á sunnudag þar sem þeir sögðust hafa endurkjörið hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Guaidó og þingmennirnir hafi komist í gegnum nokkra öryggispunkta á leið sinni að þinghúsinu en röð þjóðvarðliða í óeirðarbúningum lokaði leið þeirra inn í það. Eftir um þrjátíu mínútna orðaskak þröngvuðu þingmennirnir sér fram hjá vörðunum. Þá var þingfundi undir stjórn Parra hins vegar lokið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Parra hefur sagst ætla að leggja áherslu á að stofna nýja kjörstjórn sem á að hafa umsjón með frjálsum kosningum.
Venesúela Tengdar fréttir Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55