Strákarnir hans Hodgson eyðilögðu afmælisdag Guardiola | Endurkomusigur Úlfanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2020 16:45 Fernandinho skorar sjálfsmarkið sem tryggði Crystal Palace stig gegn Manchester City. vísir/getty Manchester City og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, á Etihad vellinum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, fékk því ekki sigur í afmælisgjöf. Cenk Tosun kom Palace yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 39. mínútu. Sergio Agüero jafnaði á 82. mínútu og skoraði svo annað mark sitt fimm mínútum síðar. Á lokamínútunni varð Fernandinho svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem tryggði Palace stig. City er í 2. sæti deildarinnar með 48 stig, 13 stigum á eftir Liverpool sem á tvo leiki til góða. Palace er í 9. sætinu. Wolves vann góðan sigur á Southampton, 2-3, eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Jan Bednarek og Shane Long komu Dýrlingunum í 2-0 og staða þeirra var afar vænleg í hálfleik. En Úlfarnir sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Pedro Neto minnkaði muninn í 1-2 og Raúl Jiménez skoraði svo tvö mörk og tryggði Úlfunum stigin þrjú. Með sigrinum komst Wolves upp í 6. sæti deildarinnar. Southampton er í því tólfta. Bournemouth tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Norwich City, 1-0, á Carrow Road. Teemu Pukki skoraði eina mark leiksins eftir rúman hálftíma úr vítaspyrnu sem dæmd var á Steve Cook, fyrirliða Bournemouth. Hann varði skot Ondrejs Duda með hendi og fékk á sig víti og rautt spjald. Ben Godfrey, leikmaður Norwich, fékk einnig reisupassann í seinni hálfleik. Norwich er áfram í neðsta sæti deildarinnar en nú sex stigum frá öruggu sæti. Bournemouth er í nítjánda og næstneðsta sætinu með 20 stig. Þá gerðu Brighton og Aston Villa 1-1 jafntefli. Leandro Trossard kom Brighton yfir á 38. mínútu en Jack Grealish jafnaði fyrir Villa þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Brighton er í 14. sæti með 25 stig en Villa í því átjánda með 22 stig.Úrslit dagsins: Man. City 2-2 Crystal Palace Southampton 2-3 Wolves Norwich 1-0 Bournemouth Brighton 1-1 Aston Villa Arsenal 1-1 Sheffield United West Ham 1-1 Everton Watford 0-0 Tottenham Enski boltinn Tengdar fréttir Gazzaniga bjargaði stigi fyrir Tottenham Watford og Tottenham gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Vicarage Road í hádeginu í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. janúar 2020 14:15 Arsenal fékk einungis stig á heimavelli gegn nýliðunum Pierre Emerick Aubameyang var í leikbanni er Arsenal tók á móti spútnikliði og nýliðunum í Sheffield United. 18. janúar 2020 16:45 Moyes náði jafntefli gegn gömlu félögunum Gylfi Sigurðsson skoraði eitt fallegasta mark tímabilsins í fyrri leik þessara liða en hann var meiddur eins og Richarlison. 18. janúar 2020 16:45
Manchester City og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, á Etihad vellinum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, fékk því ekki sigur í afmælisgjöf. Cenk Tosun kom Palace yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið á 39. mínútu. Sergio Agüero jafnaði á 82. mínútu og skoraði svo annað mark sitt fimm mínútum síðar. Á lokamínútunni varð Fernandinho svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem tryggði Palace stig. City er í 2. sæti deildarinnar með 48 stig, 13 stigum á eftir Liverpool sem á tvo leiki til góða. Palace er í 9. sætinu. Wolves vann góðan sigur á Southampton, 2-3, eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Jan Bednarek og Shane Long komu Dýrlingunum í 2-0 og staða þeirra var afar vænleg í hálfleik. En Úlfarnir sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Pedro Neto minnkaði muninn í 1-2 og Raúl Jiménez skoraði svo tvö mörk og tryggði Úlfunum stigin þrjú. Með sigrinum komst Wolves upp í 6. sæti deildarinnar. Southampton er í því tólfta. Bournemouth tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Norwich City, 1-0, á Carrow Road. Teemu Pukki skoraði eina mark leiksins eftir rúman hálftíma úr vítaspyrnu sem dæmd var á Steve Cook, fyrirliða Bournemouth. Hann varði skot Ondrejs Duda með hendi og fékk á sig víti og rautt spjald. Ben Godfrey, leikmaður Norwich, fékk einnig reisupassann í seinni hálfleik. Norwich er áfram í neðsta sæti deildarinnar en nú sex stigum frá öruggu sæti. Bournemouth er í nítjánda og næstneðsta sætinu með 20 stig. Þá gerðu Brighton og Aston Villa 1-1 jafntefli. Leandro Trossard kom Brighton yfir á 38. mínútu en Jack Grealish jafnaði fyrir Villa þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Brighton er í 14. sæti með 25 stig en Villa í því átjánda með 22 stig.Úrslit dagsins: Man. City 2-2 Crystal Palace Southampton 2-3 Wolves Norwich 1-0 Bournemouth Brighton 1-1 Aston Villa Arsenal 1-1 Sheffield United West Ham 1-1 Everton Watford 0-0 Tottenham
Enski boltinn Tengdar fréttir Gazzaniga bjargaði stigi fyrir Tottenham Watford og Tottenham gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Vicarage Road í hádeginu í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. janúar 2020 14:15 Arsenal fékk einungis stig á heimavelli gegn nýliðunum Pierre Emerick Aubameyang var í leikbanni er Arsenal tók á móti spútnikliði og nýliðunum í Sheffield United. 18. janúar 2020 16:45 Moyes náði jafntefli gegn gömlu félögunum Gylfi Sigurðsson skoraði eitt fallegasta mark tímabilsins í fyrri leik þessara liða en hann var meiddur eins og Richarlison. 18. janúar 2020 16:45
Gazzaniga bjargaði stigi fyrir Tottenham Watford og Tottenham gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Vicarage Road í hádeginu í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. janúar 2020 14:15
Arsenal fékk einungis stig á heimavelli gegn nýliðunum Pierre Emerick Aubameyang var í leikbanni er Arsenal tók á móti spútnikliði og nýliðunum í Sheffield United. 18. janúar 2020 16:45
Moyes náði jafntefli gegn gömlu félögunum Gylfi Sigurðsson skoraði eitt fallegasta mark tímabilsins í fyrri leik þessara liða en hann var meiddur eins og Richarlison. 18. janúar 2020 16:45