„Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 23:15 Egill Einarsson íþróttafræðingur ræddi um heilsu í Ísland í dag. Mynd/Stöð2 Líkamsræktarstöðvarnar verða „eins og maurabú“ á mánudaginn sagði íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson í þættinum Ísland í dag. Þar ræddi hann um áramótaheit og bætta heilsu. Þar leggur hann mikla áherslu á mataræðið. Egill segir að líkamsræktarstöðvar landsins fyllist alltaf fyrstu tvær vikurnar í janúar og svo fækki strax aftur. Hann segir að sprengingin byrji fyrsta mánudag janúarmánaðar ár hvert. „Núna er föstudagur og það eru helvíti fáir hérna, en ég get lofað þér því að ef þú kemur hérna á mánudaginn þá verður þetta eins og maurabú,“ segir Egill en viðtalið var tekið í Sporthúsinu þar sem hann starfar. „Það er líka hluti af veseninu. Af hverju fyllist allt í janúar og síðan er fólk fljótt að henda inn handklæðinu. Það er út af þessum hugsunarhætti „Æj ég byrja bara á mánudaginn.“ Fyrir þá sem eru núna að horfa á þetta heima, í gallann og út í göngutúr í hálftíma. Ekki á mánudaginn, núna. Þetta er ekki flókið.“ Egill þjálfar krakka niður í tíu ára aldur og leggur til að danska sé tekin út úr kennsluskrá grunnskóla og næringarfræði sé kennd í staðinn. Mynd/Stöð2 Mikilvægt að hætta að borða rusl Egill talaði um að það sé eðlilegt að missa úr ákveðna daga eða vikur, en það sem mestu máli skiptir sé að heilt yfir hreyfa sig mikið á árinu 2020. „Eins og staðan er á Íslandi í dag er einn þriðji af Íslendingum annað hvort með sykursýki tvö eða forstig af sykursýki tvö. Þetta eru rosalegar tölur. Af hverju er þetta að gerast? Þetta er rosalega einfalt. Fólk er að hreyfa sig mjög lítið og er að borða rusl. Aðalatriðið er að hætta að borða rusl. Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin, það er staðan.“ Hann sagði að það sé einfaldlega ekki hægt að hlaupa sig frá slæmu mataræði. „Þessi unnu kolvetni sérstaklega, er það sem er slæmt.“ Egill segir mikilvægt að fá samt ekki samviskubit yfir því að borða eitthvað óhollt, mataræðið eigi bara að vera heilt yfir gott. Hann ráðleggur fólki að fara í gönguferðir. Svo ítrekar hann líka að það sé mikilvægt að lyfta lóðum í bland við þolþjálfun. „Að lyfta lóðum tvisvar til þrisvar í viku væri strax mjög gott.“ Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan en þar er líka rætt við aðra þjálfara og einstaklinga á æfingu. Heilsa Ísland í dag Matur Tengdar fréttir „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Líkamsræktarstöðvarnar verða „eins og maurabú“ á mánudaginn sagði íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson í þættinum Ísland í dag. Þar ræddi hann um áramótaheit og bætta heilsu. Þar leggur hann mikla áherslu á mataræðið. Egill segir að líkamsræktarstöðvar landsins fyllist alltaf fyrstu tvær vikurnar í janúar og svo fækki strax aftur. Hann segir að sprengingin byrji fyrsta mánudag janúarmánaðar ár hvert. „Núna er föstudagur og það eru helvíti fáir hérna, en ég get lofað þér því að ef þú kemur hérna á mánudaginn þá verður þetta eins og maurabú,“ segir Egill en viðtalið var tekið í Sporthúsinu þar sem hann starfar. „Það er líka hluti af veseninu. Af hverju fyllist allt í janúar og síðan er fólk fljótt að henda inn handklæðinu. Það er út af þessum hugsunarhætti „Æj ég byrja bara á mánudaginn.“ Fyrir þá sem eru núna að horfa á þetta heima, í gallann og út í göngutúr í hálftíma. Ekki á mánudaginn, núna. Þetta er ekki flókið.“ Egill þjálfar krakka niður í tíu ára aldur og leggur til að danska sé tekin út úr kennsluskrá grunnskóla og næringarfræði sé kennd í staðinn. Mynd/Stöð2 Mikilvægt að hætta að borða rusl Egill talaði um að það sé eðlilegt að missa úr ákveðna daga eða vikur, en það sem mestu máli skiptir sé að heilt yfir hreyfa sig mikið á árinu 2020. „Eins og staðan er á Íslandi í dag er einn þriðji af Íslendingum annað hvort með sykursýki tvö eða forstig af sykursýki tvö. Þetta eru rosalegar tölur. Af hverju er þetta að gerast? Þetta er rosalega einfalt. Fólk er að hreyfa sig mjög lítið og er að borða rusl. Aðalatriðið er að hætta að borða rusl. Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin, það er staðan.“ Hann sagði að það sé einfaldlega ekki hægt að hlaupa sig frá slæmu mataræði. „Þessi unnu kolvetni sérstaklega, er það sem er slæmt.“ Egill segir mikilvægt að fá samt ekki samviskubit yfir því að borða eitthvað óhollt, mataræðið eigi bara að vera heilt yfir gott. Hann ráðleggur fólki að fara í gönguferðir. Svo ítrekar hann líka að það sé mikilvægt að lyfta lóðum í bland við þolþjálfun. „Að lyfta lóðum tvisvar til þrisvar í viku væri strax mjög gott.“ Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan en þar er líka rætt við aðra þjálfara og einstaklinga á æfingu.
Heilsa Ísland í dag Matur Tengdar fréttir „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
„Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10