Þrettán stiga for­skot Liver­pool eftir heima­sigur á ný­liðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Firmino og Mane fagna í kvöld.
Firmino og Mane fagna í kvöld. vísir/getty

Liverpool er með þrettán stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á nýliðum Sheffield United á heimavelli í kvöld.

Það voru ekki liðnar nema fjórar mínútur er fyrsta markið kom. Virgil Van Dijk gaf langan bolta á Andy Robertson sem kom boltanum fyrir markið þar sem Mo Salah skilaði boltanum í netið.







Þannig stóðu leikar í hálfleik en Dean Henderson þurfti heldur betur að vinna fyrir kaupinu í marki Sheffield því Evrópumeistararnir þjörmuðu að nýliðunum.

Annað markið kom á 64. mínútu er Sadio Mane skoraði eftir laglegan samleik við markaskorarinn frá því í fyrri hálfleik, Mo Salah.

Liverpool-menn sigldu sigrinum þægilega í höfn. Þeir héldu boltanum vel innan liðsins og voru nærri því að bæta við en gestirnir að minnka muninn.





Liverpool er því með 58 stig á toppi deildarinnar og á leik til góða. Leicester er í öðru sætinu með 45 stig en Englandsmeistarar Man. City í því þriðja með 44 stig.





Sheffield United er í 8. sætinu með 29 stig.



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira