Xander Schauffele leiðir með einu höggi á Tournament of Champions sem fer fram í Havaí um helgina.
Schauffele lék ekki sinn besta hring í nótt en hann spilaði á 71 höggi. Fyrri hringi hafði hann leikið á 69 og 69 en það kom ekki að sök því hann hélt forystunni.
Justin Thomas, meistarinn frá því árið 2017, er kominn upp í annað sætið en hann er á tíu höggum undir pari, höggi á eftir Schauffele.
Hole-in-one?
— PGA TOUR (@PGATOUR) January 4, 2020
¯\_(ツ)_/¯ pic.twitter.com/AXnXvrMPRL
Í þriðja sætinu er svo Gary Woodland en hann er á átta höggum undir pari.
Útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 23.00 á Stöð 2 Golf í kvöld.
Sunday's final pairing @Sentry_TOC:@XSchauffele@JustinThomas34pic.twitter.com/QkPU3OEBPi
— PGA TOUR (@PGATOUR) January 5, 2020