Elskaði hverja mínútu og upplifði sorg við starfslokin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2020 07:00 Björg Jónasdóttir vann sem flugfreyja öll sín fullorðinsár og langaði aldrei að starfa við eitthvað annað. Vísir/Vilhelm „Það var aldrei neitt annað sem kom til greina fyrir mig, annað en að verða flugfreyja,“ segir Björg Jónasdóttir, sem flaug sitt síðasta flug með Icelandair á dögunum eftir meira en 47 ár í starfi. Björg hefur upplifað sorgartilfinningar í kringum starfslok sín en ætlar að leita sér að nýjum ævintýrum. Hún vonar að í framtíðinni verði lífaldur flugfreyja og -þjóna í starfi hækkaður. „Ég las bækur þegar ég var yngri sem hún mamma átti um Beverly Gray sem var flugfreyja. Ég heillaðist svo af flugfreyjuheiminum, ferðalögunum og ævintýrunum að ég ákvað það þegar ég var bara stelpa að ég vildi verða flugfreyja,“ segir Björg. „Ég hef elskað hverja mínútu. Ég fann mína áststríðu í þessu starfi.” Bjargað frá veseni Blaðamaður hittir Björgu í fallegu íbúðinni hennar á Ægisíðunni en Björg og eiginmaður hennar Halldór eiga einnig fallegt einbýlishús við Mývatn. Húsið var eitt sinn valið fallegasta heimili á Íslandi. Björg segir að henni líði best heima á Íslandi en ferðalögin toga alltaf í hana. Hún var bara táningur þegar hún flutti utan með fjölskyldunni. „Þegar ég var 16 ára flytja foreldrar mínir til Spánar, þetta var árið 1968. Ég varð alveg brjáluð og vildi ekki fara því þá var ég byrjuð að djamma. Ég held að þau hafi þarna bjargað mér frá einhverju veseni, í mér blundar nefnilega villingur.“ Björg lenti í ýmsum ævintýrum á meðan þau bjuggu erlendis og skapaði sér ómetanlegar minningar. „Við flytjum til Barcelona og þaðan til Mallorca en síðan fer ég að flakka og fer til Frakklands og er au-pair um tíma, fararstjóri og ýmislegt fleira. Ég fór líka í nám hálfan vetur í amerískum skóla í Barcelona.“ Þau fluttu aftur heim til Íslands árið 1971 og draumur Bjargar rættist svo loksins árið 1972 þegar hún byrjaði fyrst að starfa sem flugfreyja. Mamma sótti um fyrir mig í flugfreyjustarfið, sjálfsmat mitt var þá þannig að ég hélt að ég ætti ekki möguleika. Þegar bréfið kom þá lá ég fárveik heima og náði ekki einu sinni að fagna. Björg Jónasdóttir í flugfreyjubúningnum. Myndin er tekin árið 1972.Mynd úr einkasafni Mikil breyting að byrja á breiðþotu Fyrstu árin sem flugfreyja upplifði Björg mörg ævintýri. Hún segir að á þessum tíma hafi flugfreyjur alltaf verið aðeins á undan hvað tísku og strauma varðar og oft átt „allt það nýjasta.“ Starfið hefur breyst mikið í gegnum árin en þessar breytingar hafa flest allar verið jákvæðar að mati Bjargar. „Mesta breytingin fannst mér þegar sameiningin varð. Út úr þessum tveimur fyrirtækjum varð að mér fannst svona alvöru fyrirtæki. Þessi tvö voru bara flott saman. Sameiningin varð á borði 1973, en flugflotinn og áhafnir sameinuðust 1980. Fyrst eftir þá sameiningu flugum við í einkennisfötum okkar, það er bláa lit Loftleiða og rauða lit Flugfélagsins. Um tíma flugum við síðan öll innanlands á F2.“ Björg segir að það hafi líka breytt miklu þegar skipt var um flugvélar og nýjum bætt við flotann. „Það voru miklar breytingar að fara af DC8 og síðan líka Boeing 727, yfir í Boeing 737, 757 og 767. DC10 var einnig hjá okkur um tíma, okkar fyrsta breiðþota. Það var svo gaman, því þá vorum við komin á breiðþotu sem það kallast þegar það eru tveir gangar í farþegarýminu. Eldhúsið var niðri í kjallara. Farangursgeymslan var sitthvoru megin við og svo var lyfta niður. Það var ótrúlega gaman að vera í eldhúsinu að ráðskast þar. Ekki að maður væri að forðast farþegana, þetta var bara öðruvísi.“ Langaði að vinna í Max vél Björg hefur augljóslega mjög sterk tengsl við sinn fyrrum vinnustað og notar hún orðið „við“ þegar hún talar um Icelandair. Hún ljómar þegar hún lýsir stærri flugvélunum og lengri ævintýraferðum. „Allt í einu kynntist maður öðrum menningarheimum, öðrum trúarbrögðum, öðrum siðum og að mörgu leyti var þetta menningarsjokk.“ Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú sætt flugbanni um allan heim síðustu mánuði en Björg hefði viljað vinna í þeim vélum fyrir starfslokin. „Mitt síðasta flug var á Boeing 767. Ég náði ekki að fljúga á Maxinum, því miður. Ég hefði gjarnan viljað fljúga á Maxinum en það náðist ekki, en er með þjálfun á þá flugvél.“ Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. Breyttar reglur um borð Björg byrjaði í fluginu árið 1972 og það er búið að breyta mörgu varðandi þjónustuna um borð síðan þá. „Þegar ég byrjaði þá var allt í boði. Matur, vín, koníak og líkjör með kaffinu, aðrir sterkir drykkir kostuðu.“ Starfsreglurnar voru ekki eins harðar, eða formfastar, en Björg er þakklát fyrir að þetta er allt í föstum skorðum í dag. „Við stóðum bara upp eftir flugtak einhvern tímann á milli þess sem slökkt var á reykingaljósunum og slökkt var á sætisbeltaljósum. Í seinni tíð stöndum við upp þegar að slökkt er á sætisbeltaljósum, öryggið er alltaf númer eitt. Að sama skapi erum við ekki með þjónustu „ofan í grjót“ eins og við kölluðum það. Það sem hefur breyst mest er regluverkið, það er allt orðið miklu formfastara. Það hefur þróast og mér finnst það alveg frábært. Það þarf líka af því að í stækkandi hópi þarf það að vera þannig.“ Björg segir að auðvitað þurfi stundum að hliðra til og þá þarf flugáhöfnin að taka ákvörðunina í aðstæðunum, út frá þjálfun, reynslu og þekkingu. „Það er einnig mikilvægt að vita það að þú hefur traust þíns fyrirtækis til þess að taka þær ákvarðanir sem á þarf að halda hverju sinni ef eitthvað kemur upp á. Að starfsmaðurinn viti það að hann vinni alltaf í trausti þess að hann hefur frelsi til athafna. Ekki af því að mér finnist að eitthvað eigi að vera öðruvísi, bara aðstæður í þetta sinn kalla eftir því að við breytum út frá reglunni. Þá er ég aðallega að meina hvað varðar þjónustu. Maður hliðrar aldrei til í öryggi. Þetta traust hef ég alltaf upplifað mjög sterkt.“ Í dag er seldur matur í flugvélum Icelandair og það fá ekki allir sjálfkrafa sama matinn eins og var áður. Björg viðurkennir að þessi breyting á þjónustunni um borð hafi aukið álagið um tíma á flugfreyjur og flugþjóna. En auðvitað hafi samt verið mikið álag að færa kannski yfir 180 farþegum mat á bakka. „Á móti kom einföldun. En það tók ákveðinn tíma að ná takti og ná þessum breytingum. Sem er alveg eðlilegt, þetta var engin smá breyting.“ Max vélarnar voru kyrrsettar á síðasta ári. Á myndinni má sjá þrjár kyrrsettar vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Uppgötvaði lesblinduna á skrifstofunni Það hafði líka mikil áhrif á starfið og starfsumhverfið þegar flugfreyjum og -þjónum um borð var fækkað. „Núna er svokölluð lágmarksáhöfn um borð nema undir sérstökum kringumstæðum. Þá náttúrulega þurfti að laga þjónustuna að því. Ég skil alveg að þetta var hagkvæmnissjónarmið en að sama skapi þá varð að laga þjónustuna að þessum breyttu tímum. Ég held að það hafi tekist vel til, meðal annars vegna þess að það var unnið með hópnum. Ýmsar tillögur komu, ég var á skrifstofu Icelandair um tíma, var svokölluð eftirlitsflugfreyja og trúnaðarmaður flugfreyja og -þjóna.“ Á þessum tíma vann Björg að ýmsum breytingum á þjónustu og öðru í samstarfi við það sem þá kallaðist þjónustudeild. Hún sinnti þessum verkefnum í rúm átta ár. „Það var mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur. Það er svo hollt að sjá hvernig hlutirnir eru frá öðrum vinkli.“ Þegar Björg vann á skrifstofu Icelandair byrjaði hana að gruna að hún gæti verið lesblind, „Ég fór í lesblindupróf, þvílíkur léttir að fá staðfestingu á lesblindunni, sú greining hefði verulega jákvæð áhrif á mig. Ég þarf nefnilega að lesa allt aftur og aftur sömu blaðsíðurnar. Allt í einu fatta ég að ég man ekkert hvað ég var að lesa. Ég lærði svo mikið af því að vera á skrifstofunni, það var ómetanlegt. Að skrifa texta, að vanda sig og svo framvegis. Það var æðislegt.“ Björg fékk líka það skemmtilega verkefni að kenna á námskeiðum fyrir nýliða. Á dauða mínum átti ég von en ekki að ég myndi fara að kenna einhverjum. Ég mun halda eitthvað áfram að kenna. Óánægðir farþegar erfiðastir Björg telur að allar breytingar sem hafi orðið á starfinu og starfsumhverfinu hafi verið í rétta átt. Hún segir að á bak við allar breytingar á þjónustunni eða verkferlum um borð sé mikil vinna sem margir aðilar komi að. Þá séu engar ákvarðanir teknar í flýti. „Mér finnst þetta alltaf hafa heppnast vel. Sérstaklega þegar við vorum öll saman í þessu verkefni, það fóru allir á námskeið og það voru tveir eða þrír ferlar sem komu til greina. Svo var þetta allt prufað og svo á endanum fengin niðurstaða. Það er svo mikilvægt að fá fólk með sér í breytingar. Það skiptir svo miklu máli.“ Starfinu getur fylgt mikið álag, fjarvera frá fjölskyldunni og óreglulegar vaktir. Svo getur líka skipt miklu máli hvernig farþegarnir eru um borð. „Það er kannski erfiðast þegar farþegar eru einhverra hluta óánægðir, sem að kannski smita út frá sér. Stundum gerist það að aðstæður magnast þannig að maður heldur að viðkomandi sé á leiðinni að fara að vera einhver ólátabelgur. Eða drukknir farþegar sem að kannski stigmagnast á leiðinni.“ Björg segir að flugáhöfnin reyni sitt allra besta að sjá það þegar fólk kemur um borð ef einhver farþeganna er mjög ölvaður. Nefnir hún sem dæmi að eitt sinn sneri hún baki í farþegana þegar þeir gengu um boð í smá stund af því að hún var aðstoða farþega. „Þegar ég sneri mér við þá fann ég áfengiský renna fram hjá sem reyndist vera af mönnum sem voru á leið í sætin sín. Þeir fóru á endanum ekki með, þeir voru bara þannig. Svo er svo merkilegt að í langflestum tilfellum sem þessum sem ég hef lent í, þá kemur einhver saga á eftir, eitthvað sem aðrir farþegar tóku eftir. Þannig að oft hefur þetta verið að gerast áður en komið er um borð.“ Hún bendir á að það sé mikill misskilningur að flugfreyjur og -þjónar séu eitthvað merkileg með sig þegar það lítur út fyrir að þau séu að skoða farþega sem koma í vélina. Þau séu einfaldlega að átta sig á hópnum sínum um borð. „Það kemur líka fyrir að fólk kemur miður sín, jafnvel grátandi um borð. Þá vill maður líka geta sýnt samkennd, veitt eftirtekt.“ Björg segir að sér þyki það mjög leiðinlegt ef einhver fer óánægður frá borði eftir flugið. „Manni tekst ekkert alltaf að snúa fólki, það gerðist í einu af mínum síðustu flugum” Engin vélmenni Sem flugfreyja hefur Björg lent í ýmislegu í sínu starfi sem situr í henni, eins og veikindi farþega um borð. „Svo lést farþegi í pílagrímaflugi, mínu - öðru pílagrímaflugi held ég. Ég var ung stelpa, 25 eða 26 ára. Fyrir ekki svo löngu voru alvarleg veikindi um borð. Það var erfitt og tók á en fór vel. Eins og oft er í fluginu þá þekktist áhöfnin ekki vel innbyrðis og í þessu tilfelli höfðu mörg okkar aldrei flogið saman.“ En þegar veikindin komu upp segir Björg að það hafi verið magnað hvað allt gekk vel af því að allir unnu eftir sama verkferli, allir höfðu hlutverk. „Við unnum saman sem teymi eins og við hefðum aldrei gert annað. Við fengum hjálp læknis og hjúkrunarfræðings og þetta fór vel.“ Björg bendir á að þó að flugáhöfn haldi ró í erfiðum aðstæðum séu flugfreyjur og -þjónar engin vélmenni og sýni því líka tilfinningar sínar í ákveðnum aðstæðum. „Mér er þetta alltaf minnisstætt og ég get aldrei gleymt þessu en það var kona sem að kom grátandi um borð. Mér fannst ég ekki geta látið eins og ég sæi þetta ekki. Hún var með vinkonu sinni og ég kem til þeirra og beygi mig niður svo það sé ekki áberandi. Ég segi eitthvað á þá leið, að ég sjái að eitthvað er að og spyr hvort það sé eitthvað sem ég geti gert. Þá segir vinkonan að maðurinn hennar hafi verið að deyja. Ég gleymi þessu ekki, ég bara táraðist. Hvað á maður að gera? Það er bara allt í lagi og maður má alveg sýna samkennd.“ Kvennaflug. Yfirmenn Bjargar tóku á móti henni og áhöfninni eftir síðasta flugið. Klara Íris Vigfúsdóttir Director Cabin Opperations og Anna Lilja Björnsdóttir Cabin Manager.Mynd/úr eiinkasafni Viðra búninginn og gleyma deginum Björg segir að stundum hafi lífið verið þannig að hana hafi ekki langað í vinnuna en það hafi alltaf breyst um leið og hún klæddi sig í flugfreyjubúninginn. Sumir dagar í starfi séu auðvitað erfiðari en aðrir og segir Björg að flugfreyjur séu reglulega spurðar hvernig þær nenni að standa í þessu, til dæmis ef drukkinn farþegi er með vesen um borð eða farþegar tala mikið niður til þeirra. „Ein flugfreyja svaraði farþega svo vel. „Ég fer heim, hengi upp kjólinn minn, viðra hann og gleymi þessu.“ Maður verður að passa sig að taka hlutina ekki persónulega. Maður á ekki að taka það með sér heim. Þó á stundum sé það auðveldara sagt en gert.“ Björg segir að vinnan hafi alltaf verið hálfgerður trúnaðarvinur fyrir hana. Henni hefur alltaf gengið vel að samræma vinnu og einkalíf, þrátt fyrir að vinnutíminn sé ekki reglulegur. „Ég er mikið jólabarn og elska ekkert meira en eins og núna þegar snjór er úti og það verður allt jólalegra og það styttist í jólin. Ég elska jólin og hef alltaf gert alveg frá því ég var lítil stelpa. Þetta er skemmtilegasti tími ársins. Auðvitað fylgir þessari vinnu að vera stundum úti um jólin en það er allt í lagi, maður bara fer á þann stað. Ég er bara úti um jól annað slagið og málið dautt. Maður býr bara til það besta í kringum það.“ Eiginmaður Bjargar var flugstjóri hjá Icelandair og þurfti hann líka stundum að vera úti um jólin. Alltaf er hægt að búa til nýjar hefðir þegar þetta kemur upp og breyta aðeins til. „Ég man eftir einum jólum þar sem ég kom heim frá Chicago á jóladag. Stelpurnar mínar voru litlar og höfðu verið hjá ömmu og afa. Við vorum búin að dekka borð og gera allt tilbúið, það átti bara eftir að elda. Maður laðar bara hlutina eftir aðstæðum.“ Hún man enn eftir sumu af því sem farþegar hafa sagt við hana í flugi og í mörgum tilfellum man hún líka sætisnúmer eftirminnilegra farþega. „Ég var einu sinni kölluð norn af farþega,“ segir Björg og hlær. Falleg atvik á bakvið tjöldin Nokkuð hefur verið rætt um kjör flugfreyja og flugþjóna og segir Björg að það sé hægt að bæta þau. „Auðvitað má alltaf gera betur og auðvitað hef ég verið þátttakandi í miklum breytingum í minni stétt. Ég var einnig um tíma í stjórn, samninganefnd og trúnaðarráði FFÍ. Það má ekki gleymast að kjarasamningar eru beggja, þetta er ekki einstefna. Það er fyrirtækið og félagið, félagsmenn. Þetta þarf að vinna saman.“ Mikilvægast sé að á endanum komi samt alltaf niðurstaða sem allir séu tiltölulega sáttir við. Björg segir að það sem Icelandair geri fyrir starfsfólk sé stundum alveg aðdáunarvert. Hún segir að margt „gott og fallegt“ gerist á bak við tjöldin þegar starfsfólk þurfi á aðstoð eða stuðningi fyrirtækisins að halda. Björg segist oft hafa orðið vitni að slíkum málum þegar hún starfaði á skrifstofunni en allt sé þetta auðvitað trúnaðarmál. Fjallað hefur verið um veikindi flugfreyja og eru nokkur mál nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ég hef sjálf ekki lent í neinum veikindum um borð en ég á ágætis vinkonu sem lenti í veikindum,“ segir Björg. „En ég veit að Icelandair er fremst flugfélaga í því að reyna að finna út hvað þetta er. Það er í vinnslu. Þetta er náttúrulega mjög miður og erfitt fyrir þá sem að lenda í þessu. Auðvitað vill fyrirtækið númer eitt, tvö og þrjú finna orsökina.“ Vísir/Vilhelm Fastar og stundar crossfit Heilsan er í miklum forgangi hjá Björgu og lifir hún mjög heilbrigðum lífsstíl. Hún æfir crossfit á morgnanna, jóga og spáir mikið í mataræðinu. „Ég tók upp á því fyrir rúmu ári að fara að borða í svona föstuglugga, þannig að ég borða ekki fyrr en í fyrsta lagi klukkan tíu og í síðasta lagi á milli sex og sjö. Það hefur gengið mjög vel,“ segir Björg. „Alveg þangað til ég varð 45 ára var ég alltaf bara einhver 55 kíló. Svo bingó, laumast aldurinn og hormónaflæðið inn og einhvern veginn fara kílóin líka að lauma sér inn eitt og eitt kíló á ári. Allt í einu fer ég að fitna. Ég hef aldrei verið ánægð með það, svo ég tali fyrir sjálfa mig þá hentar það mér ekki. Fólk hefur þetta auðvitað bara eins og það vill.“ Björg segir að það henti kannski ekki að fasta í flugfreyjustarfinu þar sem vinnudagarnir byrja oft á nóttunni. „Þess vegna tók ég mér sex vikur, þegar ég var í fríi, í það að æfa mig hvernig ég ætlaði að gera þetta.“ Hún fann þó leið til þess að láta þetta ganga fyrir sig, á meðan hún var enn að fljúga. „Ég fæ mér kókosolíu og smjör í kaffi og set það í blandara. Ég byrja á því þegar ég vakna og þá er ég búin að fóðra magann. Þess vegna get ég farið og unnið án þess að borða. Ég get alveg verið til eitt án þess en ég geri það bara ekki.“ Björg er mjög ánægð með árangurinn af föstunum og áhrifunum á hennar líðan. „Mér líður bara miklu betur, það er eitthvað, en ég get ekki lýst því.“ Svarar alltaf já Aðspurð um lykilinn að baki hennar frábæru heilsu, nefnir Björg ekki jóga, föstur eða crossfit æfingar snemma á morgnanna. Hún telur að það sem hafi þar mest áhrif sé hugarfarið. „Ég hef tamið mér að vera jákvæð. Ég hef ekki farið auðveldustu leiðina en ég hef það mjög gott og lifi góðu lífi. Ég er þakklát fyrir mitt. Þegar ég fer að hugsa til baka og skoða í baksýnisgluggann þá er ég óhrædd við breytingar. Svo segi ég líka alltaf já,“ segir Björg og hlær. Ég er tilbúin að taka þátt í hlutum og ég hef tekið þátt í alls konar verkefnum og öllu mögulegu. Þegar við Dóri kynnumst þá vissi hann alveg að ef ég var beðin um eitthvað þá segi ég já. Ævintýraþráin er líka mjög sterk í mér. Björk lætur breytingar ekki slá sig út á laginu og er ekki feimin við að takast á við áskoranir. Þetta segir hún að einkenni margt af sínu samstarfsfólki. Ef eitthvað komi upp séu allir tilbúnir að gera meira en ætlast er til af þeim. Hún segir sjálf yfirleitt aldrei nei. „Eins og þegar Icelandair þurfti að fljúga frá Glasgow þegar það gaus í Eyjafjallajökli og setti þar upp tímabundna bækistöð. Við vorum á leið heim frá Bretlandi, vorum að loka hurðinni þegar mér er réttur sími.“ Björg var spurð hvort áhöfnin gæti farið strax til Glasgow en það var ekki hægt að segja þeim hvenær þær kæmust heim aftur. Allir sögðu já. „Við fórum til Glasgow og vorum í viku. Við vorum aðallega að fljúga á milli Glasgow og Akureyrar. Svona er svo gaman og þarna voru til dæmis flugfreyjur, -þjónar og flugmenn úti á velli að aðstoða farþega ásamt öðru starfsfólki. Það er það sem ég er að segja, þegar á þarf að halda förum við alltaf lengra. Það er svo gaman að því. Það reynir á mann en mér finnst svo gott að reyna á mig og að ögra mér. Ég vissi ekkert hvað væri að fara að gerast en ég sagði samt já. Manstu traustið sem ég talaði um áðan.“ Flugfreyjur og þjónar eiga oft margt sameiginlegt þegar kemur að karakter og segir Björg að flugið sé mikil ástríða fyrir þau flest. Það er bara tvennt í boði, tvær leiðir. Önnur er að flugið fer í genin þín, blóðið þitt, eða þá að það fer ekki. Það er ekkert þarna á milli. Með Björgu í síðasta fluginu voru Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Guðrún Magnea Árnadóttir flugmaður og flugfreyjurnar Kristín Ingvadóttir, Gunnhildur Úlfarsdóttir, Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir, Bergþóra Tómasdóttir , Vilborg Edda Jóhannsdóttir.Mynd úr einkasafni Trúnaður og traust innan áhafna Þó að Björgu finnist flugið skemmtilegt þá getur verið erfitt að þurfa að setja upp grímu þegar mikið gengur á í persónulega lífinu. „Undirbúningurinn hefst og farið er í búninginn, jafnvel fyrr, þá er maður kominn í þetta hlutverk, ekki það að ég líti á þetta sem eitthvað hlutverk því ég tel mig vera mjög mikið með hjartanu í þessu starfi. Auðvitað getur það komið fyrir að það sé erfitt að láta eins og allt sé í góðu, ég man sérstaklega eftir því í erfiðum skilnaði að mér leið mjög illa. Þá er svo gott að segja að maður sé ekki upp á sitt besta í dag en samt, eins og segir á fagmáli, „fit to fly.“ Í áhöfnum skiptir miklu máli að geta fundið fyrir trúnaði og trausti ef svo ber undir. Það eru ekki endilega allir vinir þínir í áhöfninni en samt góðir samstarfsfélagar. Mér hefur allavega alltaf liðið þannig að ég gæti leitað til minna samstarfsfélaga ef svo ber undir. Ég lærði ung að það er alltaf best að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Það hef ég svona haft mitt lífsmottó. Það hentar mér best.“ Hún segir að í þessum tilfellum sé mikilvægt að taka skrefið og þora að segja við samstarfsfélagana að það sé eitthvað í gangi. Þó að hjartanu þínu líði illa þá þýðir það ekki að þú getir ekki gert vinnuna þína. Þú berð það ekkert endilega utan á þér. Maður getur alveg verið góður leikari í flugfreyjustarfinu. Strangar kröfur Björg á stórkostlegar minningar úr fluginu, leið vel í starfi fram á síðasta dag og þykir því virkilega erfitt að vera hætt. „Þetta er ekkert auðvelt, þetta er ótrúlega erfitt.“ Hún lýsir því þannig að hún hafi enn átt mikið inni. Björg telur að það ætti að hækka lífaldur flugfreyja og þjóna, leyfa þannig þeim sem vilja og eru og við góða heilsu til, að starfa lengur en til 67 ára aldurs. „Það er það sem ég hefði viljað sjá breytast áður en ég hætti. Við erum búin að vera í vinnu ákveðinn hópur frá Flugfreyjufélaginu og Icelandair að hækka lífaldur í starfi. Þess vegna er ég búin að vera í 47 ár og sex mánuði, ég hætti ekki í lok afmælismánaðarins mín sem var í maí sem að hefði annars verið. Það sem ég hefði viljað sjá var að við værum komin á annan stað og mættum fljúga lengur.“ Hún segir að mörg af flugfreyjum og -þjónum sem hætta sökum aldurs séu enn í góðu formi og hafi auk þess mikla reynslu sem geti verið fyrirtækinu og öðru starfsfólki dýrmæt. „Við förum í stranga læknisskoðun, við erum í fjóra til sex daga á ári í þjálfun í það minnsta. Við þurfum að getað farið niður rennur og að getað opnað hurðar og glugga og fleira og fleira. Það eru strangar kröfur gerðar til okkar.“ Þarf ekki að hætta til að njóta lífsins Björg nefnir að tímarnir hafi breyst mikið og líkamlegt form fólks líka, sextugur í dag sé eins og fertugur var fyrir þrjátíu árum síðan. Því vilji hún sjá lífaldur í starfinu hækka. „Það verður þannig, það varð bara ekki á minni vakt. Nú er til dæmis á Alþingi frumvarp um að lengja lífaldur ríkisstarfsmanna. Þetta fjallar í raun og veru um val, að fá að velja. Auðvitað fékk ég að velja að vera í öll þessi ár. En ég er full af orku og elska starfið mitt og hefði viljað fljúga lengur. Ég hefði því viljað sjá þetta fara í gegn því að þetta er framtíðin, þetta fjallar um val.“ Sjálf hafði hún alltaf séð fyrir sér að hætta þegar færi gæfist til, en það átti eftir að breytast þegar hún færðist nær starfslokaaldrinum. „Eitt af því áhugaverða við að eldast og eldast í starfi er að þú sérð allt í einu hlutina í öðru ljósi. Við getum tekið starfslokasamning þegar við verðum 65 ára og ég var búin að ákveða að gera það. Ég hugsaði bara að auðvitað geri ég það og fer að lifa lífinu. Svo þegar ég fór að nálgast þennan aldur fór ég að hugsa, bíddu af hverju þarf ég að hætta að vinna til að njóta lífsins. Hvað er ég þá búin að vera að gera í þessu starfi í öll þessi ár? Ég er búin að vera að njóta lífsins.“ Björg segist því ekki þurfa að hætta að vinna til þess að byrja að njóta lífsins og hafa gaman. Ef það er minn dómur að deyja fljótlega eftir að ég hætti að vinna, þá var það bara alltaf ætlað svoleiðis. Skrifað í skýin. Hokin af reynslu Björg viðurkennir að þegar hún bauð sig fram í hópinn sem að fór í að skoða þessar breytingar á hámarksaldri flugfreyja í starfi, hafi hún persónulega verið mótfallin því að það ætti eitthvað að hækka þessa tölu. Það breyttist þó mjög fljótt eftir að hún byrjaði að kynna sér málið betur. „Ég meina af hverju ekki? Þetta snýst um að hafa val og auðvitað um að hafa heilsu, andlega og líkamlega. Þetta er ekki flókið.“ Hún segir að unga fólkið sé með sömu þjálfun og það megi aldrei gleyma því. Þjálfun hjá Icelandair sé frábær en í dag á fyrirtækið og rekur fræðslusetur á Flugvöllum í Hafnarfirði. „Þar fara langflestir starfsmenn í viðeigandi þjálfun og öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Ein af þeim miklu breytingum sem að orðið hafa er sú að allar handbækur eru nú í rafrænu formi. Vinnuskráin kemur meðal annars í snjallforrit. Áður þurfti að sækja skrána í pósthólf í áhafnarherbergi. Þvílík breyting. En við höfum reynsluna og það er munurinn. Það er það sem að fólk horfir á, „hún er nú hokin af reynslu“, en það þýðir ekkert að nýliðinn muni standa sig eitthvað verr, engan veginn. Mér finnst ofsalega gaman að tölvum og öppum og þessu umhverfi, en það má samt ekki gleyma sér í því.“ Starfslokin ákveðið sorgarferli Björg furðar sig á því hvað aðrir hafi mikla skoðun á hennar starfslokum, en það byrjaði löngu áður en hún flaug sitt síðasta flug. „Fólk spurði mig reglulega „Bíddu ert þú enn þá að fljúga?“ og „Ert þú ekki að fara að hætta?“ en ég svaraði á þá leið að það styttist í það því ég átti mjög erfitt með að segja að ég væri að hætta.“ En sama fólkið spyr nú Björgu, hvað hún ætli að fara að gera næst. Eins og það sé augljóst að hún eigi ekki að vera að vinna lengur en eigi samt alls ekki að fara að slaka neitt á. Síðustu vikur í aðdraganda starfslokanna hafa reynst Björgu erfiðir. „Ég er bara búin að vera í sorgarferli. Það er bara svoleiðis. Ég er búin að vera í svona tveggja mánaða sorgarferli. En það birtir til.“ Björg lýsir starfslokunum sem ákveðnu sorgarferli og er alls ekki sammála því að hún sé nú orðin gömul kona.Vísir/Vilhelm Ósammála þessum stimpli Björg segir að það séu miklar staðalímyndir í gangi um fólk á eftirlaunum. „Það er svo skrítið að þegar fólk hættir að vinna vegna aldurs þá er samfélagið almennt búið að ákveða að nú ert þú bara gömul kona eða gamall maður eða eitthvað. Ég er svo ósammála þessu, þetta er bara fáránlegt. Mér er það pínu erfitt, að það sé verið að stimpla mann eins og eitthvað gamalmenni sem að maður er ekki. Að ætlast sé til að þegar fólk hætti að vinna þá lifi það af á einhverjum lágum launum.“ Þetta finnst henni rangt og öfugsnúið. „Ég er þjóðfélagsþegn og hef borgað mína skatta alla tíð og verið virk í samfélaginu og verið heilsuhraust. Ég er bara ósammála þessum stimpli, að nú eigi ég bara allt í einu að vera gömul kona. Það er allt í lagi að verða gömul kona, en það bara gerist þegar það gerist. Þetta er bara rangt, allar þessar alhæfingar. Þegar við hættum að vinna, hvenær sem það er, þá erum við jafn góðir og gildir samfélagsþegnar.“ Dæturnar fylgdu í hennar fótspor Flugið spilar stórt hlutverk í lífi Bjargar, hún var flugfreyja öll sín fullorðinsár og eiginmaður hennar var flugstjóri. Báðar dætur Bjargar eru líka flugfreyjur. „Þær fengu enga hvatningu frá mér,“ segir Björg og hlær. Það var ekki af því að ég vildi það ekki, ég vildi bara að þær menntuðu sig. Ég er með mína minnimáttarkennd út af mínu gagnfræðiprófi og því vildi ég að þær menntuðu sig. Báðar dætur Bjargar fóru í nám, önnur útskrifaðist úr fatahönnun og hin úr ljósmyndun, en enduðu svo báðar á að fylgja í fótspor hennar. Þær hafa þó ekki flogið mikið saman. „En við flugum saman næstsíðustu ferðina mína sem var ómetanlegt.“ Björg flaug síðustu flugin sín með góðum vinum og samstarfsfélögum og segir að það hafi verið erfitt að kveðja. Hún hafi verið dekruð af samstarfsfólkinu, boðið út að borða og fékk einnig blóm og gjafir. Meðal annars fékk hún fallegan blómavasa þar sem búið var að skera í dagsetninguna á fyrsta og síðasta fluginu hennar fyrir Icelandair, ásamt spakmæli eftir Voltaire, „I decided to be happy because it is good for my health.“ „Við lásum spakmælin fyrst á vegg í Marrakesh fyrir mörgum árum síðan,“ útskýrir Björg. Mæðgurnar saman.Mynd úr einkasafni Sátt og stolt frá borði „Guð minn góður þetta var dásamlegt,“ segir Björg um síðustu flugin sín sem flugfreyja. Hún klökknar samt aðeins við að tala um tilfinninguna við að ganga út úr síðasta fluginu. Þegar Björg kom heim úr síðasta fluginu sínu voru báðar dætur hennar af tilviljun líka að fljúga heim frá Bandaríkjunum hvor í sinni flugvélinni. „Við lendum saman þarna um morguninn. Þær fylgdu mér yfir hafið og það var mjög táknrænt. Þær tóku á móti mér ásamt nánum yfirmönnum okkar þegar ég fór frá borði. Lífið heldur áfram en ég er í sorg, það leynir sér ekki. En að því sögðu þá fór ég ótrúlega sátt og stolt í land. Ég á mynd af mér og síðasta farþeganum mínum.“ Björg ætlar þó ekki að hætta að ferðast neitt á næstunni og stefnir á að skella sér með í flug með dætrum sínum og vinkonum. „Svo á ég líka vinkonur sem eru hættar að fljúga og við ætlum að fara saman.“ New York er sá áfangastaður sem er í uppáhaldi hjá henni. Ég elska New York, það er mín borg. Óendanlega þakklát Björg eyddi jólum og áramótum í faðmi fjölskyldunnar og heldur svo ein á vit ævintýranna síðar í mánuðinum. „Ég er búin að skrá mig á jógakennaranámskeið í Perú og ætla að læra að verða jógakennari. Ég fer rosalega langt út fyrir þægindarammann og fer ein til Cusco í Perú. Ég fer út í lok janúar og námskeiðið byrjar 1. febrúar.“ Ætlar hún þannig að byrja á nýju ævintýri og núllstilla sig aðeins eftir þessa breytingu. „Það sagði við mig góð kona: „Þú veist að það segja allir að þegar það lokist einar dyr þá opnast aðrar, en veistu það Björg, maður þarf að hafa orku til þess að geta opnað þessar margumtöluðu hinar dyr.“ Þannig að núna er ég að vinna í því, að ná í orku til að opna næstu dyr. Hvað býr þar veit enginn.“ Aðspurð hvort hún sé spennt fyrir næsta kafla í lífinu segir Björg að hún sé einfaldlega „ekki komin þangað.“ Hún er þó spennt fyrir jógaferðinni. Fyrir jólin hélt Björg starfslokaboð á heimili sínu fyrir samstarfsfólk. Það þurfi að halda vel upp á þessi tímamót enda vann hún 47 ár og sex mánuði sem flugfreyja. „Ég var tvítug þegar ég byrjaði. Öll mín fullorðinsár er ég búin að vera flugfreyja. Það fylgir því óhjákvæmilega sorg að hætta, svo ég tali fyrir mig. Ég er óendanlega þakklát fyrir öll árin sem flugfreyja hjá frábæru fyrirtæki og samstarfsfólki. Eina leiðin núna er upp á við.“ Fréttir af flugi Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds heimili Íslendinga Nú er orðið ljóst hvaða heimili er uppáhalds heimili Íslendinga en Vísir hefur staðið fyrir kosningu og hafa lesendur valið á milli 27 heimila sem voru til umfjöllunar í þáttunum Falleg íslensk heimili. 13. júní 2017 12:30 Forstjóri Icelandair segir að fljótlega þurfi að ákveða arftaka Boeing 757 Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. 19. desember 2019 21:39 Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47 Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
„Það var aldrei neitt annað sem kom til greina fyrir mig, annað en að verða flugfreyja,“ segir Björg Jónasdóttir, sem flaug sitt síðasta flug með Icelandair á dögunum eftir meira en 47 ár í starfi. Björg hefur upplifað sorgartilfinningar í kringum starfslok sín en ætlar að leita sér að nýjum ævintýrum. Hún vonar að í framtíðinni verði lífaldur flugfreyja og -þjóna í starfi hækkaður. „Ég las bækur þegar ég var yngri sem hún mamma átti um Beverly Gray sem var flugfreyja. Ég heillaðist svo af flugfreyjuheiminum, ferðalögunum og ævintýrunum að ég ákvað það þegar ég var bara stelpa að ég vildi verða flugfreyja,“ segir Björg. „Ég hef elskað hverja mínútu. Ég fann mína áststríðu í þessu starfi.” Bjargað frá veseni Blaðamaður hittir Björgu í fallegu íbúðinni hennar á Ægisíðunni en Björg og eiginmaður hennar Halldór eiga einnig fallegt einbýlishús við Mývatn. Húsið var eitt sinn valið fallegasta heimili á Íslandi. Björg segir að henni líði best heima á Íslandi en ferðalögin toga alltaf í hana. Hún var bara táningur þegar hún flutti utan með fjölskyldunni. „Þegar ég var 16 ára flytja foreldrar mínir til Spánar, þetta var árið 1968. Ég varð alveg brjáluð og vildi ekki fara því þá var ég byrjuð að djamma. Ég held að þau hafi þarna bjargað mér frá einhverju veseni, í mér blundar nefnilega villingur.“ Björg lenti í ýmsum ævintýrum á meðan þau bjuggu erlendis og skapaði sér ómetanlegar minningar. „Við flytjum til Barcelona og þaðan til Mallorca en síðan fer ég að flakka og fer til Frakklands og er au-pair um tíma, fararstjóri og ýmislegt fleira. Ég fór líka í nám hálfan vetur í amerískum skóla í Barcelona.“ Þau fluttu aftur heim til Íslands árið 1971 og draumur Bjargar rættist svo loksins árið 1972 þegar hún byrjaði fyrst að starfa sem flugfreyja. Mamma sótti um fyrir mig í flugfreyjustarfið, sjálfsmat mitt var þá þannig að ég hélt að ég ætti ekki möguleika. Þegar bréfið kom þá lá ég fárveik heima og náði ekki einu sinni að fagna. Björg Jónasdóttir í flugfreyjubúningnum. Myndin er tekin árið 1972.Mynd úr einkasafni Mikil breyting að byrja á breiðþotu Fyrstu árin sem flugfreyja upplifði Björg mörg ævintýri. Hún segir að á þessum tíma hafi flugfreyjur alltaf verið aðeins á undan hvað tísku og strauma varðar og oft átt „allt það nýjasta.“ Starfið hefur breyst mikið í gegnum árin en þessar breytingar hafa flest allar verið jákvæðar að mati Bjargar. „Mesta breytingin fannst mér þegar sameiningin varð. Út úr þessum tveimur fyrirtækjum varð að mér fannst svona alvöru fyrirtæki. Þessi tvö voru bara flott saman. Sameiningin varð á borði 1973, en flugflotinn og áhafnir sameinuðust 1980. Fyrst eftir þá sameiningu flugum við í einkennisfötum okkar, það er bláa lit Loftleiða og rauða lit Flugfélagsins. Um tíma flugum við síðan öll innanlands á F2.“ Björg segir að það hafi líka breytt miklu þegar skipt var um flugvélar og nýjum bætt við flotann. „Það voru miklar breytingar að fara af DC8 og síðan líka Boeing 727, yfir í Boeing 737, 757 og 767. DC10 var einnig hjá okkur um tíma, okkar fyrsta breiðþota. Það var svo gaman, því þá vorum við komin á breiðþotu sem það kallast þegar það eru tveir gangar í farþegarýminu. Eldhúsið var niðri í kjallara. Farangursgeymslan var sitthvoru megin við og svo var lyfta niður. Það var ótrúlega gaman að vera í eldhúsinu að ráðskast þar. Ekki að maður væri að forðast farþegana, þetta var bara öðruvísi.“ Langaði að vinna í Max vél Björg hefur augljóslega mjög sterk tengsl við sinn fyrrum vinnustað og notar hún orðið „við“ þegar hún talar um Icelandair. Hún ljómar þegar hún lýsir stærri flugvélunum og lengri ævintýraferðum. „Allt í einu kynntist maður öðrum menningarheimum, öðrum trúarbrögðum, öðrum siðum og að mörgu leyti var þetta menningarsjokk.“ Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú sætt flugbanni um allan heim síðustu mánuði en Björg hefði viljað vinna í þeim vélum fyrir starfslokin. „Mitt síðasta flug var á Boeing 767. Ég náði ekki að fljúga á Maxinum, því miður. Ég hefði gjarnan viljað fljúga á Maxinum en það náðist ekki, en er með þjálfun á þá flugvél.“ Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. Breyttar reglur um borð Björg byrjaði í fluginu árið 1972 og það er búið að breyta mörgu varðandi þjónustuna um borð síðan þá. „Þegar ég byrjaði þá var allt í boði. Matur, vín, koníak og líkjör með kaffinu, aðrir sterkir drykkir kostuðu.“ Starfsreglurnar voru ekki eins harðar, eða formfastar, en Björg er þakklát fyrir að þetta er allt í föstum skorðum í dag. „Við stóðum bara upp eftir flugtak einhvern tímann á milli þess sem slökkt var á reykingaljósunum og slökkt var á sætisbeltaljósum. Í seinni tíð stöndum við upp þegar að slökkt er á sætisbeltaljósum, öryggið er alltaf númer eitt. Að sama skapi erum við ekki með þjónustu „ofan í grjót“ eins og við kölluðum það. Það sem hefur breyst mest er regluverkið, það er allt orðið miklu formfastara. Það hefur þróast og mér finnst það alveg frábært. Það þarf líka af því að í stækkandi hópi þarf það að vera þannig.“ Björg segir að auðvitað þurfi stundum að hliðra til og þá þarf flugáhöfnin að taka ákvörðunina í aðstæðunum, út frá þjálfun, reynslu og þekkingu. „Það er einnig mikilvægt að vita það að þú hefur traust þíns fyrirtækis til þess að taka þær ákvarðanir sem á þarf að halda hverju sinni ef eitthvað kemur upp á. Að starfsmaðurinn viti það að hann vinni alltaf í trausti þess að hann hefur frelsi til athafna. Ekki af því að mér finnist að eitthvað eigi að vera öðruvísi, bara aðstæður í þetta sinn kalla eftir því að við breytum út frá reglunni. Þá er ég aðallega að meina hvað varðar þjónustu. Maður hliðrar aldrei til í öryggi. Þetta traust hef ég alltaf upplifað mjög sterkt.“ Í dag er seldur matur í flugvélum Icelandair og það fá ekki allir sjálfkrafa sama matinn eins og var áður. Björg viðurkennir að þessi breyting á þjónustunni um borð hafi aukið álagið um tíma á flugfreyjur og flugþjóna. En auðvitað hafi samt verið mikið álag að færa kannski yfir 180 farþegum mat á bakka. „Á móti kom einföldun. En það tók ákveðinn tíma að ná takti og ná þessum breytingum. Sem er alveg eðlilegt, þetta var engin smá breyting.“ Max vélarnar voru kyrrsettar á síðasta ári. Á myndinni má sjá þrjár kyrrsettar vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Uppgötvaði lesblinduna á skrifstofunni Það hafði líka mikil áhrif á starfið og starfsumhverfið þegar flugfreyjum og -þjónum um borð var fækkað. „Núna er svokölluð lágmarksáhöfn um borð nema undir sérstökum kringumstæðum. Þá náttúrulega þurfti að laga þjónustuna að því. Ég skil alveg að þetta var hagkvæmnissjónarmið en að sama skapi þá varð að laga þjónustuna að þessum breyttu tímum. Ég held að það hafi tekist vel til, meðal annars vegna þess að það var unnið með hópnum. Ýmsar tillögur komu, ég var á skrifstofu Icelandair um tíma, var svokölluð eftirlitsflugfreyja og trúnaðarmaður flugfreyja og -þjóna.“ Á þessum tíma vann Björg að ýmsum breytingum á þjónustu og öðru í samstarfi við það sem þá kallaðist þjónustudeild. Hún sinnti þessum verkefnum í rúm átta ár. „Það var mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur. Það er svo hollt að sjá hvernig hlutirnir eru frá öðrum vinkli.“ Þegar Björg vann á skrifstofu Icelandair byrjaði hana að gruna að hún gæti verið lesblind, „Ég fór í lesblindupróf, þvílíkur léttir að fá staðfestingu á lesblindunni, sú greining hefði verulega jákvæð áhrif á mig. Ég þarf nefnilega að lesa allt aftur og aftur sömu blaðsíðurnar. Allt í einu fatta ég að ég man ekkert hvað ég var að lesa. Ég lærði svo mikið af því að vera á skrifstofunni, það var ómetanlegt. Að skrifa texta, að vanda sig og svo framvegis. Það var æðislegt.“ Björg fékk líka það skemmtilega verkefni að kenna á námskeiðum fyrir nýliða. Á dauða mínum átti ég von en ekki að ég myndi fara að kenna einhverjum. Ég mun halda eitthvað áfram að kenna. Óánægðir farþegar erfiðastir Björg telur að allar breytingar sem hafi orðið á starfinu og starfsumhverfinu hafi verið í rétta átt. Hún segir að á bak við allar breytingar á þjónustunni eða verkferlum um borð sé mikil vinna sem margir aðilar komi að. Þá séu engar ákvarðanir teknar í flýti. „Mér finnst þetta alltaf hafa heppnast vel. Sérstaklega þegar við vorum öll saman í þessu verkefni, það fóru allir á námskeið og það voru tveir eða þrír ferlar sem komu til greina. Svo var þetta allt prufað og svo á endanum fengin niðurstaða. Það er svo mikilvægt að fá fólk með sér í breytingar. Það skiptir svo miklu máli.“ Starfinu getur fylgt mikið álag, fjarvera frá fjölskyldunni og óreglulegar vaktir. Svo getur líka skipt miklu máli hvernig farþegarnir eru um borð. „Það er kannski erfiðast þegar farþegar eru einhverra hluta óánægðir, sem að kannski smita út frá sér. Stundum gerist það að aðstæður magnast þannig að maður heldur að viðkomandi sé á leiðinni að fara að vera einhver ólátabelgur. Eða drukknir farþegar sem að kannski stigmagnast á leiðinni.“ Björg segir að flugáhöfnin reyni sitt allra besta að sjá það þegar fólk kemur um borð ef einhver farþeganna er mjög ölvaður. Nefnir hún sem dæmi að eitt sinn sneri hún baki í farþegana þegar þeir gengu um boð í smá stund af því að hún var aðstoða farþega. „Þegar ég sneri mér við þá fann ég áfengiský renna fram hjá sem reyndist vera af mönnum sem voru á leið í sætin sín. Þeir fóru á endanum ekki með, þeir voru bara þannig. Svo er svo merkilegt að í langflestum tilfellum sem þessum sem ég hef lent í, þá kemur einhver saga á eftir, eitthvað sem aðrir farþegar tóku eftir. Þannig að oft hefur þetta verið að gerast áður en komið er um borð.“ Hún bendir á að það sé mikill misskilningur að flugfreyjur og -þjónar séu eitthvað merkileg með sig þegar það lítur út fyrir að þau séu að skoða farþega sem koma í vélina. Þau séu einfaldlega að átta sig á hópnum sínum um borð. „Það kemur líka fyrir að fólk kemur miður sín, jafnvel grátandi um borð. Þá vill maður líka geta sýnt samkennd, veitt eftirtekt.“ Björg segir að sér þyki það mjög leiðinlegt ef einhver fer óánægður frá borði eftir flugið. „Manni tekst ekkert alltaf að snúa fólki, það gerðist í einu af mínum síðustu flugum” Engin vélmenni Sem flugfreyja hefur Björg lent í ýmislegu í sínu starfi sem situr í henni, eins og veikindi farþega um borð. „Svo lést farþegi í pílagrímaflugi, mínu - öðru pílagrímaflugi held ég. Ég var ung stelpa, 25 eða 26 ára. Fyrir ekki svo löngu voru alvarleg veikindi um borð. Það var erfitt og tók á en fór vel. Eins og oft er í fluginu þá þekktist áhöfnin ekki vel innbyrðis og í þessu tilfelli höfðu mörg okkar aldrei flogið saman.“ En þegar veikindin komu upp segir Björg að það hafi verið magnað hvað allt gekk vel af því að allir unnu eftir sama verkferli, allir höfðu hlutverk. „Við unnum saman sem teymi eins og við hefðum aldrei gert annað. Við fengum hjálp læknis og hjúkrunarfræðings og þetta fór vel.“ Björg bendir á að þó að flugáhöfn haldi ró í erfiðum aðstæðum séu flugfreyjur og -þjónar engin vélmenni og sýni því líka tilfinningar sínar í ákveðnum aðstæðum. „Mér er þetta alltaf minnisstætt og ég get aldrei gleymt þessu en það var kona sem að kom grátandi um borð. Mér fannst ég ekki geta látið eins og ég sæi þetta ekki. Hún var með vinkonu sinni og ég kem til þeirra og beygi mig niður svo það sé ekki áberandi. Ég segi eitthvað á þá leið, að ég sjái að eitthvað er að og spyr hvort það sé eitthvað sem ég geti gert. Þá segir vinkonan að maðurinn hennar hafi verið að deyja. Ég gleymi þessu ekki, ég bara táraðist. Hvað á maður að gera? Það er bara allt í lagi og maður má alveg sýna samkennd.“ Kvennaflug. Yfirmenn Bjargar tóku á móti henni og áhöfninni eftir síðasta flugið. Klara Íris Vigfúsdóttir Director Cabin Opperations og Anna Lilja Björnsdóttir Cabin Manager.Mynd/úr eiinkasafni Viðra búninginn og gleyma deginum Björg segir að stundum hafi lífið verið þannig að hana hafi ekki langað í vinnuna en það hafi alltaf breyst um leið og hún klæddi sig í flugfreyjubúninginn. Sumir dagar í starfi séu auðvitað erfiðari en aðrir og segir Björg að flugfreyjur séu reglulega spurðar hvernig þær nenni að standa í þessu, til dæmis ef drukkinn farþegi er með vesen um borð eða farþegar tala mikið niður til þeirra. „Ein flugfreyja svaraði farþega svo vel. „Ég fer heim, hengi upp kjólinn minn, viðra hann og gleymi þessu.“ Maður verður að passa sig að taka hlutina ekki persónulega. Maður á ekki að taka það með sér heim. Þó á stundum sé það auðveldara sagt en gert.“ Björg segir að vinnan hafi alltaf verið hálfgerður trúnaðarvinur fyrir hana. Henni hefur alltaf gengið vel að samræma vinnu og einkalíf, þrátt fyrir að vinnutíminn sé ekki reglulegur. „Ég er mikið jólabarn og elska ekkert meira en eins og núna þegar snjór er úti og það verður allt jólalegra og það styttist í jólin. Ég elska jólin og hef alltaf gert alveg frá því ég var lítil stelpa. Þetta er skemmtilegasti tími ársins. Auðvitað fylgir þessari vinnu að vera stundum úti um jólin en það er allt í lagi, maður bara fer á þann stað. Ég er bara úti um jól annað slagið og málið dautt. Maður býr bara til það besta í kringum það.“ Eiginmaður Bjargar var flugstjóri hjá Icelandair og þurfti hann líka stundum að vera úti um jólin. Alltaf er hægt að búa til nýjar hefðir þegar þetta kemur upp og breyta aðeins til. „Ég man eftir einum jólum þar sem ég kom heim frá Chicago á jóladag. Stelpurnar mínar voru litlar og höfðu verið hjá ömmu og afa. Við vorum búin að dekka borð og gera allt tilbúið, það átti bara eftir að elda. Maður laðar bara hlutina eftir aðstæðum.“ Hún man enn eftir sumu af því sem farþegar hafa sagt við hana í flugi og í mörgum tilfellum man hún líka sætisnúmer eftirminnilegra farþega. „Ég var einu sinni kölluð norn af farþega,“ segir Björg og hlær. Falleg atvik á bakvið tjöldin Nokkuð hefur verið rætt um kjör flugfreyja og flugþjóna og segir Björg að það sé hægt að bæta þau. „Auðvitað má alltaf gera betur og auðvitað hef ég verið þátttakandi í miklum breytingum í minni stétt. Ég var einnig um tíma í stjórn, samninganefnd og trúnaðarráði FFÍ. Það má ekki gleymast að kjarasamningar eru beggja, þetta er ekki einstefna. Það er fyrirtækið og félagið, félagsmenn. Þetta þarf að vinna saman.“ Mikilvægast sé að á endanum komi samt alltaf niðurstaða sem allir séu tiltölulega sáttir við. Björg segir að það sem Icelandair geri fyrir starfsfólk sé stundum alveg aðdáunarvert. Hún segir að margt „gott og fallegt“ gerist á bak við tjöldin þegar starfsfólk þurfi á aðstoð eða stuðningi fyrirtækisins að halda. Björg segist oft hafa orðið vitni að slíkum málum þegar hún starfaði á skrifstofunni en allt sé þetta auðvitað trúnaðarmál. Fjallað hefur verið um veikindi flugfreyja og eru nokkur mál nú til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ég hef sjálf ekki lent í neinum veikindum um borð en ég á ágætis vinkonu sem lenti í veikindum,“ segir Björg. „En ég veit að Icelandair er fremst flugfélaga í því að reyna að finna út hvað þetta er. Það er í vinnslu. Þetta er náttúrulega mjög miður og erfitt fyrir þá sem að lenda í þessu. Auðvitað vill fyrirtækið númer eitt, tvö og þrjú finna orsökina.“ Vísir/Vilhelm Fastar og stundar crossfit Heilsan er í miklum forgangi hjá Björgu og lifir hún mjög heilbrigðum lífsstíl. Hún æfir crossfit á morgnanna, jóga og spáir mikið í mataræðinu. „Ég tók upp á því fyrir rúmu ári að fara að borða í svona föstuglugga, þannig að ég borða ekki fyrr en í fyrsta lagi klukkan tíu og í síðasta lagi á milli sex og sjö. Það hefur gengið mjög vel,“ segir Björg. „Alveg þangað til ég varð 45 ára var ég alltaf bara einhver 55 kíló. Svo bingó, laumast aldurinn og hormónaflæðið inn og einhvern veginn fara kílóin líka að lauma sér inn eitt og eitt kíló á ári. Allt í einu fer ég að fitna. Ég hef aldrei verið ánægð með það, svo ég tali fyrir sjálfa mig þá hentar það mér ekki. Fólk hefur þetta auðvitað bara eins og það vill.“ Björg segir að það henti kannski ekki að fasta í flugfreyjustarfinu þar sem vinnudagarnir byrja oft á nóttunni. „Þess vegna tók ég mér sex vikur, þegar ég var í fríi, í það að æfa mig hvernig ég ætlaði að gera þetta.“ Hún fann þó leið til þess að láta þetta ganga fyrir sig, á meðan hún var enn að fljúga. „Ég fæ mér kókosolíu og smjör í kaffi og set það í blandara. Ég byrja á því þegar ég vakna og þá er ég búin að fóðra magann. Þess vegna get ég farið og unnið án þess að borða. Ég get alveg verið til eitt án þess en ég geri það bara ekki.“ Björg er mjög ánægð með árangurinn af föstunum og áhrifunum á hennar líðan. „Mér líður bara miklu betur, það er eitthvað, en ég get ekki lýst því.“ Svarar alltaf já Aðspurð um lykilinn að baki hennar frábæru heilsu, nefnir Björg ekki jóga, föstur eða crossfit æfingar snemma á morgnanna. Hún telur að það sem hafi þar mest áhrif sé hugarfarið. „Ég hef tamið mér að vera jákvæð. Ég hef ekki farið auðveldustu leiðina en ég hef það mjög gott og lifi góðu lífi. Ég er þakklát fyrir mitt. Þegar ég fer að hugsa til baka og skoða í baksýnisgluggann þá er ég óhrædd við breytingar. Svo segi ég líka alltaf já,“ segir Björg og hlær. Ég er tilbúin að taka þátt í hlutum og ég hef tekið þátt í alls konar verkefnum og öllu mögulegu. Þegar við Dóri kynnumst þá vissi hann alveg að ef ég var beðin um eitthvað þá segi ég já. Ævintýraþráin er líka mjög sterk í mér. Björk lætur breytingar ekki slá sig út á laginu og er ekki feimin við að takast á við áskoranir. Þetta segir hún að einkenni margt af sínu samstarfsfólki. Ef eitthvað komi upp séu allir tilbúnir að gera meira en ætlast er til af þeim. Hún segir sjálf yfirleitt aldrei nei. „Eins og þegar Icelandair þurfti að fljúga frá Glasgow þegar það gaus í Eyjafjallajökli og setti þar upp tímabundna bækistöð. Við vorum á leið heim frá Bretlandi, vorum að loka hurðinni þegar mér er réttur sími.“ Björg var spurð hvort áhöfnin gæti farið strax til Glasgow en það var ekki hægt að segja þeim hvenær þær kæmust heim aftur. Allir sögðu já. „Við fórum til Glasgow og vorum í viku. Við vorum aðallega að fljúga á milli Glasgow og Akureyrar. Svona er svo gaman og þarna voru til dæmis flugfreyjur, -þjónar og flugmenn úti á velli að aðstoða farþega ásamt öðru starfsfólki. Það er það sem ég er að segja, þegar á þarf að halda förum við alltaf lengra. Það er svo gaman að því. Það reynir á mann en mér finnst svo gott að reyna á mig og að ögra mér. Ég vissi ekkert hvað væri að fara að gerast en ég sagði samt já. Manstu traustið sem ég talaði um áðan.“ Flugfreyjur og þjónar eiga oft margt sameiginlegt þegar kemur að karakter og segir Björg að flugið sé mikil ástríða fyrir þau flest. Það er bara tvennt í boði, tvær leiðir. Önnur er að flugið fer í genin þín, blóðið þitt, eða þá að það fer ekki. Það er ekkert þarna á milli. Með Björgu í síðasta fluginu voru Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Guðrún Magnea Árnadóttir flugmaður og flugfreyjurnar Kristín Ingvadóttir, Gunnhildur Úlfarsdóttir, Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir, Bergþóra Tómasdóttir , Vilborg Edda Jóhannsdóttir.Mynd úr einkasafni Trúnaður og traust innan áhafna Þó að Björgu finnist flugið skemmtilegt þá getur verið erfitt að þurfa að setja upp grímu þegar mikið gengur á í persónulega lífinu. „Undirbúningurinn hefst og farið er í búninginn, jafnvel fyrr, þá er maður kominn í þetta hlutverk, ekki það að ég líti á þetta sem eitthvað hlutverk því ég tel mig vera mjög mikið með hjartanu í þessu starfi. Auðvitað getur það komið fyrir að það sé erfitt að láta eins og allt sé í góðu, ég man sérstaklega eftir því í erfiðum skilnaði að mér leið mjög illa. Þá er svo gott að segja að maður sé ekki upp á sitt besta í dag en samt, eins og segir á fagmáli, „fit to fly.“ Í áhöfnum skiptir miklu máli að geta fundið fyrir trúnaði og trausti ef svo ber undir. Það eru ekki endilega allir vinir þínir í áhöfninni en samt góðir samstarfsfélagar. Mér hefur allavega alltaf liðið þannig að ég gæti leitað til minna samstarfsfélaga ef svo ber undir. Ég lærði ung að það er alltaf best að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Það hef ég svona haft mitt lífsmottó. Það hentar mér best.“ Hún segir að í þessum tilfellum sé mikilvægt að taka skrefið og þora að segja við samstarfsfélagana að það sé eitthvað í gangi. Þó að hjartanu þínu líði illa þá þýðir það ekki að þú getir ekki gert vinnuna þína. Þú berð það ekkert endilega utan á þér. Maður getur alveg verið góður leikari í flugfreyjustarfinu. Strangar kröfur Björg á stórkostlegar minningar úr fluginu, leið vel í starfi fram á síðasta dag og þykir því virkilega erfitt að vera hætt. „Þetta er ekkert auðvelt, þetta er ótrúlega erfitt.“ Hún lýsir því þannig að hún hafi enn átt mikið inni. Björg telur að það ætti að hækka lífaldur flugfreyja og þjóna, leyfa þannig þeim sem vilja og eru og við góða heilsu til, að starfa lengur en til 67 ára aldurs. „Það er það sem ég hefði viljað sjá breytast áður en ég hætti. Við erum búin að vera í vinnu ákveðinn hópur frá Flugfreyjufélaginu og Icelandair að hækka lífaldur í starfi. Þess vegna er ég búin að vera í 47 ár og sex mánuði, ég hætti ekki í lok afmælismánaðarins mín sem var í maí sem að hefði annars verið. Það sem ég hefði viljað sjá var að við værum komin á annan stað og mættum fljúga lengur.“ Hún segir að mörg af flugfreyjum og -þjónum sem hætta sökum aldurs séu enn í góðu formi og hafi auk þess mikla reynslu sem geti verið fyrirtækinu og öðru starfsfólki dýrmæt. „Við förum í stranga læknisskoðun, við erum í fjóra til sex daga á ári í þjálfun í það minnsta. Við þurfum að getað farið niður rennur og að getað opnað hurðar og glugga og fleira og fleira. Það eru strangar kröfur gerðar til okkar.“ Þarf ekki að hætta til að njóta lífsins Björg nefnir að tímarnir hafi breyst mikið og líkamlegt form fólks líka, sextugur í dag sé eins og fertugur var fyrir þrjátíu árum síðan. Því vilji hún sjá lífaldur í starfinu hækka. „Það verður þannig, það varð bara ekki á minni vakt. Nú er til dæmis á Alþingi frumvarp um að lengja lífaldur ríkisstarfsmanna. Þetta fjallar í raun og veru um val, að fá að velja. Auðvitað fékk ég að velja að vera í öll þessi ár. En ég er full af orku og elska starfið mitt og hefði viljað fljúga lengur. Ég hefði því viljað sjá þetta fara í gegn því að þetta er framtíðin, þetta fjallar um val.“ Sjálf hafði hún alltaf séð fyrir sér að hætta þegar færi gæfist til, en það átti eftir að breytast þegar hún færðist nær starfslokaaldrinum. „Eitt af því áhugaverða við að eldast og eldast í starfi er að þú sérð allt í einu hlutina í öðru ljósi. Við getum tekið starfslokasamning þegar við verðum 65 ára og ég var búin að ákveða að gera það. Ég hugsaði bara að auðvitað geri ég það og fer að lifa lífinu. Svo þegar ég fór að nálgast þennan aldur fór ég að hugsa, bíddu af hverju þarf ég að hætta að vinna til að njóta lífsins. Hvað er ég þá búin að vera að gera í þessu starfi í öll þessi ár? Ég er búin að vera að njóta lífsins.“ Björg segist því ekki þurfa að hætta að vinna til þess að byrja að njóta lífsins og hafa gaman. Ef það er minn dómur að deyja fljótlega eftir að ég hætti að vinna, þá var það bara alltaf ætlað svoleiðis. Skrifað í skýin. Hokin af reynslu Björg viðurkennir að þegar hún bauð sig fram í hópinn sem að fór í að skoða þessar breytingar á hámarksaldri flugfreyja í starfi, hafi hún persónulega verið mótfallin því að það ætti eitthvað að hækka þessa tölu. Það breyttist þó mjög fljótt eftir að hún byrjaði að kynna sér málið betur. „Ég meina af hverju ekki? Þetta snýst um að hafa val og auðvitað um að hafa heilsu, andlega og líkamlega. Þetta er ekki flókið.“ Hún segir að unga fólkið sé með sömu þjálfun og það megi aldrei gleyma því. Þjálfun hjá Icelandair sé frábær en í dag á fyrirtækið og rekur fræðslusetur á Flugvöllum í Hafnarfirði. „Þar fara langflestir starfsmenn í viðeigandi þjálfun og öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Ein af þeim miklu breytingum sem að orðið hafa er sú að allar handbækur eru nú í rafrænu formi. Vinnuskráin kemur meðal annars í snjallforrit. Áður þurfti að sækja skrána í pósthólf í áhafnarherbergi. Þvílík breyting. En við höfum reynsluna og það er munurinn. Það er það sem að fólk horfir á, „hún er nú hokin af reynslu“, en það þýðir ekkert að nýliðinn muni standa sig eitthvað verr, engan veginn. Mér finnst ofsalega gaman að tölvum og öppum og þessu umhverfi, en það má samt ekki gleyma sér í því.“ Starfslokin ákveðið sorgarferli Björg furðar sig á því hvað aðrir hafi mikla skoðun á hennar starfslokum, en það byrjaði löngu áður en hún flaug sitt síðasta flug. „Fólk spurði mig reglulega „Bíddu ert þú enn þá að fljúga?“ og „Ert þú ekki að fara að hætta?“ en ég svaraði á þá leið að það styttist í það því ég átti mjög erfitt með að segja að ég væri að hætta.“ En sama fólkið spyr nú Björgu, hvað hún ætli að fara að gera næst. Eins og það sé augljóst að hún eigi ekki að vera að vinna lengur en eigi samt alls ekki að fara að slaka neitt á. Síðustu vikur í aðdraganda starfslokanna hafa reynst Björgu erfiðir. „Ég er bara búin að vera í sorgarferli. Það er bara svoleiðis. Ég er búin að vera í svona tveggja mánaða sorgarferli. En það birtir til.“ Björg lýsir starfslokunum sem ákveðnu sorgarferli og er alls ekki sammála því að hún sé nú orðin gömul kona.Vísir/Vilhelm Ósammála þessum stimpli Björg segir að það séu miklar staðalímyndir í gangi um fólk á eftirlaunum. „Það er svo skrítið að þegar fólk hættir að vinna vegna aldurs þá er samfélagið almennt búið að ákveða að nú ert þú bara gömul kona eða gamall maður eða eitthvað. Ég er svo ósammála þessu, þetta er bara fáránlegt. Mér er það pínu erfitt, að það sé verið að stimpla mann eins og eitthvað gamalmenni sem að maður er ekki. Að ætlast sé til að þegar fólk hætti að vinna þá lifi það af á einhverjum lágum launum.“ Þetta finnst henni rangt og öfugsnúið. „Ég er þjóðfélagsþegn og hef borgað mína skatta alla tíð og verið virk í samfélaginu og verið heilsuhraust. Ég er bara ósammála þessum stimpli, að nú eigi ég bara allt í einu að vera gömul kona. Það er allt í lagi að verða gömul kona, en það bara gerist þegar það gerist. Þetta er bara rangt, allar þessar alhæfingar. Þegar við hættum að vinna, hvenær sem það er, þá erum við jafn góðir og gildir samfélagsþegnar.“ Dæturnar fylgdu í hennar fótspor Flugið spilar stórt hlutverk í lífi Bjargar, hún var flugfreyja öll sín fullorðinsár og eiginmaður hennar var flugstjóri. Báðar dætur Bjargar eru líka flugfreyjur. „Þær fengu enga hvatningu frá mér,“ segir Björg og hlær. Það var ekki af því að ég vildi það ekki, ég vildi bara að þær menntuðu sig. Ég er með mína minnimáttarkennd út af mínu gagnfræðiprófi og því vildi ég að þær menntuðu sig. Báðar dætur Bjargar fóru í nám, önnur útskrifaðist úr fatahönnun og hin úr ljósmyndun, en enduðu svo báðar á að fylgja í fótspor hennar. Þær hafa þó ekki flogið mikið saman. „En við flugum saman næstsíðustu ferðina mína sem var ómetanlegt.“ Björg flaug síðustu flugin sín með góðum vinum og samstarfsfélögum og segir að það hafi verið erfitt að kveðja. Hún hafi verið dekruð af samstarfsfólkinu, boðið út að borða og fékk einnig blóm og gjafir. Meðal annars fékk hún fallegan blómavasa þar sem búið var að skera í dagsetninguna á fyrsta og síðasta fluginu hennar fyrir Icelandair, ásamt spakmæli eftir Voltaire, „I decided to be happy because it is good for my health.“ „Við lásum spakmælin fyrst á vegg í Marrakesh fyrir mörgum árum síðan,“ útskýrir Björg. Mæðgurnar saman.Mynd úr einkasafni Sátt og stolt frá borði „Guð minn góður þetta var dásamlegt,“ segir Björg um síðustu flugin sín sem flugfreyja. Hún klökknar samt aðeins við að tala um tilfinninguna við að ganga út úr síðasta fluginu. Þegar Björg kom heim úr síðasta fluginu sínu voru báðar dætur hennar af tilviljun líka að fljúga heim frá Bandaríkjunum hvor í sinni flugvélinni. „Við lendum saman þarna um morguninn. Þær fylgdu mér yfir hafið og það var mjög táknrænt. Þær tóku á móti mér ásamt nánum yfirmönnum okkar þegar ég fór frá borði. Lífið heldur áfram en ég er í sorg, það leynir sér ekki. En að því sögðu þá fór ég ótrúlega sátt og stolt í land. Ég á mynd af mér og síðasta farþeganum mínum.“ Björg ætlar þó ekki að hætta að ferðast neitt á næstunni og stefnir á að skella sér með í flug með dætrum sínum og vinkonum. „Svo á ég líka vinkonur sem eru hættar að fljúga og við ætlum að fara saman.“ New York er sá áfangastaður sem er í uppáhaldi hjá henni. Ég elska New York, það er mín borg. Óendanlega þakklát Björg eyddi jólum og áramótum í faðmi fjölskyldunnar og heldur svo ein á vit ævintýranna síðar í mánuðinum. „Ég er búin að skrá mig á jógakennaranámskeið í Perú og ætla að læra að verða jógakennari. Ég fer rosalega langt út fyrir þægindarammann og fer ein til Cusco í Perú. Ég fer út í lok janúar og námskeiðið byrjar 1. febrúar.“ Ætlar hún þannig að byrja á nýju ævintýri og núllstilla sig aðeins eftir þessa breytingu. „Það sagði við mig góð kona: „Þú veist að það segja allir að þegar það lokist einar dyr þá opnast aðrar, en veistu það Björg, maður þarf að hafa orku til þess að geta opnað þessar margumtöluðu hinar dyr.“ Þannig að núna er ég að vinna í því, að ná í orku til að opna næstu dyr. Hvað býr þar veit enginn.“ Aðspurð hvort hún sé spennt fyrir næsta kafla í lífinu segir Björg að hún sé einfaldlega „ekki komin þangað.“ Hún er þó spennt fyrir jógaferðinni. Fyrir jólin hélt Björg starfslokaboð á heimili sínu fyrir samstarfsfólk. Það þurfi að halda vel upp á þessi tímamót enda vann hún 47 ár og sex mánuði sem flugfreyja. „Ég var tvítug þegar ég byrjaði. Öll mín fullorðinsár er ég búin að vera flugfreyja. Það fylgir því óhjákvæmilega sorg að hætta, svo ég tali fyrir mig. Ég er óendanlega þakklát fyrir öll árin sem flugfreyja hjá frábæru fyrirtæki og samstarfsfólki. Eina leiðin núna er upp á við.“
Fréttir af flugi Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds heimili Íslendinga Nú er orðið ljóst hvaða heimili er uppáhalds heimili Íslendinga en Vísir hefur staðið fyrir kosningu og hafa lesendur valið á milli 27 heimila sem voru til umfjöllunar í þáttunum Falleg íslensk heimili. 13. júní 2017 12:30 Forstjóri Icelandair segir að fljótlega þurfi að ákveða arftaka Boeing 757 Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. 19. desember 2019 21:39 Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47 Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Þetta er uppáhalds heimili Íslendinga Nú er orðið ljóst hvaða heimili er uppáhalds heimili Íslendinga en Vísir hefur staðið fyrir kosningu og hafa lesendur valið á milli 27 heimila sem voru til umfjöllunar í þáttunum Falleg íslensk heimili. 13. júní 2017 12:30
Forstjóri Icelandair segir að fljótlega þurfi að ákveða arftaka Boeing 757 Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. 19. desember 2019 21:39
Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47
Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18