Enski boltinn

Ben­fi­ca til­búið að hlusta á til­boð í skot­mark Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gedson í leik með Benfica.
Gedson í leik með Benfica. vísir/epa

Benfica er talið reiðubúið að hlusta á tilboð í hinn tvítuga Portúgala, Gedson Fernandes, sem er á mála hjá félaginu.

Þessi portúgalski miðjumaður er sagður ofarlega á óskalista Manchester United og er talið að United horfi til hans í janúarglugganum sem nú hefur verið opnað fyrir.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. Utd, hefur staðfest að félagið leiti að miðjumanni en tveir miðjumenn félagsins eru meiddir, þeir Paul Pogba og Scott McTominay.







Talið er að Benfica vilji lána Fernandes næstu átján mánuðina með kauprétti á honum.

Forráðamenn Fernandes og umboðsmaður hans hafa verið í Englandi undanfarna daga og talað við fjögur úrvalsdeildarfélög.

Lyon og AC Milan eru einnig talin hafa áhuga en hann er sagður horfa til ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann hefur ekki spilað síðustu sjö deildarleiki Benfica en hann og þjálfari félagsins, Bruno Lage, eiga ekki samleið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×