Flýja húsin sín í Púertó Ríkó Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 14:53 Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. AP/Carlos Giusti Minnst einn er látinn og átta slasaðir eftir að jarðskjálfti skók Púertó Ríkó í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. Í raun hafa skjálftar verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember og sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir um hvenær þeim ljúki eða hvort von sé á stærri skjálftum. Fyrstu mælingar gáfu í skyn að skjálftinn hefði verið 6,6 stig en nánari skoðun leiddi í ljóst að hann var 6,4. Einn eftirskjálftanna mældist sex stig. Fjöldi bygginga hefur skemmst og jafnvel hrunið vegna skjálftanna og hefur það, auk óvissunnar, leitt til þess að fjölmargir treysta sér ekki til að halda til í húsum sínum. Þá hafa sjúklingar verið fluttir út af sjúkrahúsum og er verið að hlúa að þeim út á götu. Þá hafa aldraðir íbúar hjúkrunarheimila einnig víða verið færðir út af ótta við hrun húsa. A photo worth 1000 words - Hospital patients taken out because of distrust in the structure's reliability #PuertoRicoEarthquakepic.twitter.com/Zud9uKZFf6— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Sá sem lést var 77 ára gamall og dó hann þegar veggur hrundi á hann. Mestar skemmdir urðu á suðurhluta Púertó Ríkó en skjálftinn mældist skammt suður af eyjunni. Þá er rafmagnslaust víða og vegir skemmdir og ófærir vegna skriða. Blaðamenn AP ræddu við nokkra íbúa sem segja öngþveiti hafa myndast í umferð þar sem íbúar reyni að flýja svæðið. Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur skipað opinberum starfsmönnum að halda sér heima og hvatt fólk til að sýna stillingu. My family in #PuertoRico woke up to this scene on January 7th, 2020 #PuertoRicoEarthquake Take a look at school in Guanica, PR pic.twitter.com/NSOSyqPISy— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Púertó Ríkó Tengdar fréttir Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Minnst einn er látinn og átta slasaðir eftir að jarðskjálfti skók Púertó Ríkó í nótt. Skjálftinn mældist 6,4 stig og honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar. Í raun hafa skjálftar verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember og sérfræðingar segja ómögulegt að spá fyrir um hvenær þeim ljúki eða hvort von sé á stærri skjálftum. Fyrstu mælingar gáfu í skyn að skjálftinn hefði verið 6,6 stig en nánari skoðun leiddi í ljóst að hann var 6,4. Einn eftirskjálftanna mældist sex stig. Fjöldi bygginga hefur skemmst og jafnvel hrunið vegna skjálftanna og hefur það, auk óvissunnar, leitt til þess að fjölmargir treysta sér ekki til að halda til í húsum sínum. Þá hafa sjúklingar verið fluttir út af sjúkrahúsum og er verið að hlúa að þeim út á götu. Þá hafa aldraðir íbúar hjúkrunarheimila einnig víða verið færðir út af ótta við hrun húsa. A photo worth 1000 words - Hospital patients taken out because of distrust in the structure's reliability #PuertoRicoEarthquakepic.twitter.com/Zud9uKZFf6— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020 Sá sem lést var 77 ára gamall og dó hann þegar veggur hrundi á hann. Mestar skemmdir urðu á suðurhluta Púertó Ríkó en skjálftinn mældist skammt suður af eyjunni. Þá er rafmagnslaust víða og vegir skemmdir og ófærir vegna skriða. Blaðamenn AP ræddu við nokkra íbúa sem segja öngþveiti hafa myndast í umferð þar sem íbúar reyni að flýja svæðið. Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur skipað opinberum starfsmönnum að halda sér heima og hvatt fólk til að sýna stillingu. My family in #PuertoRico woke up to this scene on January 7th, 2020 #PuertoRicoEarthquake Take a look at school in Guanica, PR pic.twitter.com/NSOSyqPISy— Eddie M. Guerra (@eddiemguerra) January 7, 2020
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Sterkur skjálfti skekur Púertó Ríkó Sterkur skjálfti skók Púertó Ríkó nú í morgun og mældist hann 6,6 stig. 7. janúar 2020 09:12