KR, Haukar og Valur flugu inn í undanúrslitin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 21:15 Helena Sverrisdóttir gerði 23 stig í liði Vals í kvöld. Vísir/Bára Alls fóru þrír leikir fram í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í kvöld. KR lagði Keflavík með 22 stiga mun, 82-60. Valur valtaði yfir Breiðablik á Hlíðarenda, 89-59. Þá unnu Haukar öruggan sigur á Grindavík, lokatölur 81-54. Í Keflavík voru það gestirnir úr Vesturbænum sem stjórnuðu ferðinni frá upphafi til enda. Leikurinn náði því miður aldrei flugi en hálfleikstölur voru 44-19 KR í vil eftir að gestirnir skoruðu fyrstu 20 stig leiksins. Á endanum vann KR 22 stiga sigur en leiknum lauk 82-60. Hildur Björg Kjartansdóttir átti að venju frábæran leik en hún gerði 23 stig fyrir KR, þá var Danielle Rodriguez með 17. Hjá Keflavík voru Daniela Wallen og Þóranna Kika Hodge-Carr með 12 stig hvor. Á Hlíðarenda var Breiðablik í heimsókn hjá ríkjandi bikarmeisturum Vals. Þar voru leikar í járnum framan af en í síðari hálfleik tóku Valsstúlkur til sinna ráða og keyrðu yfir gestina, þá sérstaklega í 4. leikhluta sem þær unnu með 22 stiga mun, 34-14. Lokatölur á endanum 89-59 fyrir Val sem eru til alls líklegar í bikarkeppninni. Þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Helena Sverrisdóttir gerðu 23 stig hvor fyrir Val á meðan Danni Williams gerði einnig 23 stig í liði Breiðabliks. Í Hafnafirði völtuðu Haukar yfir Grindavík í fyrri hálfleik áður en þær slökuðu á klónni í þeim seinni. Munurinn í hálfleik var 28 stig en heimastúlkur voru þá 50-22 yfir. Gestirnir úr Grindavík áttu aðeins auðveldara með að skora í síaðri hálfleik sem og þeim tókst að halda Haukum í 31 stigi en lokatölur leiksins voru 81-54 Haukum í vil. Þóra Kristín Jónasdóttir var stigahæst í liði Hauka með 24 stig og þar á eftir kom Lovísa Björt Henningsdóttir með 17 stig. Hjá Grindavík var Bríet Sif Hinriksdóttir með 13 stig. ÍR og Skallagrímur mætast í Breiðholti klukkan 19:15 annað kvöld í fjórða og síðasta leik 8-liða úrslita bikarkeppni kvenna. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Alls fóru þrír leikir fram í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í kvöld. KR lagði Keflavík með 22 stiga mun, 82-60. Valur valtaði yfir Breiðablik á Hlíðarenda, 89-59. Þá unnu Haukar öruggan sigur á Grindavík, lokatölur 81-54. Í Keflavík voru það gestirnir úr Vesturbænum sem stjórnuðu ferðinni frá upphafi til enda. Leikurinn náði því miður aldrei flugi en hálfleikstölur voru 44-19 KR í vil eftir að gestirnir skoruðu fyrstu 20 stig leiksins. Á endanum vann KR 22 stiga sigur en leiknum lauk 82-60. Hildur Björg Kjartansdóttir átti að venju frábæran leik en hún gerði 23 stig fyrir KR, þá var Danielle Rodriguez með 17. Hjá Keflavík voru Daniela Wallen og Þóranna Kika Hodge-Carr með 12 stig hvor. Á Hlíðarenda var Breiðablik í heimsókn hjá ríkjandi bikarmeisturum Vals. Þar voru leikar í járnum framan af en í síðari hálfleik tóku Valsstúlkur til sinna ráða og keyrðu yfir gestina, þá sérstaklega í 4. leikhluta sem þær unnu með 22 stiga mun, 34-14. Lokatölur á endanum 89-59 fyrir Val sem eru til alls líklegar í bikarkeppninni. Þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Helena Sverrisdóttir gerðu 23 stig hvor fyrir Val á meðan Danni Williams gerði einnig 23 stig í liði Breiðabliks. Í Hafnafirði völtuðu Haukar yfir Grindavík í fyrri hálfleik áður en þær slökuðu á klónni í þeim seinni. Munurinn í hálfleik var 28 stig en heimastúlkur voru þá 50-22 yfir. Gestirnir úr Grindavík áttu aðeins auðveldara með að skora í síaðri hálfleik sem og þeim tókst að halda Haukum í 31 stigi en lokatölur leiksins voru 81-54 Haukum í vil. Þóra Kristín Jónasdóttir var stigahæst í liði Hauka með 24 stig og þar á eftir kom Lovísa Björt Henningsdóttir með 17 stig. Hjá Grindavík var Bríet Sif Hinriksdóttir með 13 stig. ÍR og Skallagrímur mætast í Breiðholti klukkan 19:15 annað kvöld í fjórða og síðasta leik 8-liða úrslita bikarkeppni kvenna.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira