Fyrsta transofurhetja Marvel lítur brátt dagsins ljós Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2020 17:51 Kevin Feige er hér við hlið leikstjóranna Anthony og Joe Russo, til vinstri, og Robert Downey Jr., Brie Larson og Jeremy Renner, til hægri. EPA/KIM HEE-CHU Kvikmyndasöguheimur Marvel mun brátt fá sína fyrstu transofurhetju. Kevin Feige, yfirmaður kvikmyunda Marvel, sagði á fyrirlestri í New York í vikunni að það gerðist fljótt og tökur á myndinni væru þegar hafnar. Fyrsta samkynhneigða karlkyns ofurhetja Marvel mun birtast í myndinni The Eternals, sem frumsýnd verður á þessu ári. Valkyrie, persóna Tessu Thompson, sem er ný drottning Ásgarðs, er tvíkynhneigð. Á áðurnefndri ráðstefnu í dag spurði gestur Feige hvort von væri á fleiri LGBT-ofurhetjum og þá sérstaklega trans. „Já, svo sannarlega. Já,“ svaraði Feige. Hann tíundaði þó ekki um hvaða kvikmynd væri að ræða, hvaða persónu eða hvenær myndin yrði frumsýnd. Feige var sérstaklega spurður út í viðleitni Marvel til að auka fjölbreytileika í kvikmyndasöguheiminum og sagði hann það hafa gefið jákvæða reynslu. „Sjáið bara velgengni Captain Marvel og Black Panther. Við viljum að kvikmyndirnar endurspegli áhorfendur og við viljum að áhorfendur okkar um heim allan geti séð endurspeglun af sjálfum sér á skjánum,“ sagði Feige. Hægt er að horfa á fyrirlesturinn hér að neðan. Bíó og sjónvarp Disney Hinsegin Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndasöguheimur Marvel mun brátt fá sína fyrstu transofurhetju. Kevin Feige, yfirmaður kvikmyunda Marvel, sagði á fyrirlestri í New York í vikunni að það gerðist fljótt og tökur á myndinni væru þegar hafnar. Fyrsta samkynhneigða karlkyns ofurhetja Marvel mun birtast í myndinni The Eternals, sem frumsýnd verður á þessu ári. Valkyrie, persóna Tessu Thompson, sem er ný drottning Ásgarðs, er tvíkynhneigð. Á áðurnefndri ráðstefnu í dag spurði gestur Feige hvort von væri á fleiri LGBT-ofurhetjum og þá sérstaklega trans. „Já, svo sannarlega. Já,“ svaraði Feige. Hann tíundaði þó ekki um hvaða kvikmynd væri að ræða, hvaða persónu eða hvenær myndin yrði frumsýnd. Feige var sérstaklega spurður út í viðleitni Marvel til að auka fjölbreytileika í kvikmyndasöguheiminum og sagði hann það hafa gefið jákvæða reynslu. „Sjáið bara velgengni Captain Marvel og Black Panther. Við viljum að kvikmyndirnar endurspegli áhorfendur og við viljum að áhorfendur okkar um heim allan geti séð endurspeglun af sjálfum sér á skjánum,“ sagði Feige. Hægt er að horfa á fyrirlesturinn hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Disney Hinsegin Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira