Sportpakkinn: Ungur Sílemaður með forystu á meistaramótinu í golfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 15:30 Joaquin Niemann leiðir á meistaramótinu í golfi á Hawaii. vísir/ap Fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni í golfi hófst á Hawaii í gærkvöldi. Sigurvegarar á mótum síðustu keppnistíðar keppa á mótinu. Ekki eru allir sigurvegar frá í fyrra með en 34 kylfingar keppa á Hawaii. Arnar Björnsson tók saman frétt um mótið. Joaquin Niemann, 21 árs Sílemaður, vann Military mótið í september. Það var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. Niemann lék með alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum þar náði hann aðeins hálfum vinningi en tapaði tveimur leikjum. Niemann lék best í gær, fékk sjö fugla og paraði hinar holurnar. Justin Thomas vann tvö mót í fyrra, í ágúst og í október og er í fjórða sæti heimslistans. Hann lék á 67 höggum, fékk sex fugla og paraði hinar holurnar. Matt Kuchar vann Sony mótið í byrjun síðasta árs. Á 20 árum sem atvinnumaður státar hann af níu sigrum í PGA-mótaröðinni. Kuchar fékk örn á fimmtu brautinni og er í 3. sæti ásamt Ricky Fowler, á fimm höggum undir pari. Fowler fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hann er í 23. sæti heimslistans, sæti á undan Matt Kuchar. Fowler vann sinn fimmta sigur í PGA mótaröðinni í febrúar, tveimur árum eftir að hann vann fjórða sigurinn. Xander Schauffele sigraði á mótinu í fyrra. Hann er ásamt fjórum öðrum á fjórum höggum undir pari. Tveir efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Rory McIllroy keppa ekki á mótinu í Hawai en Jon Rahm, stigameistarinn í Evrópumótaröðinni og þriðji á heimslistanum, lék á fjórum höggum undir pari og er þremur höggum á eftir Joaquin Niemann. Bein útsending frá öðrum hring byrjar á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Meistaramótið í golfi hófst í gær á Hawaii Golf Sportpakkinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni í golfi hófst á Hawaii í gærkvöldi. Sigurvegarar á mótum síðustu keppnistíðar keppa á mótinu. Ekki eru allir sigurvegar frá í fyrra með en 34 kylfingar keppa á Hawaii. Arnar Björnsson tók saman frétt um mótið. Joaquin Niemann, 21 árs Sílemaður, vann Military mótið í september. Það var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. Niemann lék með alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum þar náði hann aðeins hálfum vinningi en tapaði tveimur leikjum. Niemann lék best í gær, fékk sjö fugla og paraði hinar holurnar. Justin Thomas vann tvö mót í fyrra, í ágúst og í október og er í fjórða sæti heimslistans. Hann lék á 67 höggum, fékk sex fugla og paraði hinar holurnar. Matt Kuchar vann Sony mótið í byrjun síðasta árs. Á 20 árum sem atvinnumaður státar hann af níu sigrum í PGA-mótaröðinni. Kuchar fékk örn á fimmtu brautinni og er í 3. sæti ásamt Ricky Fowler, á fimm höggum undir pari. Fowler fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hann er í 23. sæti heimslistans, sæti á undan Matt Kuchar. Fowler vann sinn fimmta sigur í PGA mótaröðinni í febrúar, tveimur árum eftir að hann vann fjórða sigurinn. Xander Schauffele sigraði á mótinu í fyrra. Hann er ásamt fjórum öðrum á fjórum höggum undir pari. Tveir efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Rory McIllroy keppa ekki á mótinu í Hawai en Jon Rahm, stigameistarinn í Evrópumótaröðinni og þriðji á heimslistanum, lék á fjórum höggum undir pari og er þremur höggum á eftir Joaquin Niemann. Bein útsending frá öðrum hring byrjar á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Meistaramótið í golfi hófst í gær á Hawaii
Golf Sportpakkinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira