Lífið

Rokkaralífið einangrandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jökull er einn vinsælasti tónlistamaðurinn sem við Íslendingar eigum.
Jökull er einn vinsælasti tónlistamaðurinn sem við Íslendingar eigum. Mynd/Hörður Freyr Brynjarsson

Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar KALEO, er í heljarinnar forsíðu viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum og í ferðatösku undanfarin ár og kemur reglulega fram með sveitinni um allan heim.

Í viðtalinu segir Jökull að rokkaralífið geti verið einangrandi og hann sakni Íslands oft á tíðum. Nú styttist áðum í nýja plötu frá Kaleo en í vikunni gaf sveitin út tvö lög í einu, lögin I Want More og Break My Baby. Platan er væntanlega í vor og þá fer sveitin á tónleikaferðalag sem mun standa yfir í þrjú ár.

„Það er góð tilfinning að gefa út nýja tónlist,“ segir Jökull í samtali við Mannlíf.

„Ég hef unnið lengi að þessari plötu og það verður ákveðið frelsi að klára hana og geta einbeitt mér að nýju og fersku efni.“

Hann segist lítið hugsa út í mögulegar viðtökur á plötum sem bandið gefur út.

„Það þýðir voðalega lítið að hugsa út í það, að mínu mati. Auðvitað er frábært að fá góðar viðtökur en á endanum verð ég bara að gera mitt eins vel og ég get.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Jökull mætti á Bylgjuna í morgun. 

Hann var einnig í viðtali hjá Ómari Úlfi á X-inu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×