Enski boltinn

Yfir 50 leik­menn meiddust í jóla­törninni á Eng­landi: Sex leik­menn á hverjum sólar­hring

Anton Ingi Leifsson skrifar
McTominay, Bernard og Harry Kane meiddust um jólin.
McTominay, Bernard og Harry Kane meiddust um jólin. vísir/epa

Margir knattspyrnustjórar hafa kvartað undir álaginu í enska boltanum yfir jólahátíðina og þeir hafa kannski eitthvað til sín máls.

Fjölmiðlar hafa nú tekið saman tölfræðina úr enska boltanum yfir hátíðirnar hvað varðar meiðsli og það er ljóst að mun fleiri meiðast þá en vanalega.

Í yfirferð ESPN kemur fram að yfir 50 leikmenn meiddust yfir hátíðirnar. Enginn fleiri en hjá Newcastle þar sem sex leikmenn meiddust yfir hátíðirnar.







BBC gerði þessu einnig góð skil á vef sínum en þar segir frá því að sex leikmenn hafi meiðst á hverjum sólarhring á þeim þrettán dögum sem leikið var yfir hátíðirnar.

Aston Villa kom verst út úr þessu en þeir misstu bæði framherjann Wesley og markvörðurinn Tom Heaton verða báðir frá út tímabilið eftir að hafa meiðst í 2-1 sigrinum á Burnley.

Ítarlega attest BBC má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×