Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 06:55 Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu um tíma í kvöld. Skjáskot/veðurstofan Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfarið snýst vindur í suðvestan storm eða rok með éljum á sunnanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norður- og Austurlandi í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag og þar fer að lægja seinni partinn. Samkvæmt spám tekur gul hríðarviðvörun gildi á svæðinu strax klukkan níu og stendur þar til seint í kvöld. Þá er búist við vestanhríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningi og mjög litlu skyggni á köflum. Þá gæti færð spillst í höfuðborginni síðdegis og þangað til á morgun. Stormviðvaranir eru annars í gildi í öðrum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar er víða varað við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/s, en vindur verður á flestum stöðum allt að 25 m/s. Þá er fólk almennt beðið að huga að lausamunum og víða er ekkert ferðaveður. Upplýsingar um stöðu viðvarana á landinu má finna á vef Veðurstofunnar. Á morgun má búast við vestanátt, 18-25 m/s, og éljum en úrkomulítið verður austanlands. Frost núll til fimm stig. Þá lægir nokkuð annað kvöld en aftur verður stormur vestantil á landinu á fimmtudag með áframhaldandi éljagangi. Einar Sveinbjörnsson verðurfræðingur hjá Bliku ræddi veðrið framundan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost. Á fimmtudag: Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar. Á laugardag: Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu. Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfarið snýst vindur í suðvestan storm eða rok með éljum á sunnanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norður- og Austurlandi í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag og þar fer að lægja seinni partinn. Samkvæmt spám tekur gul hríðarviðvörun gildi á svæðinu strax klukkan níu og stendur þar til seint í kvöld. Þá er búist við vestanhríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningi og mjög litlu skyggni á köflum. Þá gæti færð spillst í höfuðborginni síðdegis og þangað til á morgun. Stormviðvaranir eru annars í gildi í öðrum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar er víða varað við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/s, en vindur verður á flestum stöðum allt að 25 m/s. Þá er fólk almennt beðið að huga að lausamunum og víða er ekkert ferðaveður. Upplýsingar um stöðu viðvarana á landinu má finna á vef Veðurstofunnar. Á morgun má búast við vestanátt, 18-25 m/s, og éljum en úrkomulítið verður austanlands. Frost núll til fimm stig. Þá lægir nokkuð annað kvöld en aftur verður stormur vestantil á landinu á fimmtudag með áframhaldandi éljagangi. Einar Sveinbjörnsson verðurfræðingur hjá Bliku ræddi veðrið framundan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost. Á fimmtudag: Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar. Á laugardag: Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu.
Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira