Átta af hverjum tíu ánægð með Guðna Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2020 06:35 Guðni Th. Jóhannesson fær sér kökusneið þegar afmæli þeirra Íslendinga sem urðu 100 ára í fyrra var fagnað á Hrafnistu. Vísir/vilhelm Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður. Ánægjan er mest meðal stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar, en minnst á meðal Sjálfstæðisfólks og stuðningsmanna Miðflokksins. Könnunin, sem Fréttablaðið lét framkvæma dagana 10. til 15. janúar, ber einnig með sér að ekki sé marktækur munur á ánægju með störf forsetans eftir aldri. Konur eru örlítið ánægðari með Guðna en karlar, rétt eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við landsbyggðina. Fólk með hærri menntun og tekjur er jafnframt ánægðara með störf forsetans. Í samtali við blaðið segist Guðni að vonum þakklátur fyrir velvildina og stuðninginn. Hann sinni sínum störfum eftir bestu getu og samviku. „Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess,“ segir Guðni um niðurstöðurnar.Sjá einnig: Guðni gefur aftur kost á sérMesta ánægjan með störf hans er meðal borgarstjórnarflokkanna og Framsóknar, en meðal kjósenda þeirra er ánægjan á bilinu 95 til 97 prósent. Þannig mældist engin óánægja meðal Samfylkingar-, Viðreisnar- og Framsóknarfólks. Sem fyrr segir er stuðningsfólk Miðflokks og Sjálfstæðisflokks minnst hrifið af störfum forsetans. Rúmlega 70 prósent Sjálfstæðisfólks er ánægt með Guðna en aðeins 34 prósent stuðningsmanna Miðflokksins. Fyrsta kjörtímabili Guðna lýkur í sumar og sagðist hann í nýársávarpi sínu ætla að sækjast eftir endurkjöri. Enginn hefur enn sem komið er lýst formlega yfir mótframboði en dómsmálaráðuneytið fékk tæplega 400 milljónir króna á síðustu fjárlögum til að standa straum af kostnaði við mögulegar kosningar. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður. Ánægjan er mest meðal stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar, en minnst á meðal Sjálfstæðisfólks og stuðningsmanna Miðflokksins. Könnunin, sem Fréttablaðið lét framkvæma dagana 10. til 15. janúar, ber einnig með sér að ekki sé marktækur munur á ánægju með störf forsetans eftir aldri. Konur eru örlítið ánægðari með Guðna en karlar, rétt eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við landsbyggðina. Fólk með hærri menntun og tekjur er jafnframt ánægðara með störf forsetans. Í samtali við blaðið segist Guðni að vonum þakklátur fyrir velvildina og stuðninginn. Hann sinni sínum störfum eftir bestu getu og samviku. „Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess,“ segir Guðni um niðurstöðurnar.Sjá einnig: Guðni gefur aftur kost á sérMesta ánægjan með störf hans er meðal borgarstjórnarflokkanna og Framsóknar, en meðal kjósenda þeirra er ánægjan á bilinu 95 til 97 prósent. Þannig mældist engin óánægja meðal Samfylkingar-, Viðreisnar- og Framsóknarfólks. Sem fyrr segir er stuðningsfólk Miðflokks og Sjálfstæðisflokks minnst hrifið af störfum forsetans. Rúmlega 70 prósent Sjálfstæðisfólks er ánægt með Guðna en aðeins 34 prósent stuðningsmanna Miðflokksins. Fyrsta kjörtímabili Guðna lýkur í sumar og sagðist hann í nýársávarpi sínu ætla að sækjast eftir endurkjöri. Enginn hefur enn sem komið er lýst formlega yfir mótframboði en dómsmálaráðuneytið fékk tæplega 400 milljónir króna á síðustu fjárlögum til að standa straum af kostnaði við mögulegar kosningar.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira