Stöðvum hringrás ósýnileikans Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 5. janúar 2020 16:30 Þegar kemur að ráðningum í stjórnunarstöður á almennum markaði er gjarnan beitt svokölluðum hausaveiðaraaðferðum eða “head hunting”. Þá er leitað í tengslanetið og ráðningarstofur eru beðnar um að skima eftir heppilegum einstaklingum til að taka að sér tiltekin störf. Störf innan opinbera geirans lúta öðrum lögmálum, þar sem kröfur eru til auglýsinga á þeim, þó að á því séu undantekningar eins og ráðningar í tvær ráðuneytisstjórastöður nú nýlega bera með sér. Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér hvort að sýnileiki einstaklinga fram að ráðningu í stjórnunarstöður skiptir máli eða ekki. Sýnileiki er einfaldlega mikilvæg breyta þegar kemur að því leita að hæfu fólki í stjórnendastöður. Þegar rætt hefur verið við fjölmiðlafólk sem er mótfallið því að áherslur séu á jöfn kynjahlutföll þegar kemur að vali á viðmælendum í fréttum og fréttatengdum þáttum hafa komið fram þau rök að það sé eðlilegt að kynjahlutföll viðmælenda endurspegli kynjahlutföll stjórnenda, ráðherra, kauphallarforstjóra sveitar- og borgarstjóra o.s.frv. Það er einmitt rót vandans. Á meðan sýnileiki einstaklinga í fjölmiðlum takmarkast við þann hóp einstaklinga sem nú þegar skipar æðstu stjórnunarstöður, eru mun minni líkur á því að breytingar verði þar á. Það er einfaldlega haldið áfram að hræra í sama pottinum með sama fólkinu sem færist á milli stjórnunarstarfa þegar það hefur setið hæfilega lengi á einum stað. Lítil endurnýjun verður vegna m.a. skorts á sýnileika nýrra aðila sem búa yfir miklum hæfileikum. Leiðum breytinguna saman Það þarf að finna nýjar markvissar leiðir til að fjölga í hópi þeirra sem koma til greina í hin ýmsu störf í samfélaginu. Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er hreyfiafl sem stendur fyrir breytingum sem nauðsynlegar eru til að bæta samfélagið með aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu, öllum til hagsbóta. Rannsóknir hafa sýnt fram á að aukinn fjölbreytileiki leiði til betri ákvarðanatöku sem bætir samkeppnisstöðu fyrirtækja og þjóða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að auka sýnileikann og auka þannig líkurnar á því að kynjahlutföllin jafnist í öllum atvinnugreinum. Ávinningurinn af því að brjóta upp þessa hringrás ósýnileika kvenna, bæði í fjölmiðlum og í æðstu stjórnunarstöðum er lykilatriði til að ná nauðsynlegum fjölbreytileika. Í lok árs 2019 gerði FKA óformlega könnun meðal fréttamanna á ljósvakamiðlum þar sem kallað var eftir áliti þeirra á því í hvaða starfsgreinum væri oftast vart við skort á konum sem viðmælendum. Níu starfsgreinar voru oftast nefndar; sjávarútvegur, upplýsingatækni, upplýsingaöryggi, orkumál, íþróttir, viðskipti, nýsköpun, vísindi og stjórnmál. Nú er komið að aðgerðum og verkin látin tala á árinu 2020. Við getum hætt að bíða eftir að breytingarnar komi af náttúrulegum ástæðum. FKA hefur skrifað undir þriggja ára samstarfssamning við RÚV þar sem ætlað er að auka hlut kvenna sem viðmælenda í fréttum og fréttatengdum þáttum. Boðið verður uppá hagnýtt viðmælendanámskeið í byrjun febrúar þar sem reyndir einstaklingar úr ljósvakamiðlum sjá um framkvæmd verkefnisins. Námskeiðið byggir á reynslu sambærilegra námskeiða sem haldin hafa verið fyrir ýmsa hópa í atvinnulífinu og MBA nema við Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður þátttaka í verkefninu sérstaklega boðin þeim konum sem falla undir framangreindar starfsgreinar, óháð félagsaðild í FKA og er skráning í fjölmiðlaþjálfunina opin til og með 8. janúar 2020 á www.fka.is. Leiðum breytinguna saman og hvetjum hæfar konur til að sækja um - samfélaginu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að ráðningum í stjórnunarstöður á almennum markaði er gjarnan beitt svokölluðum hausaveiðaraaðferðum eða “head hunting”. Þá er leitað í tengslanetið og ráðningarstofur eru beðnar um að skima eftir heppilegum einstaklingum til að taka að sér tiltekin störf. Störf innan opinbera geirans lúta öðrum lögmálum, þar sem kröfur eru til auglýsinga á þeim, þó að á því séu undantekningar eins og ráðningar í tvær ráðuneytisstjórastöður nú nýlega bera með sér. Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér hvort að sýnileiki einstaklinga fram að ráðningu í stjórnunarstöður skiptir máli eða ekki. Sýnileiki er einfaldlega mikilvæg breyta þegar kemur að því leita að hæfu fólki í stjórnendastöður. Þegar rætt hefur verið við fjölmiðlafólk sem er mótfallið því að áherslur séu á jöfn kynjahlutföll þegar kemur að vali á viðmælendum í fréttum og fréttatengdum þáttum hafa komið fram þau rök að það sé eðlilegt að kynjahlutföll viðmælenda endurspegli kynjahlutföll stjórnenda, ráðherra, kauphallarforstjóra sveitar- og borgarstjóra o.s.frv. Það er einmitt rót vandans. Á meðan sýnileiki einstaklinga í fjölmiðlum takmarkast við þann hóp einstaklinga sem nú þegar skipar æðstu stjórnunarstöður, eru mun minni líkur á því að breytingar verði þar á. Það er einfaldlega haldið áfram að hræra í sama pottinum með sama fólkinu sem færist á milli stjórnunarstarfa þegar það hefur setið hæfilega lengi á einum stað. Lítil endurnýjun verður vegna m.a. skorts á sýnileika nýrra aðila sem búa yfir miklum hæfileikum. Leiðum breytinguna saman Það þarf að finna nýjar markvissar leiðir til að fjölga í hópi þeirra sem koma til greina í hin ýmsu störf í samfélaginu. Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er hreyfiafl sem stendur fyrir breytingum sem nauðsynlegar eru til að bæta samfélagið með aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu, öllum til hagsbóta. Rannsóknir hafa sýnt fram á að aukinn fjölbreytileiki leiði til betri ákvarðanatöku sem bætir samkeppnisstöðu fyrirtækja og þjóða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að auka sýnileikann og auka þannig líkurnar á því að kynjahlutföllin jafnist í öllum atvinnugreinum. Ávinningurinn af því að brjóta upp þessa hringrás ósýnileika kvenna, bæði í fjölmiðlum og í æðstu stjórnunarstöðum er lykilatriði til að ná nauðsynlegum fjölbreytileika. Í lok árs 2019 gerði FKA óformlega könnun meðal fréttamanna á ljósvakamiðlum þar sem kallað var eftir áliti þeirra á því í hvaða starfsgreinum væri oftast vart við skort á konum sem viðmælendum. Níu starfsgreinar voru oftast nefndar; sjávarútvegur, upplýsingatækni, upplýsingaöryggi, orkumál, íþróttir, viðskipti, nýsköpun, vísindi og stjórnmál. Nú er komið að aðgerðum og verkin látin tala á árinu 2020. Við getum hætt að bíða eftir að breytingarnar komi af náttúrulegum ástæðum. FKA hefur skrifað undir þriggja ára samstarfssamning við RÚV þar sem ætlað er að auka hlut kvenna sem viðmælenda í fréttum og fréttatengdum þáttum. Boðið verður uppá hagnýtt viðmælendanámskeið í byrjun febrúar þar sem reyndir einstaklingar úr ljósvakamiðlum sjá um framkvæmd verkefnisins. Námskeiðið byggir á reynslu sambærilegra námskeiða sem haldin hafa verið fyrir ýmsa hópa í atvinnulífinu og MBA nema við Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður þátttaka í verkefninu sérstaklega boðin þeim konum sem falla undir framangreindar starfsgreinar, óháð félagsaðild í FKA og er skráning í fjölmiðlaþjálfunina opin til og með 8. janúar 2020 á www.fka.is. Leiðum breytinguna saman og hvetjum hæfar konur til að sækja um - samfélaginu til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun