Dómarinn segir Weinstein-réttarhöldin ekki atkvæðagreiðslu um Metoo-hreyfinguna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2020 23:30 Harvey Weinstein verður í réttarsal næstu tvö mánuðina. AP/Bebeto Matthews Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. Eina hlutverk þeirra væri að meta málið út frá sönnunargögnum og málflutningi til að skera úr um hvort Weinstein væri sekur eða ekki. Guardian greinir frá. Weinstein á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um alvarlega kynferðislega árás í réttarhöldum sem hófust í New York í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Weinstein er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa sakað um kynferðislega áreitni eða ofbeldi.Sjá einnig: Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Kviðdómendur yrðu að meta sönnunargögnin Undanfarna daga hefur val á kviðdómendum staðið yfir en James Burke, dómarinn í máli ávarpaði í dag hinn 140 manna hóp sem kviðdómurinn verður valinn úr. Þar sagði hann að væntanlegir kviðdómendur hefðu rétt á því að hafa sterkar skoðanir á Weinstein, Metoo-hreyfingunni, kvenréttindum og ýmsu öðru en að slíkar skoðanir mættu ekki hafa áhrif á störf þeirra í dómsal. „Það eina sem þið þurfið að ákveða er hvort sakborningurinn hafi sýnt af sér athæfi sem teljist glæpsamlegt,“ sagði hann. „Þið verðið að komast að niðurstöðu út frá sönnunargögnunum“. Bætti hann því við að dómsmálið gegn Weinstein væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna eða önnur tengd mál. Upphaflega fengu 608 einstaklingar boð um að vera í kviðdómi. 140 er eftir en úr þeim hópi verða valdir tólf kviðdómendur og sex varamenn. Fyrirsætan Gigi Hadid var ein af hinum 608 sem fékk boð um að vera í kviðdómi. Verjendur Weinstein lögðust hins vegar gegn því, meðal annars vegna þess að hún væri vinkona Cara Delevingne. Hún er ein af 105 sem opinberlega hafa sakað Weinstein um kynferðislegt áreiti. Fyrirsætan Gigi Hadid var ein af þeim sem kom til greina í kviðdóminn. Verjendur Weinstein lögðust hins vegar gegn því.AP/Seth Wenig Munnlegur málflutningur í næstu viku Á ýmsu hefur gengið í réttarhöldunum en dómarinn lét Weinstein meðal annars heyra það á dögunum eftir að hinn síðarnefndi notaði síma sinn í dómsal. Hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Eitthvað virðist þetta hafa farið í taugarnar á Weinstein. Í kjölfarið reyndi lögmaður hans að halda því fram að dómarinn væri vanhæfur vegna þess að hann hótaði honum fangelsisvist fyrir símanotkunina. Búist er við að réttarhöldin standi yfir í tvo mánuði. Munnlegur málflutningur hefst á miðvikudaginn næstkomandi. Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Dómarinn í kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sagði við væntanlega kviðdómendur í málinu að dómsmálið væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna. Eina hlutverk þeirra væri að meta málið út frá sönnunargögnum og málflutningi til að skera úr um hvort Weinstein væri sekur eða ekki. Guardian greinir frá. Weinstein á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um alvarlega kynferðislega árás í réttarhöldum sem hófust í New York í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Weinstein er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa sakað um kynferðislega áreitni eða ofbeldi.Sjá einnig: Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Kviðdómendur yrðu að meta sönnunargögnin Undanfarna daga hefur val á kviðdómendum staðið yfir en James Burke, dómarinn í máli ávarpaði í dag hinn 140 manna hóp sem kviðdómurinn verður valinn úr. Þar sagði hann að væntanlegir kviðdómendur hefðu rétt á því að hafa sterkar skoðanir á Weinstein, Metoo-hreyfingunni, kvenréttindum og ýmsu öðru en að slíkar skoðanir mættu ekki hafa áhrif á störf þeirra í dómsal. „Það eina sem þið þurfið að ákveða er hvort sakborningurinn hafi sýnt af sér athæfi sem teljist glæpsamlegt,“ sagði hann. „Þið verðið að komast að niðurstöðu út frá sönnunargögnunum“. Bætti hann því við að dómsmálið gegn Weinstein væri ekki eins konar atkvæðagreiðsla um Metoo-hreyfinguna eða önnur tengd mál. Upphaflega fengu 608 einstaklingar boð um að vera í kviðdómi. 140 er eftir en úr þeim hópi verða valdir tólf kviðdómendur og sex varamenn. Fyrirsætan Gigi Hadid var ein af hinum 608 sem fékk boð um að vera í kviðdómi. Verjendur Weinstein lögðust hins vegar gegn því, meðal annars vegna þess að hún væri vinkona Cara Delevingne. Hún er ein af 105 sem opinberlega hafa sakað Weinstein um kynferðislegt áreiti. Fyrirsætan Gigi Hadid var ein af þeim sem kom til greina í kviðdóminn. Verjendur Weinstein lögðust hins vegar gegn því.AP/Seth Wenig Munnlegur málflutningur í næstu viku Á ýmsu hefur gengið í réttarhöldunum en dómarinn lét Weinstein meðal annars heyra það á dögunum eftir að hinn síðarnefndi notaði síma sinn í dómsal. Hótaði dómarinn því að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota símann en framleiðandinn fyrrverandi gengur laus gegn tryggingu. Hótaði dómarinn því að fella trygginguna úr gildi ef Weinstein hagaði sér ekki í réttarsalnum. Eitthvað virðist þetta hafa farið í taugarnar á Weinstein. Í kjölfarið reyndi lögmaður hans að halda því fram að dómarinn væri vanhæfur vegna þess að hann hótaði honum fangelsisvist fyrir símanotkunina. Búist er við að réttarhöldin standi yfir í tvo mánuði. Munnlegur málflutningur hefst á miðvikudaginn næstkomandi.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46 Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02 Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30
Segir dómarann vanhæfan í máli Weinstein Arthur Aidala, lögmaður kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, hefur beðið dómara í kynferðisbrotamáli Weinstein um að segja sig frá málinu vegna vanhæfis. 9. janúar 2020 12:46
Dómari hótaði að senda Weinstein í fangelsi fyrir að nota síma í réttarsalnum Réttarhöldin yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein héldu áfram í New York í dag en fyrsti dagur réttarhaldanna var í gær. 7. janúar 2020 19:02
Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. 6. janúar 2020 22:37
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“