Grunaður njósnari fyrir Kína með tengsl við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2020 12:15 Gerhard Sabathil var sendifulltrúi ESB gagnvart Íslandi frá 2000 til 2004. Hann var kallaður heim sem sendiherra í Suður-Kóreu eftir að öryggisheimild hans var afturkölluð árið 2016. Vísir/EPA Fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Hann sætir nú lögreglurannsókn og hefur verið ráðist í húsleitir í tveimur Evrópuríkjum vegna málsins. Þjóðverjinn Gerhard Sabathil sætir nú rannsókn þýskra yfirvalda vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir stjórnvöld í Peking. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel leikur grunur á að hann hafi í slagtogi við tvo aðra menn útvegað kínverska innanríkisráðuneytinu upplýsingar sem sagðar eru persónu- og viðskiptalegs eðlis. Lögreglan réðst í umfangsmikla húsleit í Þýskalandi og Belgíu á miðvikudag en enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið, að því er segir í frétt Washington Post. Sabathil er sagður þungamiðjan í málinu og á hann að hafa fengið hina tvo mennina, sem ekki hafa verið nafngreindir, til liðs við sig. Hann er þýskur og ungverskur ríkisborgari og gegndi ýmsum sendiherra- og erindrekastöðum fyrir Evrópusambandið og forvera þess í rúmlega þrjátíu ár. Þannig var hann sendiherra Evrópusambandsins gangvart Noregi og Íslandi í fjögur ár frá 2000 til 2004. Sabathil var sendiherra ESB í Suður-Kóreu til ársins 2016 þegar öryggisheimild hans var afturkölluð. Hann færði sig um set árið 2017 og tók við starfi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Eutop, sem sagt er eitt af stærri málafylgju- eða lobbíistafyrirtækjum Evrópu. Sama ár og hann skipti um starfsvettvang er hann grunaður um að hafa byrjað að leka upplýsingum til kínverskra stjórnvalda. Mennirnir tveir sem einnig eru grunaðir um njósnir eru sagðir vinna fyrir annað ráðgjafarfyrirtæki. Reynist grunsemdir þýskra saksóknara í garð Sabathil á rökum reistar væru það tímamót því evrópskum lögregluyfirvöldum tekst sjaldan að hafa hendur í hári kínverskra njósnara í álfunni. Starfsemi þeirra hefur lengi verið talin umfangsmikil í Evrópu en aldrei hefur einstaklingur sem gegnt hefur jafn háum embættum legið undir grun um njósnir fyrir Kínverja eins og Íslandsvinurinn Gerard Sabathil. Evrópusambandið Kína Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er grunaður um njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Hann sætir nú lögreglurannsókn og hefur verið ráðist í húsleitir í tveimur Evrópuríkjum vegna málsins. Þjóðverjinn Gerhard Sabathil sætir nú rannsókn þýskra yfirvalda vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir stjórnvöld í Peking. Samkvæmt heimildum þýska blaðsins Der Spiegel leikur grunur á að hann hafi í slagtogi við tvo aðra menn útvegað kínverska innanríkisráðuneytinu upplýsingar sem sagðar eru persónu- og viðskiptalegs eðlis. Lögreglan réðst í umfangsmikla húsleit í Þýskalandi og Belgíu á miðvikudag en enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið, að því er segir í frétt Washington Post. Sabathil er sagður þungamiðjan í málinu og á hann að hafa fengið hina tvo mennina, sem ekki hafa verið nafngreindir, til liðs við sig. Hann er þýskur og ungverskur ríkisborgari og gegndi ýmsum sendiherra- og erindrekastöðum fyrir Evrópusambandið og forvera þess í rúmlega þrjátíu ár. Þannig var hann sendiherra Evrópusambandsins gangvart Noregi og Íslandi í fjögur ár frá 2000 til 2004. Sabathil var sendiherra ESB í Suður-Kóreu til ársins 2016 þegar öryggisheimild hans var afturkölluð. Hann færði sig um set árið 2017 og tók við starfi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Eutop, sem sagt er eitt af stærri málafylgju- eða lobbíistafyrirtækjum Evrópu. Sama ár og hann skipti um starfsvettvang er hann grunaður um að hafa byrjað að leka upplýsingum til kínverskra stjórnvalda. Mennirnir tveir sem einnig eru grunaðir um njósnir eru sagðir vinna fyrir annað ráðgjafarfyrirtæki. Reynist grunsemdir þýskra saksóknara í garð Sabathil á rökum reistar væru það tímamót því evrópskum lögregluyfirvöldum tekst sjaldan að hafa hendur í hári kínverskra njósnara í álfunni. Starfsemi þeirra hefur lengi verið talin umfangsmikil í Evrópu en aldrei hefur einstaklingur sem gegnt hefur jafn háum embættum legið undir grun um njósnir fyrir Kínverja eins og Íslandsvinurinn Gerard Sabathil.
Evrópusambandið Kína Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira