Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2020 23:30 Hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar.Þetta kom fram í ræðu sem Harry hélt á góðgerðarviðburði í London í dag, degi eftir að Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti að samþykkt hafi verið að Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni. Það kom mjög á óvart þegar Harry og Markle tilkynntu um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, þó að svo virðist sem að niðurstaða hafi fengist í málið, eftir samráð æðstu meðlima konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni, það væru þung skref en nauðsynleg engu að síður. Sagði Harry að hann og Markle hafi rætt málið ítarlega undanfarna mánuði og að þetta væri niðurstaðan. „Ég veit að ég hef ekki alltaf haft rétt fyrir mér en hvað þetta varðar, þá var þetta það eina í stöðunni,“ sagði Harry. Bætti hann við að upphaflega hafi þau ætlað sér að halda áfram að þjóna drottningunni, breska samveldinu, án þess þó að þiggja fjármuni frá hinu opinbera. Sagði Harry að sér þætti það leitt að sá möguleiki hafi ekki verið í boði. „Ég vona að með því að stíga þetta skref til baka frá því eina sem ég hef kynnst á ævinni, geti ég stigið skref fram á við í það sem ég vona að verði friðsælla líf,“ sagði Harry en ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyalA post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 19, 2020 at 2:00pm PST Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar.Þetta kom fram í ræðu sem Harry hélt á góðgerðarviðburði í London í dag, degi eftir að Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti að samþykkt hafi verið að Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni. Það kom mjög á óvart þegar Harry og Markle tilkynntu um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, þó að svo virðist sem að niðurstaða hafi fengist í málið, eftir samráð æðstu meðlima konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni, það væru þung skref en nauðsynleg engu að síður. Sagði Harry að hann og Markle hafi rætt málið ítarlega undanfarna mánuði og að þetta væri niðurstaðan. „Ég veit að ég hef ekki alltaf haft rétt fyrir mér en hvað þetta varðar, þá var þetta það eina í stöðunni,“ sagði Harry. Bætti hann við að upphaflega hafi þau ætlað sér að halda áfram að þjóna drottningunni, breska samveldinu, án þess þó að þiggja fjármuni frá hinu opinbera. Sagði Harry að sér þætti það leitt að sá möguleiki hafi ekki verið í boði. „Ég vona að með því að stíga þetta skref til baka frá því eina sem ég hef kynnst á ævinni, geti ég stigið skref fram á við í það sem ég vona að verði friðsælla líf,“ sagði Harry en ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyalA post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 19, 2020 at 2:00pm PST
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37
Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06
Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59
Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45
Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45