Sportpakkinn: Ungur Sílemaður með forystu á meistaramótinu í golfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 15:30 Joaquin Niemann leiðir á meistaramótinu í golfi á Hawaii. vísir/ap Fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni í golfi hófst á Hawaii í gærkvöldi. Sigurvegarar á mótum síðustu keppnistíðar keppa á mótinu. Ekki eru allir sigurvegar frá í fyrra með en 34 kylfingar keppa á Hawaii. Arnar Björnsson tók saman frétt um mótið. Joaquin Niemann, 21 árs Sílemaður, vann Military mótið í september. Það var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. Niemann lék með alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum þar náði hann aðeins hálfum vinningi en tapaði tveimur leikjum. Niemann lék best í gær, fékk sjö fugla og paraði hinar holurnar. Justin Thomas vann tvö mót í fyrra, í ágúst og í október og er í fjórða sæti heimslistans. Hann lék á 67 höggum, fékk sex fugla og paraði hinar holurnar. Matt Kuchar vann Sony mótið í byrjun síðasta árs. Á 20 árum sem atvinnumaður státar hann af níu sigrum í PGA-mótaröðinni. Kuchar fékk örn á fimmtu brautinni og er í 3. sæti ásamt Ricky Fowler, á fimm höggum undir pari. Fowler fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hann er í 23. sæti heimslistans, sæti á undan Matt Kuchar. Fowler vann sinn fimmta sigur í PGA mótaröðinni í febrúar, tveimur árum eftir að hann vann fjórða sigurinn. Xander Schauffele sigraði á mótinu í fyrra. Hann er ásamt fjórum öðrum á fjórum höggum undir pari. Tveir efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Rory McIllroy keppa ekki á mótinu í Hawai en Jon Rahm, stigameistarinn í Evrópumótaröðinni og þriðji á heimslistanum, lék á fjórum höggum undir pari og er þremur höggum á eftir Joaquin Niemann. Bein útsending frá öðrum hring byrjar á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Meistaramótið í golfi hófst í gær á Hawaii Golf Sportpakkinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni í golfi hófst á Hawaii í gærkvöldi. Sigurvegarar á mótum síðustu keppnistíðar keppa á mótinu. Ekki eru allir sigurvegar frá í fyrra með en 34 kylfingar keppa á Hawaii. Arnar Björnsson tók saman frétt um mótið. Joaquin Niemann, 21 árs Sílemaður, vann Military mótið í september. Það var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. Niemann lék með alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum þar náði hann aðeins hálfum vinningi en tapaði tveimur leikjum. Niemann lék best í gær, fékk sjö fugla og paraði hinar holurnar. Justin Thomas vann tvö mót í fyrra, í ágúst og í október og er í fjórða sæti heimslistans. Hann lék á 67 höggum, fékk sex fugla og paraði hinar holurnar. Matt Kuchar vann Sony mótið í byrjun síðasta árs. Á 20 árum sem atvinnumaður státar hann af níu sigrum í PGA-mótaröðinni. Kuchar fékk örn á fimmtu brautinni og er í 3. sæti ásamt Ricky Fowler, á fimm höggum undir pari. Fowler fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hann er í 23. sæti heimslistans, sæti á undan Matt Kuchar. Fowler vann sinn fimmta sigur í PGA mótaröðinni í febrúar, tveimur árum eftir að hann vann fjórða sigurinn. Xander Schauffele sigraði á mótinu í fyrra. Hann er ásamt fjórum öðrum á fjórum höggum undir pari. Tveir efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Rory McIllroy keppa ekki á mótinu í Hawai en Jon Rahm, stigameistarinn í Evrópumótaröðinni og þriðji á heimslistanum, lék á fjórum höggum undir pari og er þremur höggum á eftir Joaquin Niemann. Bein útsending frá öðrum hring byrjar á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Meistaramótið í golfi hófst í gær á Hawaii
Golf Sportpakkinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira