Sigur og stoð­sending í endur­komu Roon­ey í enska boltann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney spilaði á Pride Park í kvöld.
Rooney spilaði á Pride Park í kvöld. vísir/getty

Wayne Rooney spilaði sinn fyrsta leik fyrir Derby í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Barnsley í ensku B-deildinni.

Rooney skrifaði undir samning við Derby sem spilandi aðstoðarþjálfari en spilaði í fyrsta sinn í kvöld eftir að hafa orðið löglegur í gær.

Hann fór beint í byrjunarliðið og var með fyrirliðabandið í fyrsta leik sínum hjá félaginu.







Rooney gerði sér lítið fyrir og lagði upp fyrsta mark leiksins sem Jack Marriott skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks.







Elliot Simoes jafnaði metin fyrir Barnsley á 50. mínútu eftir mistök Ben Hamer í marki Derby en sjö mínútum síðar skoraði Martyn Waghorn sigurmarkið.

Lokatölur 2-1 sigur Derby en Rooney lék allan leikinn fyri Derby sem er þó áfram í 17. sætinu eftir sigurinn. Liðið er nú með 26 stig en Barnsley er í 23. sæti með 21 stig.







Í hinum leik kvöldsins vann Swansea 1-0 sigur á Charlton. Eftr sigurinn er Swansea í 6. sætinu með 41 stig en Charlton er í 19. sætinu með 28 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira