Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2020 10:18 Carrie Lam flutti fyrstu ræðu sína á þingi Hong Kong í morgun. AP/Vincent Yu Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. Hún sagði að ungir mótmælendur gætu sjálfir leitt til enda samkomulagsins með aðgerðum sínum og mótmælum. Umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong um mánaða skeið og segja mótmælendur yfirvöld í Peking grafa undan lýðræði þeirra og samkomulaginu við Breta. Eitt ríki, tvö kerfi var forlega sett á þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997. Það átti að tryggja lýðræðisleg réttindi íbúa svæðisins í minnst 50 ár. Yfirvöld Kína segjast ekki vera að grafa undan lýðræði Hong Kong og saka Vesturveldin um að ýta undir mótmælin. Mótmælin hófust í kjölfar þess að Lam ætlaði að ná frumvarpi í gegnum þing Hong Kong sem hefði gert yfirvöldum þar kleift að framselja hvern sem er til meginlands Kína, án dóms og laga. Þau stækkuðu og breyttust síðar í mótmæli fyrir almennum lýðræðisbótum og gegn hörku lögreglunnar. Lögregluþjónn sprautar piparúða á mótmælanda.AP/Andy Wong Hafnaði fregnum um hörku lögreglu Lam hélt sína fyrstu ræðu ársins á þingi Hong Kong í morgun. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún að til þess að viðhalda „tvö kerfi“-hluta samkomulagsins við Breta þyrfti að virða og halda við „eitt ríki“-hlutanum. „Sá atburður sem þau óttast í dag, gæti komið til vegna þeirra eigin aðgerða,“ sagði Lam. Þannig gaf hún í skyn að ef mótmælin haldi áfram óbreytt muni yfirvöld Kína brjóta þau á bak aftur og rifta „eitt ríki, tvö kerfi“. Hún hafnaði einnig alfarið að lögreglan í Hong Kong hefði komið fram við mótmælendur af hörku og sagði að þess í stað hefði lögreglan orðið fyrir rógsherferð sem ætlað væri að grafa undan getu lögregluþjóna til að sinna skyldum sínum. „Ef enginn var að brjóta lögin, af hverju ætti lögreglan þá að vera að framfylgja lögunum,“ sagði Lam. Hún sagði mótmælin hafa leitt af sér „sláandi“ ofbeldi og eyðileggingu. Þar að auki hafi ónákvæmur fréttaflutningur og falsfréttir skaðað orðspor Hong Kong. Hópur þingmanna kallaði að Lam á meðan hún flutti ræðu sína og var hún meðal annars kölluð „gagnslaus“. Einhverjir sögðu ofbeldið vera til komið vegna hörku lögreglunnar og ein þingkona sagði Lam vera lygara. Henni var svo vísað úr salnum auk tíu annarra þingmanna. Hér má sjá útskýringu South China Morning Post á því hvað „eitt ríki, tvö kerfi“ er í rauninni. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. 25. nóvember 2019 19:00 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. Hún sagði að ungir mótmælendur gætu sjálfir leitt til enda samkomulagsins með aðgerðum sínum og mótmælum. Umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong um mánaða skeið og segja mótmælendur yfirvöld í Peking grafa undan lýðræði þeirra og samkomulaginu við Breta. Eitt ríki, tvö kerfi var forlega sett á þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997. Það átti að tryggja lýðræðisleg réttindi íbúa svæðisins í minnst 50 ár. Yfirvöld Kína segjast ekki vera að grafa undan lýðræði Hong Kong og saka Vesturveldin um að ýta undir mótmælin. Mótmælin hófust í kjölfar þess að Lam ætlaði að ná frumvarpi í gegnum þing Hong Kong sem hefði gert yfirvöldum þar kleift að framselja hvern sem er til meginlands Kína, án dóms og laga. Þau stækkuðu og breyttust síðar í mótmæli fyrir almennum lýðræðisbótum og gegn hörku lögreglunnar. Lögregluþjónn sprautar piparúða á mótmælanda.AP/Andy Wong Hafnaði fregnum um hörku lögreglu Lam hélt sína fyrstu ræðu ársins á þingi Hong Kong í morgun. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún að til þess að viðhalda „tvö kerfi“-hluta samkomulagsins við Breta þyrfti að virða og halda við „eitt ríki“-hlutanum. „Sá atburður sem þau óttast í dag, gæti komið til vegna þeirra eigin aðgerða,“ sagði Lam. Þannig gaf hún í skyn að ef mótmælin haldi áfram óbreytt muni yfirvöld Kína brjóta þau á bak aftur og rifta „eitt ríki, tvö kerfi“. Hún hafnaði einnig alfarið að lögreglan í Hong Kong hefði komið fram við mótmælendur af hörku og sagði að þess í stað hefði lögreglan orðið fyrir rógsherferð sem ætlað væri að grafa undan getu lögregluþjóna til að sinna skyldum sínum. „Ef enginn var að brjóta lögin, af hverju ætti lögreglan þá að vera að framfylgja lögunum,“ sagði Lam. Hún sagði mótmælin hafa leitt af sér „sláandi“ ofbeldi og eyðileggingu. Þar að auki hafi ónákvæmur fréttaflutningur og falsfréttir skaðað orðspor Hong Kong. Hópur þingmanna kallaði að Lam á meðan hún flutti ræðu sína og var hún meðal annars kölluð „gagnslaus“. Einhverjir sögðu ofbeldið vera til komið vegna hörku lögreglunnar og ein þingkona sagði Lam vera lygara. Henni var svo vísað úr salnum auk tíu annarra þingmanna. Hér má sjá útskýringu South China Morning Post á því hvað „eitt ríki, tvö kerfi“ er í rauninni.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. 25. nóvember 2019 19:00 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15
Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. 25. nóvember 2019 19:00
Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33
Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30
Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51