Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um alvarlega kynferðislega árás í réttarhöldum sem hefjast í New York í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa sakað um kynferðislega áreitni eða ofbeldi.
Málið er rekið fyrir ríkisdómstól á Manhattan. Til stendur að velja kviðdóm í máli Weinstein, sem neitar allri sök, á morgun. Sérfræðingar telja að það gæti reynst þrautinni þyngri í ljósi fjölmiðlafársins í kringum málið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir.
Mimi Haleyi, fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakar Weinstein um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi árið 2006. Saksóknarar ákærður Weinstein einnig fyrir að nauðga annarri konu sem hefur ekki verið nafngreind opinberlega árið 2013. Weinstein heldur því fram að kynferðislegt samband hans við konunnar hafi verið með vilja þeirra.
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York

Tengdar fréttir

Stefnir í umdeilt samkomlag á milli Weinstein og fórnarlamba
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur komist að samkomulagi við hóp kvenna sem hafa sakað hann um kynferðislegt ofbeldi.

Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus.

Lögmaður fórnarlamba Weinstein fær hærri greiðslu en fórnarlömbin
Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt.