Hættir að tala fyrir Apú í Simpson-fjölskyldunni Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 11:20 Stytta af persónu Apú úr Simpson-fjölskyldunni. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Hank Azaria ætlar að hætta að talsetja indverska kjörbúðareigandann Apú í þáttunum um Simpson-fjölskylduna sem hann hefur gert undanfarin þrjátíu ár. Ekki liggur fyrir hvort annar leikari verður fenginn í staðinn eða hvort persónan hverfi úr þáttunum. Azaria talar fyrir fjölda persóna í þáttunum, þar á meðal vertinn Moe, lögreglustjórann Wiggum og eiganda teiknimyndasagnabúðar. Nú segir hann að hann tali ekki framar fyrir Apú Nahasapeemapetilon, eiganda kjörbúðarinnar Kwik-E-Mart. „Það eina sem ég veit er að ég geri ekki röddina lengur nema við finnum einhverja leið til að breyta henni eða eitthvað,“ segir Azaria. Aðstandendur þáttanna hafi verið sammála um ákvörðunina, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Persóna Apú hefur sætt nokkurri gagnrýni á undanförnum árum þar sem hún er talin ýta undir staðalmyndir af Indverjum. Azaria er sjálfur hvítur. Eftir að Hari Kondabolu, bandarískur grínisti af indverskum ættum, gerði heimildarmynd um Apú og sagði persónuna byggða á rasískri staðalmynd árið 2017 sagðist Azaria tilbúinn að leggja persónuna á hilluna. Kondabolu sagði í mynd sinni „Vandamálið með Apú“ að í æsku hafi Apú verið eina persónan frá Suður-Asíu í bandarísku sjónvarpi. Önnur börn hafi hermt eftir Apú til að gera grín að Kondabolu. Azaria sagð að honum hafi þótt miður „persónulega og faglega“ að fólk hafi verið jaðarsett vegna Apú. Hank Azaria talar fyrir margar ástsælar persónur í þáttunum um Simpson-fjölskylduna.Vísir/EPA Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Bandaríski leikarinn Hank Azaria ætlar að hætta að talsetja indverska kjörbúðareigandann Apú í þáttunum um Simpson-fjölskylduna sem hann hefur gert undanfarin þrjátíu ár. Ekki liggur fyrir hvort annar leikari verður fenginn í staðinn eða hvort persónan hverfi úr þáttunum. Azaria talar fyrir fjölda persóna í þáttunum, þar á meðal vertinn Moe, lögreglustjórann Wiggum og eiganda teiknimyndasagnabúðar. Nú segir hann að hann tali ekki framar fyrir Apú Nahasapeemapetilon, eiganda kjörbúðarinnar Kwik-E-Mart. „Það eina sem ég veit er að ég geri ekki röddina lengur nema við finnum einhverja leið til að breyta henni eða eitthvað,“ segir Azaria. Aðstandendur þáttanna hafi verið sammála um ákvörðunina, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Persóna Apú hefur sætt nokkurri gagnrýni á undanförnum árum þar sem hún er talin ýta undir staðalmyndir af Indverjum. Azaria er sjálfur hvítur. Eftir að Hari Kondabolu, bandarískur grínisti af indverskum ættum, gerði heimildarmynd um Apú og sagði persónuna byggða á rasískri staðalmynd árið 2017 sagðist Azaria tilbúinn að leggja persónuna á hilluna. Kondabolu sagði í mynd sinni „Vandamálið með Apú“ að í æsku hafi Apú verið eina persónan frá Suður-Asíu í bandarísku sjónvarpi. Önnur börn hafi hermt eftir Apú til að gera grín að Kondabolu. Azaria sagð að honum hafi þótt miður „persónulega og faglega“ að fólk hafi verið jaðarsett vegna Apú. Hank Azaria talar fyrir margar ástsælar persónur í þáttunum um Simpson-fjölskylduna.Vísir/EPA
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira