Myndband sýnir þegar lá við bílveltu í slabbi á Suðurlandsvegi Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 15:00 Klaka og krapi rigndi yfir bíl Eyþórs þegar fólksbíllinn ók fram úr honum á vinstri akrein. Skömmu síðar snerist bíllinn fyrir hann. Eyþór H. Ólafsson Ökumaður lítils fólksbíls var heppinn að velta ekki bíl sínum í miklu slabbi og klaka á Suðurlandsvegi í gærkvöldi, að mati annars ökumanns sem náði því á myndband þegar bíllinn snerist fyrir framan hann. Eyþór H. Ólafsson, verkfræðingur, var á leið austur Suðurlandsveg um ellefu leytið í gærkvöldi. Þegar hann nálgaðist afleggjarann að Bolöldu, ekki langt vestan við Litlu kaffistofuna, tók hann eftir litlum fólksbíl sem var ekið fram úr honum á vinstri akrein. Vegurinn er tvíbreiður á þessum slóðum. Hægri akreinin var auð en Eyþór segir við Vísi að mikið slabb hafi verið á vinstri akreininni eins og oft við aðstæður líkt og þær sem voru í gær. Á myndbandsupptöku úr bíl Eyþórs sést hvernig ökumaður litla fólksbílsins byrjar að missa stjórn á honum áður en hann snýst inn á hægri akreinina. „Þannig að ég hægi á mér strax. Ég sá nokkurn veginn í hvað stefndi. Svo bara snýst hann og mátti þakka fyrir að velta honum ekki. Hann fer þarna þvert fyrir mig,“ segir Eyþór. Slapp en munaði litlu Eyþór segir að ekkert vit hafi verið í að aka fram úr á vinstri akreininni auk þess sem hinn bíllinn hafi verið kominn á yfir hundrað kílómetra hraða. Sjálfur aki hann þessa leið nær daglega og hann hefði ekki lagt í framúraksturinn, hvað þá á litlum fólksbíl sem þessum. Betur fór þó en á horfðist. Eyþór fór fram úr bílnum sem snerist og segist hafa séð hann í baksýnisspeglinum aka aftur af stað eftir snúninginn. „Það var ekkert að en það munaði bara sáralitlu að hann ylti eins og sést á myndbandinu,“ segir Eyþór. Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Ökumaður lítils fólksbíls var heppinn að velta ekki bíl sínum í miklu slabbi og klaka á Suðurlandsvegi í gærkvöldi, að mati annars ökumanns sem náði því á myndband þegar bíllinn snerist fyrir framan hann. Eyþór H. Ólafsson, verkfræðingur, var á leið austur Suðurlandsveg um ellefu leytið í gærkvöldi. Þegar hann nálgaðist afleggjarann að Bolöldu, ekki langt vestan við Litlu kaffistofuna, tók hann eftir litlum fólksbíl sem var ekið fram úr honum á vinstri akrein. Vegurinn er tvíbreiður á þessum slóðum. Hægri akreinin var auð en Eyþór segir við Vísi að mikið slabb hafi verið á vinstri akreininni eins og oft við aðstæður líkt og þær sem voru í gær. Á myndbandsupptöku úr bíl Eyþórs sést hvernig ökumaður litla fólksbílsins byrjar að missa stjórn á honum áður en hann snýst inn á hægri akreinina. „Þannig að ég hægi á mér strax. Ég sá nokkurn veginn í hvað stefndi. Svo bara snýst hann og mátti þakka fyrir að velta honum ekki. Hann fer þarna þvert fyrir mig,“ segir Eyþór. Slapp en munaði litlu Eyþór segir að ekkert vit hafi verið í að aka fram úr á vinstri akreininni auk þess sem hinn bíllinn hafi verið kominn á yfir hundrað kílómetra hraða. Sjálfur aki hann þessa leið nær daglega og hann hefði ekki lagt í framúraksturinn, hvað þá á litlum fólksbíl sem þessum. Betur fór þó en á horfðist. Eyþór fór fram úr bílnum sem snerist og segist hafa séð hann í baksýnisspeglinum aka aftur af stað eftir snúninginn. „Það var ekkert að en það munaði bara sáralitlu að hann ylti eins og sést á myndbandinu,“ segir Eyþór.
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira