Jóhann Berg og Jón Daði á­fram í bikarnum | Fer­tugur fram­herji tryggði Rochda­le annan leik gegn New­cast­le

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruce og félagar þurfa að mæta Rochdale í annað sinn.
Bruce og félagar þurfa að mæta Rochdale í annað sinn. vísir/epa

Íslendingaliðin Burnley og Millwall eru komin áfram í fjórða umferð enska bikarsins eftir sigra í þriðju umferðinni í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði og spilaði fyrri hálfleikinn í 4-2 sigri Burnley á Peterborough á heimavelli í dag.

Burnley var komið í 3-0 eftir 23 mínútur áður en gestirnir minnkuðu muninn. Jay Rodriguez gerði tvö mörk fyrir Burnley, Erik Pieters eitt og Jeff Hendrick eitt.







Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn fyrir Millwall sem vann 3-0 sigur á Newport County og er því komið áfram í 32-liða úrslitin.

Newcastle lenti heldur betur í kröppum dansi gegn C-deildarliðinu Rochdale. Miguel Almiron kom úrvalsdeildarliðinu yfir á sautjándu mínútu en hinn fertugi, Aaron Wilbraham, jafnaði fyrir Rochdale ellefu mínútum fyrir leikslok.

Lokatölur urðu 1-1 og þurfa því liðin að mætast á nýjan leik á heimavelli Newcastle.





Öll úrslit dagsins:

Birmingham - Blackburn 2-1

Bristol - Shrewsbury 1-1

Burnley - Peterborough 4-2

Millwall - Newport 3-0

Rochdale - Newcastle 1-1

Rotherham - Hull 2-3

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira