Golf

Xander Schauf­fele leiðir á Havaí í hörku toppbaráttu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xander Schauffele leiðir á Havaí.
Xander Schauffele leiðir á Havaí. vísir/epa

Kylfingurinn Xander Schauffele leiðir með einu höggi eftir tvo hringi á Tournament of Champions sem fer fram í Havaí um helgina.

Schauffele hefur spilað virkilega stöðugt golf fyrstu tvo daganna. Fyrsta hringinn lék hann á 69 höggum og bætti um betur er hann lék á 68 höggum í nótt.

Hann er því á níu höggum undir pari eftir hringina tvo en Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed og Síle-maðurinn, Joaquin Niemann, eru höggi á eftir Schauffele.







Rickie Fowler er svo í fjórða sætinu á sjö höggum undir pari og Patrick Cantlay og meistarinn frá því árið 2017, Justin Thomas, eru á sex höggum undir pari.

Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér.





Það er því ljóst að hart verður barist um helgina en útsending frá þriðja hring mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 23.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×