Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2020 10:18 Carrie Lam flutti fyrstu ræðu sína á þingi Hong Kong í morgun. AP/Vincent Yu Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. Hún sagði að ungir mótmælendur gætu sjálfir leitt til enda samkomulagsins með aðgerðum sínum og mótmælum. Umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong um mánaða skeið og segja mótmælendur yfirvöld í Peking grafa undan lýðræði þeirra og samkomulaginu við Breta. Eitt ríki, tvö kerfi var forlega sett á þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997. Það átti að tryggja lýðræðisleg réttindi íbúa svæðisins í minnst 50 ár. Yfirvöld Kína segjast ekki vera að grafa undan lýðræði Hong Kong og saka Vesturveldin um að ýta undir mótmælin. Mótmælin hófust í kjölfar þess að Lam ætlaði að ná frumvarpi í gegnum þing Hong Kong sem hefði gert yfirvöldum þar kleift að framselja hvern sem er til meginlands Kína, án dóms og laga. Þau stækkuðu og breyttust síðar í mótmæli fyrir almennum lýðræðisbótum og gegn hörku lögreglunnar. Lögregluþjónn sprautar piparúða á mótmælanda.AP/Andy Wong Hafnaði fregnum um hörku lögreglu Lam hélt sína fyrstu ræðu ársins á þingi Hong Kong í morgun. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún að til þess að viðhalda „tvö kerfi“-hluta samkomulagsins við Breta þyrfti að virða og halda við „eitt ríki“-hlutanum. „Sá atburður sem þau óttast í dag, gæti komið til vegna þeirra eigin aðgerða,“ sagði Lam. Þannig gaf hún í skyn að ef mótmælin haldi áfram óbreytt muni yfirvöld Kína brjóta þau á bak aftur og rifta „eitt ríki, tvö kerfi“. Hún hafnaði einnig alfarið að lögreglan í Hong Kong hefði komið fram við mótmælendur af hörku og sagði að þess í stað hefði lögreglan orðið fyrir rógsherferð sem ætlað væri að grafa undan getu lögregluþjóna til að sinna skyldum sínum. „Ef enginn var að brjóta lögin, af hverju ætti lögreglan þá að vera að framfylgja lögunum,“ sagði Lam. Hún sagði mótmælin hafa leitt af sér „sláandi“ ofbeldi og eyðileggingu. Þar að auki hafi ónákvæmur fréttaflutningur og falsfréttir skaðað orðspor Hong Kong. Hópur þingmanna kallaði að Lam á meðan hún flutti ræðu sína og var hún meðal annars kölluð „gagnslaus“. Einhverjir sögðu ofbeldið vera til komið vegna hörku lögreglunnar og ein þingkona sagði Lam vera lygara. Henni var svo vísað úr salnum auk tíu annarra þingmanna. Hér má sjá útskýringu South China Morning Post á því hvað „eitt ríki, tvö kerfi“ er í rauninni. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. 25. nóvember 2019 19:00 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. Hún sagði að ungir mótmælendur gætu sjálfir leitt til enda samkomulagsins með aðgerðum sínum og mótmælum. Umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong um mánaða skeið og segja mótmælendur yfirvöld í Peking grafa undan lýðræði þeirra og samkomulaginu við Breta. Eitt ríki, tvö kerfi var forlega sett á þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997. Það átti að tryggja lýðræðisleg réttindi íbúa svæðisins í minnst 50 ár. Yfirvöld Kína segjast ekki vera að grafa undan lýðræði Hong Kong og saka Vesturveldin um að ýta undir mótmælin. Mótmælin hófust í kjölfar þess að Lam ætlaði að ná frumvarpi í gegnum þing Hong Kong sem hefði gert yfirvöldum þar kleift að framselja hvern sem er til meginlands Kína, án dóms og laga. Þau stækkuðu og breyttust síðar í mótmæli fyrir almennum lýðræðisbótum og gegn hörku lögreglunnar. Lögregluþjónn sprautar piparúða á mótmælanda.AP/Andy Wong Hafnaði fregnum um hörku lögreglu Lam hélt sína fyrstu ræðu ársins á þingi Hong Kong í morgun. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún að til þess að viðhalda „tvö kerfi“-hluta samkomulagsins við Breta þyrfti að virða og halda við „eitt ríki“-hlutanum. „Sá atburður sem þau óttast í dag, gæti komið til vegna þeirra eigin aðgerða,“ sagði Lam. Þannig gaf hún í skyn að ef mótmælin haldi áfram óbreytt muni yfirvöld Kína brjóta þau á bak aftur og rifta „eitt ríki, tvö kerfi“. Hún hafnaði einnig alfarið að lögreglan í Hong Kong hefði komið fram við mótmælendur af hörku og sagði að þess í stað hefði lögreglan orðið fyrir rógsherferð sem ætlað væri að grafa undan getu lögregluþjóna til að sinna skyldum sínum. „Ef enginn var að brjóta lögin, af hverju ætti lögreglan þá að vera að framfylgja lögunum,“ sagði Lam. Hún sagði mótmælin hafa leitt af sér „sláandi“ ofbeldi og eyðileggingu. Þar að auki hafi ónákvæmur fréttaflutningur og falsfréttir skaðað orðspor Hong Kong. Hópur þingmanna kallaði að Lam á meðan hún flutti ræðu sína og var hún meðal annars kölluð „gagnslaus“. Einhverjir sögðu ofbeldið vera til komið vegna hörku lögreglunnar og ein þingkona sagði Lam vera lygara. Henni var svo vísað úr salnum auk tíu annarra þingmanna. Hér má sjá útskýringu South China Morning Post á því hvað „eitt ríki, tvö kerfi“ er í rauninni.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. 25. nóvember 2019 19:00 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15
Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. 25. nóvember 2019 19:00
Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33
Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30
Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent